Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 27
Grelnar oo wlðlBI
Breytingar á
tekjuskatti
einstaklinga
eftir dr. Guömund Magnússon. prófessor
Ekki er ýkjalangt síðan ég
tók til meðferðar þá gagnrýni.
sem fram hefur komið á tekju-
skatt einstaklinga og benti á
þau vandkvæði, sem afnám
tekjuskatts hefði í för með sér.
Síðan hafa nokkrir ráðherrar
lýst því yfir að freista verði
þess að bæta álagningarreglur
fremur en leggja tekjuskattinn
niður, enda er hann orðinn til-
tölulega miklu minni tekjulind
fyrir ríkissjóð en fyrir nokkrum
árum. Beinir skattar voru 25%
tekna ríkissjóðs samkvæmt fjár-
lögum 1972, en eru um 15% í
fjárlagafrumvarpi fyrir 1977.
En aðaltilefni þessarar grein-
ar eru þær breytingar á skatta-
löggjöfinni, sem forsætisráð-
herra boðaði í stefnuræðu sinni
og fjármálaráðherra hefur lýst
í aðalatriðum. Hér mun fjallað
um tekjuskatt einstaklinga, en
síðar munu breytingar á regl-
um um fymingar og söluhagnað
verða teknar til meðferðar.
# Mýtt skattakerfi
í gildandi skattalögum gilda
sumir frádráttariiðir til útsvars
einvörðungu, enn aðrir og fleiri
til tekjuskatts einungis og sum-
ir til hvorutveggja. Fyrirhugað
er að skilgreina nýjan álagn-
ingargrunn, sem verði hinn
sami til tekjuskatts og útsvars,
sem er tvímælalaust til einföld-
unar í framkvæmd. Þessi grunn-
ur yrði svipaður og útsvars-
stofninn í dag, þ. e. nokkrir frá-
drættir mundu gilda áfram, svo
sem vegna skyldusparnaðar
unglinga, risnufjár og ferða-
laga; bifreiðakostnaður og
nokkrir aðrir liðir, allt sam-
kvæmt nánari ákvæðum.
Einfaldast væri í sjálfu sér
að fella alla aðra frádrætti nið-
ur, en svo róttæk breyting yrði
bæði á kostnað réttlætis, þar
sem minna tillit yrði tekið til
hinna tekjulágu en áður og sér-
stakra aðstæðna, og yrði eflaust
of róttæk til að vera fram-
kvæmanleg. Einnig má benda
á, að slík breyting gæti haft
í för með sér aukna tilhneig-
ingu til þess að færa ýmis gjöld
yfir á atvinnurekstur hjá þeim,
sem því geta við komið, nema
stóraukið aðhald og eftirlit
komi til. Þess vegna er fyrir-
hugað að veita áfram mikilvæg-
ar ívilnanir í formi afslátta frá
skatti (í stað frádrátta áður frá
tekjum). Þetta á við um gild-
andi sjómanna- og fiskimanna-
frádrætti, vaxtagjöld, útivinnu
hjóna að nokkru leyti og al-
mennan frádrátt frá launum.
Þessir almennu frádrættir, eins
og iðgjald af lífeyristryggingu,
bókakostnaður, gjafir til menn-
ingarmála, messusöngsgjald og
leikarafrádráttur yrðu samein-
aðir í einn afslátt frá skatti,
sem reiknaðist sem prósenta af
launum. Með þessum hætti yrði
sömu heildarívilnun endur-
dreift með einfaldari hætti.
Þetta kæmi þannig út hjá
venjulegum launþega, einhleyp-
ing eða hjónum, þar sem annað
vinnur heima, að frá tekju-
skatti yrði dreginn gildandi
persónuafsláttur, launaafslátt-
ur og vaxtagjaldaafsláttur, þ. e.
tveir afslættir í stað allra gild-
andi frádráttarliða. Alls gætu
afslættirnir farið upp í sex (ut-
an persónuafsláttar) hjá sjó-
mannshjónum, sem bæði vinna
úti og hafa barn á framfæri
sínu. Þessir sex afslættir kæmu
í stað 30-40 frádráttarliða í
gildandi lögum. Þarf vart að
orðlengja hve gífurleg einföld-
un þetta yrði í framkvæmd fyr-
ir skattstofur og í framtali fyr-
ir einstaklinginn, auk þess sem
þessar breytingar auðvelda alla
upptöku staðgreiðslu, ef af
yrði, og eru reyndar flestar for-
senda þess að af henni geti
orðið. Einstökum atriðum skal
nú lýst nánar.
# Áhrif afslátta í stað
frádrátta
Við skattalagabreytingarnar
1975 var m. a. stigið það skref
að breyta persónufrádrætti til
fulls í persónuafslátt, sömu-
leiðis persónufrádrætti vegna
barna, sem sameinaður var fjöl-
skyldubótum, sbr. gildandi
barnabætur. Þessar breytingar
höfðu þann mikla kost, að ýms-
ir frádrættir, sem ekki höfðu
nýst fólki til tekjuskatts, gátu
með því að breyta þeim í af-
slátt gengið upp í greiðslu út-
svars. Auk þess fengu margir,
sem ekki höfðu nýtt persónu-
frádrátt vegna barna, nú út-
FV 11 1976
25