Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 93
AUGLÝSING
Karnarbær hf.:
PIONEER - tvöfaldur spennugjafi
mýkri hljómur, minni bjögun
í hljómplötudeildinni í
KARNABÆ eru á boðstólum
margar gerðir a£ hljómburðar-
tækjum og hátölurum, m. a.:
PIONEER, JBL, HARMON/
KARDON, KLH, TANNOY,
SHARP, OROFON og TDK
snældur.
PIONEER er kunnugt nafn
hér heima og erlendis og við-
skiptavinir geta valið um dýr
og ódýr tæki í mismunandi
gæðaflokki, allt frá kr. 140.000
í kr. 1.500.000. Er þá um plötu-
spilara, magnara og tvo hátal-
ara að ræða. Óski væntanlegur
viðskiptavinur eftir sérstöku
tæki eða hlut er sérpöntiin gerð
og afgreidd innan nokkurra
vikna.
Greiðsluskilmálar eru mögu-
legir og tíðkast að viðskiptavin-
ur greiði 45% af kaupverði við
útborgun, en eftirstöðvar með
jöfnum afborgunum á tíu mán-
uðum.
Þegar talað er um gæði
hljómflutningstækis þá ber
væntanlegum viðskiptavini
ætíð að hafa í huga að hljóm
flutningssmekkur er jafn
breytilegur eins og tískusmekk-
ur manna. Sérfræðingarnir í
Karnabæ gáfu sér eina for-
sendu og hún var sú, að ef
væntanlegur kaupandi hefur
yfir 60 fm herbergi að ráða og
vill kaupa sér hljómburðar-
tæki, þá mundu þeir ráðleggja
honum að kaupa sér magn-
ara án útvarps, sem heitir
PIONEER SA 7500 (2x40 rms)
eða PIONEER útvarpsmagnara
SX 750 (2x50 rms) og hljóm-
flutningstæki af gerðinni
HARMON/KARDON 430 (2x25
rms) með tvöföldum spennu-
gjafa. En þessi tvöfaldi spennu-
gjafi er að mati forsvarsmanna
Karnabæjar það sem koma mun
í öll góð hljómflutningstæki,
sem þýðir mýkri hljóm, minni
bjögun og þar af leiðandi meiri
ánægju af hljómflutningi. Þá
lögðu Karnabæjarmennirnir
áherslu á að væntanlegur kaup-
andi veldi sér allra fyrst há-
talara, en á boðstólum eru 15-
20 gerðir af mismunandi hátöl-
urum, og ætti því hver og einn
að geta valið sér hátalara, sem
gefur eyrum hlustandans þýð-
asta og besta hljóðið.
Að lokum skal þess getið að
PIONEER, „brautryðjandinn“,
hefur 45 ára reynslu í starf-
semi sinni og afgreiðir tæki sín
til 104 landa. Síðast en ekki
síst: 3-5 ára ábyrgð er á tækj-
um frá PIONEER, sem segir
sína sögu.
ÖDpioimeer
SJÁVARFRÉTTIR
BLAÐ SJAVAROTVEGSINS
Áskriftar- og auglýsingasímar: 82300-82302
FV 11 1976
91