Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.11.1976, Qupperneq 22
Sovézk sjónarmið Tæknin og viðskipti austurs og vesturs Eftir Gleb Spiridonov, fréttaskýranda APIM Svo virðist sem það sé fáum kunnugt, að við smíði hljóðfráu þotunnar bresk-frönsk'u, Concord, var notuð sovésk tækni við framleiðslu stálsins í vélina. Enginn gerir það heldur að stórfrétt, að ítölsk fyrirtæki nota sovéskt gufukælikerfi fyrir bræðsluofna, völsunarbúnað, hannaðan af sovéskum sér- fræðingum, o.fl. ný og fullkomin sovésk tæki. Vestræn blöð þegja um það, að á sl. fimmtán árum hafa Sovétríkin selt tvöfalt fleiri einkaleyfi til Bandaríkjanna heldur en þau hafa keypt af banda- rískum fyrirtækjum. Sovétríkin hafa selt tsekni- þekkingu til marg.ra landa, m.a. þróaðra auðvaldsríkja. Enginn sér neitt óvanalegt við þetta fyrirbæri á heimsmarkaðnum né auglýsir það sérstaklega. En kaupi Sovétríkin tækniþekk- ingu frá auðvaldslöndunum, er gert veður út af „tæknilegu gjaldþroti“ sovésks efnahags- lífs og „spaklegar“ ályktanir eru dregnar af því þess efnis, að án hjálpar vestrænna ríkja muni Sovétríkin ekki leysa vandamál tíundu fimm ára á- ætlunarinnar og það sé yfirleitt vart nokkur ástæða fyrir vest- ræn auðvaldsríki að bjarga austrænum sósíalistaríkjum. „FRÁLEITAR ÁLYKTANIR1 Sérhverjum hlutlausum fréttaskýranda má vera ljóst, hve fráleitar þessar ályktanir eru og fjarri raunverulegu á- standi mála. Eru þær sprottnar af þeirri ósk vissra afla á Vest- urlöndum að spilla fyrir vin- samlegum samskiptum þjóð- anna og hamla gegn spennu- slökun. í viðtali sínu við franska sjónvarpið 5. október sl. sagði Leonid Bréznéf, aðal- ritari miðstjórnar Kommúnista- flokks Sovétríkjanna: „Þeir, sem halda að við þörfnumst sambanda og skipta á sviði efnahagsmála, vísinda og tækni meira 'heldu.r en aðrir, þeim skjátlast. Allur innflutningur Sovétríkjanna frá auðvalds- löndunum nemur aðeins 1.5% af heildarþjóðarframleiðslu okkar. Hann hefur því augljós- lega ekki úrslitaþýðingu fyrir sovéska efnahagsþróun.“ í sambandi við þróun fram- leiðsluafla sinna treysta Sovét- ríkin fyrst og fremst á eigin auðlindir og möguleika, á öfl- uga vísinda- og tæknigetu sína. Sovétríkin hafa forustu á mik- ilsverðum sviðum vísinda og tækniframfara — á sviði kjarn- orkunotkunar, geimrannsó'kna, orkuvinnslu, nútíma málm- vinnslu, o.fl. Land okkar bygg- ir á breiðum og fjölþættum grunni vísindaþekkingar og rannsókna og hefur á að skipa fjölmennum hópi vísinda- manna, verkfræðinga og tækni- fræðinga sem raunverulega ráða úrslitum um vísinda- og tækniframfarir. Aðeins á sl. fimm árum hafa yfir 200 þús- und uppfinningar verið skráð- ar í Sovétríkjunum. Sovéskur iðnaður getur framleitt hvaða nútima tæki sem er. Sovétríkin, ráða yfir öflugum vísinda- og tæknimætti og hafa alla möguleika til að leysa hvaða vandamál sem er á sviði vísinda og tækni, en líkt og önnur ríki leitast þau samtímis við að nýta kosti alþjóðlegrar verkaskiptingar í því skyni að skapa sér aukin tækifæri til að leysa efnahagsleg viðfangsefni, spara tíma, gera framleiðsluna virkari og hraða visinda- og tækniframförum. AUKIN TENGSL VIÐ AUÐ- V ALDSLÖND Að sjálfsögðu eru víðtækust efnahags-, vísinda- og tækni- tengsl og stöðug skipti á tækni- þekkingu milli Sovétríkjanna og sósíalísku ríkjanna, sem eru aðilar að Ráði gagnkvæmrar efnahagsaðstoðar (CMEA). Þessi samskipti þróast á traust- um langtímagrundvelli og hjálpa hverju landanna um sig til að leysa sín efnahagsvanda- mál, Jafnframt hafa tengsl Sov- étríkjanna við auðvaldslöndin á þessu sviði einnig aukist veru- Svifnökkvar frá Sovétríkjunum eru nú notaðir á Vesturlöndum, m.a. á Thames-á í London. 20 FV 11 1976
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.