Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 59

Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 59
Eyrarbakki: „Brú yfir Ölfusárósa og slit- lag á veginn til Selfoss bryn úrlausnarefni” — segir Þdr Hagalín, sveitarstjóri Það sem einkennir tilveru okkar er lítið svigrúm til allra framkvæmda, sagði Þór Hagalín sveitar- stjóri á Eyrarbakka þegar Frjáls verslun heimsótti hann fyrir skömmu. — Við búum við sivaxandi þörf fyrir framkvæmdir án þess að ráða. við þær. Orsakirnar er fyrst ög fremst að finna í því, að fram undir 1970 hafði þorpið átt 50 ára samfell dan samdrátt að baki. sem dæmi get ég nefnt að 1919 voru 965 íbúar á Eyrarbakka. Arið 1961 voru íbúamir 460. Svona fækkun hefur óhjákvæmi- Iega í för með sér, að meðalaldur verður ákaflega hár og tekjur og framkvæmdageta sveitarfélags- ins þar af Ieiðandi rýrar. — Síðan 1967 hefur stöðugt f jölgað í 'þorpinu og geri ég ráð fyrir að bætt hafnaraðstaða og betri útgerðargrundvöllur eigi sinn þátt í þvi. En f jölgunin er fyrst og fremst ungt fólk með börn. Aldurssamsetning íbú- anna hérna er nú þannig, að 34% eru 15 ára og yngri en 12% yfir 67 ára. Þetta eru hóp- ar sem kalla á ákveðna þjón- ustu af hálfu sveitarfélagsins, en hins vegar hefur sveitarfé- lagið ekki tekjur af þessum aldurshópum. Tekjurnar af út- svörum, aðstöðugjöldum og fasteignaskatti eru 20% lægri hjá ofckur en landsmeðaltal í þéttbýli. LÍTILL SKILNINGUR ALÞINGIS — Nú er það alltaf ákveðið lágmark af tekjum sveitarfé- lags, sem fer í beinan reksturs- kostnað, sagði Þór. — Meðal- talið er eitthvað um 60—70%. Rekstrarútgjöldin eru þau sömu hjá okkur og annars stað- ar, en tekjurnar þetta lægri. Það þýðir það, að við þykjumst góðir ef við getum látið 10— 15% af tekjunum í fram- kvæmdir. Á þessum málum hefur Alþingi sýnt lítinn skiln- ing og ekki framkvæmt þá hugsun, sem hlýtur að hafa leg- ið að baki Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga. Sá sjóður starfar nú Þór Hagalín, sveitarstjóri á Eyrarbakka. þannig, að hann greiðir öllum sveitarfélögum sömu upphæð á íbúa, hvernig sem tekju- möguleikar sveitarfélagsins eru og hvernig þeir eru nýttir. Ef þessi sjóður á að verða til að- stöðujöfnunar milli sveitarfé- laga, þá þyrfti hann að bæta þeim sveitarfélögum sem nýta tekjumöguleikana til fulls og telja sig þurfa á fé að halda, það sem á vantar að þau nái landsmeðaltali í tekjum. f þessu sé ég megininntak í öllu tali um byggðastefnu. — í rauninni er ástandið þannig hjá okkur í dag, að við gætum ekki tekið við stórum hópi fólks, sem vildi setjast hér að, sagði Þór. — Við myndum hreinlega fara á hausinn. BRÝN ÚRLAUSNAREFNI í SAMGÖNGUM — Ef ég á að fjalla um verk- efni sveitarfélagsins, þá vil ég nefna framkvæmdir sem þyrfti að gera, en eru ekki á okkar valdi, sagði Þór. Það eru tvö mál sem snerta samgöngur staðarins. Annars vegar er það brúun Ölfusárósa og hins vegar lagning bundins slitlags á veg- inn til Selfoss. Þótt mikið átak hafi verið gert hér í hafnar- málum er höfnin ekki það stór eða góð, að bátar yfir 100 tonn- um geti athafnað sig í henni. Stærstu bátarnir ofckar verða að nota Þorlákshöfn sem lönd- unarstað og síðan er aflanum ekið 50 kílómetra leið, þ.e.a.s. PV 4 1977 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.