Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 34

Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 34
Vandamál forstjórans Að velja §ér framkvæmdastjóra Sagt frá ráðleggingum fulltrúa tveggja bandarískra ráðningafyrirtækja Forstjórar eyða gjarnan miklum tíma til bess að hafa uppá og ráða til sín framkvæmdastjóra, — oft til þess eins að verða fyrir vonbrigðum. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir slíkt? Til þess nð reyna að svara þessari spurningu var leitað til ráðgjafa tveggja ráðningarfyrirtækja og þeir beðnir að lýsa reynslu sinni á þessu sviði. Það eru bandarísku fyrirtækin MORIARTY/FOX í Chicago, og DAVIDSON ASSOCIATION í Lexington, Mass., sem benda hér á mikilvægustu at- riðin að þeirra mati. Davidson: — Þegar við reyn- um að finna heppilegan ein- stakling til að gegna starfi framfkvaBmdastjóra vitum við að rétt val byggist á tveimur atriðum framar öðrum: að ein- staklingurinn hafi það sem fyr- irtækið vantar og að hann sé sú manngerð sem forstjóranum geðjast að. Hlutfallið er 50/50. 50% líkur á að rétt sé valið, byggisrt á því sem umsækjand- inn getur gert fyrir fyrirtækið og 50% á því hvort forstjóran- um og umsækjandanum semst. Jafnvel þótt umsækjandinn sé sá færasti á sínu sviði (,,toppmaður“) eru líkurnar á því að hann komi fyrirtækinu að fullu gagni 50% minni ef framkoma hans og viðmót er eklki forstjóranum að skapi. Fox: — Geðjast forstjóran- um eða yfirmanninum að um- sækjandanum? Hvernig kann umsækjandinn við sinn vænt- anlega yfirmann? Hvernig mundi þeim falla hvor við ann- an í nánu samstarfi? Hér er um að ræða atriði sem eru ein- göngu tilfinningalegs eðlis, hef- ur ekkert að gera með dóm- greind. Þetta er eitthvað sem býr í undirmeðvitundinni og gæti flokkast sem hugboð. Geðj- ist aðilum ekki hvor að öðrum, skapast strax óþægilegt og jafnvel þreytandi ástand í sam- skiptum forstjórans og fram- kvæmdastjórans, sem fyrr eða síðar verður óþolandi. Við höf- um oft orðið vitni að þessu. RÉTTA MANNGERÐIN Forstjóra getur verið Ijós nauðsyn þess að ákveðið trún- aðarsamband sé á milli hans og framkvæmdastjóra. Engu að síður getur hann vanmetið nauðsyn trúnaðarsambands milli stjórnar fyrirtækis og ný- ráðins framkvæmdastjóra. Nú er það svo að trúnaðarsamband þarf tíma til að þróast, en á- kveðnar forsendur þess þurfa að vera til staðar strax frá byrjun. Þessar forsendur geta verið í mynd hliðstæðs bakgrunns, t.d. menntunar eða samskonar af- stöðu til viðskipta, í víðri merk- ingu. Séu þessar forsendur til staðar eru miklar líkur á því að trúnaðarsamband skapist með tímanum og gagnkvæm til'lits- semi í starfi. Það er því mikil- vægt að forstjórinn viðurkenni, að hinn nýi framkvæmdastjóri þurfi, auk þess að vinna með forstjóranum, að fá tækifæri til að öðlast traust yfirmanna for- stjórans. Þótt samskipti nýja fram- kvæmdastjórans við yfirmann eða yfirmenn forstjórains séu ekki teljandi, getur komið að því að þau verði afgerandi. Ætli framkvæmdastjórinn að leggja fram mikilvæga tillögu til endurbóta á einhverjum þætti starfseminnar sem hann telur sig gjörþekkja, gæti svo farið að yfirstjórnin samþykkti ekki tillöguna vegna vantrausts á framkvæmdastjóranum. Af- leiðingin yrði sú að starfshæfni framkvæmdastjórans væri hndkkt og, að vissu leyti, starfs- hæfni forstjórans einnig. FRAMGJÖRN OG STAÐFÖST Bæði Davidson og Fbx leggja áherzilu á nauðsyn þess að sam- ræmi sé milli menntunar og reynslu umsækjanda annars vegar og rekstrarstefnu fyrir- tækis hins vegar. Þeir skil- greina rekstrarstefnu fyrirtæk- is frá því að vera framgjarna og að því að vera staðfasta. í flokki hraðstígra, f.ram- gjarnra fyrirtækja eru snyrti- 34 FV 4 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.