Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 27

Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 27
Grelnar oo wlðlBI Breytingar á tekjuskatti einstaklinga eftir dr. Guömund Magnússon. prófessor Ekki er ýkjalangt síðan ég tók til meðferðar þá gagnrýni. sem fram hefur komið á tekju- skatt einstaklinga og benti á þau vandkvæði, sem afnám tekjuskatts hefði í för með sér. Síðan hafa nokkrir ráðherrar lýst því yfir að freista verði þess að bæta álagningarreglur fremur en leggja tekjuskattinn niður, enda er hann orðinn til- tölulega miklu minni tekjulind fyrir ríkissjóð en fyrir nokkrum árum. Beinir skattar voru 25% tekna ríkissjóðs samkvæmt fjár- lögum 1972, en eru um 15% í fjárlagafrumvarpi fyrir 1977. En aðaltilefni þessarar grein- ar eru þær breytingar á skatta- löggjöfinni, sem forsætisráð- herra boðaði í stefnuræðu sinni og fjármálaráðherra hefur lýst í aðalatriðum. Hér mun fjallað um tekjuskatt einstaklinga, en síðar munu breytingar á regl- um um fymingar og söluhagnað verða teknar til meðferðar. # Mýtt skattakerfi í gildandi skattalögum gilda sumir frádráttariiðir til útsvars einvörðungu, enn aðrir og fleiri til tekjuskatts einungis og sum- ir til hvorutveggja. Fyrirhugað er að skilgreina nýjan álagn- ingargrunn, sem verði hinn sami til tekjuskatts og útsvars, sem er tvímælalaust til einföld- unar í framkvæmd. Þessi grunn- ur yrði svipaður og útsvars- stofninn í dag, þ. e. nokkrir frá- drættir mundu gilda áfram, svo sem vegna skyldusparnaðar unglinga, risnufjár og ferða- laga; bifreiðakostnaður og nokkrir aðrir liðir, allt sam- kvæmt nánari ákvæðum. Einfaldast væri í sjálfu sér að fella alla aðra frádrætti nið- ur, en svo róttæk breyting yrði bæði á kostnað réttlætis, þar sem minna tillit yrði tekið til hinna tekjulágu en áður og sér- stakra aðstæðna, og yrði eflaust of róttæk til að vera fram- kvæmanleg. Einnig má benda á, að slík breyting gæti haft í för með sér aukna tilhneig- ingu til þess að færa ýmis gjöld yfir á atvinnurekstur hjá þeim, sem því geta við komið, nema stóraukið aðhald og eftirlit komi til. Þess vegna er fyrir- hugað að veita áfram mikilvæg- ar ívilnanir í formi afslátta frá skatti (í stað frádrátta áður frá tekjum). Þetta á við um gild- andi sjómanna- og fiskimanna- frádrætti, vaxtagjöld, útivinnu hjóna að nokkru leyti og al- mennan frádrátt frá launum. Þessir almennu frádrættir, eins og iðgjald af lífeyristryggingu, bókakostnaður, gjafir til menn- ingarmála, messusöngsgjald og leikarafrádráttur yrðu samein- aðir í einn afslátt frá skatti, sem reiknaðist sem prósenta af launum. Með þessum hætti yrði sömu heildarívilnun endur- dreift með einfaldari hætti. Þetta kæmi þannig út hjá venjulegum launþega, einhleyp- ing eða hjónum, þar sem annað vinnur heima, að frá tekju- skatti yrði dreginn gildandi persónuafsláttur, launaafslátt- ur og vaxtagjaldaafsláttur, þ. e. tveir afslættir í stað allra gild- andi frádráttarliða. Alls gætu afslættirnir farið upp í sex (ut- an persónuafsláttar) hjá sjó- mannshjónum, sem bæði vinna úti og hafa barn á framfæri sínu. Þessir sex afslættir kæmu í stað 30-40 frádráttarliða í gildandi lögum. Þarf vart að orðlengja hve gífurleg einföld- un þetta yrði í framkvæmd fyr- ir skattstofur og í framtali fyr- ir einstaklinginn, auk þess sem þessar breytingar auðvelda alla upptöku staðgreiðslu, ef af yrði, og eru reyndar flestar for- senda þess að af henni geti orðið. Einstökum atriðum skal nú lýst nánar. # Áhrif afslátta í stað frádrátta Við skattalagabreytingarnar 1975 var m. a. stigið það skref að breyta persónufrádrætti til fulls í persónuafslátt, sömu- leiðis persónufrádrætti vegna barna, sem sameinaður var fjöl- skyldubótum, sbr. gildandi barnabætur. Þessar breytingar höfðu þann mikla kost, að ýms- ir frádrættir, sem ekki höfðu nýst fólki til tekjuskatts, gátu með því að breyta þeim í af- slátt gengið upp í greiðslu út- svars. Auk þess fengu margir, sem ekki höfðu nýtt persónu- frádrátt vegna barna, nú út- FV 11 1976 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.