Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 24
ffl uíð o§ dreíf
Aker-samsteypan norska hefur lagt fram skýrslu
um rekstur fyrirtækja sinna fyrstu átta mán'uöi
þessa árs. Þar kemur fram, að framleiðsluverðmæti
jukust um 40 milljónir n.kr. miðað við sama tíma-
bil í fyrra og er samtals 2308 millj. Tekjur voru
37,9 milljónir í ár miðað við 20,2 miljlónir á sama
tíma í fyrra, áður en skattar og afskriftir höfðu ver-
ið dregnar frá í báðum tilvikum. Framleiðslan
skiptist þannig: skipasmíðar 16%, olíupallar ogann-
ar búnaður vegna olíuvinnslu 48%, vélar og tæki í
skip 13%, viðgerðir skipa og endursmíðar 10%, iðn-
aðarvörur og önnur framleiðsla 13%. Skipasmíðar
i Noregi eiga enn við erfiðleika að etja og bent er á
í skýrslunni, að í fjarlægari Austurlöndum séu
skip srníðuð fyrir 20—40% lægra verð en í Noregi.
Scandinavian Menswear Fair, þar sem fatafram-
leiðendur munu sýna haust- og vetrartízkuna 1977
—78 í karlmannafötum, unglinga- og drengjafatn-
aði, verður haldin í Bella Center í Kaupmanna-
höfn dagana 5.—7. febrúar n.k. Það er sýnin'gar-
miðstöðin í Bella Center ásamt samtökum nor-
rænna fataframleiðenda, sem skipuleggur kaup-
stefnuna og er búizt við mikilli þátttöku framleið-
enda á Norðurlöndum og víðar að. Samtals komu
6068 kaupendur frá 27 löndum á sams konar kaup-
stefnu, sem haldin var á sl. vori.
—-• —
Mikil eftirspurn er eftir nýjum bílum í Bandaríkj-
unum. Fólk virðist ekki láta hærra verð á ’77 ár-
gerðinni aftra sér, en það er að meðaltali 5,9%
hærra en verð á ’76 árgerðinni. Stórir og meðal-
stórir bílar eru uppseldir hjá verksmiðjum í bili.
Um 8,2% allra bandarískra fjölskyldna ætla að
kaupa nýjan eða notaðan bíl næstu 6 mánuði. 3,2%
ætla að kaupa hús.
— •_
Bílaframleiðslan í Frakklandi hefur slegið öll met
þar í landi nú á þessu ári. Framleiðsla og sala heima
og erlendis hefur farið fram úr því, sem gerðist í
fyrra. Frönsku Chrysler-verksmiðjurnar hafa náð
öruggri fótfestu á innanlandsmarkaðinum með
nýrri gerð af Simca, sem einnig ihefur selzt mjög vel
erlendis. Ríkisfyrirtækið Renault hefur aukið út-
flutning um 18,5% og hefur náð mjög góðum ár-
angri á hollenzka markaðnum. Að undanskildum
Citroen-verksmiðjunum, sem eru að reyna að lækka
kostnað hjá sér, hafa franskar bílaverksmiðjur bætt
við sig mannskap undanfarið og hafa nú álíka
marga í vinnu nú og fyrir orkukreppuna 1973.
Svíþjóð:
Verðbólga
upp-
framleiðsla
niður
Sænskir atvinnurekendur
hafa algjörlega hafnað öllum
Iaunahækkunum í samningum
við verkalýðsfélög þar í landi á
næsta ári, nema gegn þeim skil-
yrðum, að þau fallist á leiðir
til að auka framleiðsluafköst á
ný og draga úr alvarlegu vinnu-
skrópi, sem er að verða þjóðar-
plága í Svíþjóð.
Sænska alþýðusambandið LO
hafði áður lagt til að 8% launa-
'hækkun yrði ramminn um
væntanlega kjarasamninga.
ÓFÖGUR LESNING
í skýrslu vinnuveitenda kem-
ur glögglega í ljós, að efnahags-
ástand Svíþjóðar er fjarri því
að vera gott. Búist er við að
greiðslujöfnuður þjóðarinnar
við útlönd verði óhagstæður á
þessu ári um 6,6 milljarða
sænskra króna, en reiknað
hafði verið út að hann yrði að-
eins óhagstæður um 3,5 millj-
arða skr. Erlendar lántökur
hafa aldrei fyrr verið jafn háar
og gjaldeyrisvarasjóður sænska
ríkisins hefur sjaldan eða aldr-
ei verið jafn lítill og nú. Sam-
keppnisaðstaða sænskra fyrir-
tækja á alþjóðlegum mörkuð-
um hefur ekki fyrr verið jafn
slæm og hafa mörg þeirra misst
trygga markaði eða sala á fram-
leiðslu þeirra dregist saman.
OF MIKLAR LAUNAHÆKK-
ANIR
Megin orsök ástandsins að
mati samtaka sænskra vinnu-
veitenda SAF, er sú, að launa-
kostnaður fyrirtækja hefur
hækkað um meira en 42 % und-
anfarin tvö ár. Sænskir vinnu-
veitendur segja, að framleiðslu-
kostnaður á hverja framleidda
einingu hafi hækkað 11 til 15%
meira en sambærilegur kostn-
aður erlendra keppenda þeirra
á árunum 1975 og 1976.
22
FV 11 1976