Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 75

Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 75
ræst. Því það er ekki nóg me'ð að þessum aðilum gangi vel sambýlið heldur búa þeir nú í húsnæði, sem er ódýrara en gengur og gerist úti í bæ. Það hefur líka sýnt sig að þau fyrir- tæki, sem hér eru til húsa, hafa stækkað örar en sambærileg fyrirtæki úti í bæ og það bend- ir vissulega til þess að þetta umhverfi sé þeim í hag. Síðan barst talið að hinu fyr- irtækinu — Frum. — Það hefur sýnt sig að öll fyrirtækin, sem hér eru til húsa cg notfæra sér þjónustu Frum, eru mjög ánægð, sagði Árni. — Til að byrja með heyrðust hér raddir um að þjónusta okk- ar væri þess eðlis að það borg- aði sig miklu betur að annast hana sjálfur, þar á ég t. d. við póstþjónustu, verðútreikninga, gerð tollskýrslna og fleira. Menn gerðu sér greinilega ekki ljóst að heildsalar, sem eyða tíma sínum í þessi verk, eru að nota dýran vinnukraft, oft- ast dýrasta vinnukraftinn, þá sjálfa, í snatt, sem ótrúlega mikill tími fer í. SPARNAÐUR 3-4 MILLJ. Á FYRIRTÆKI — Nú höfum við líka í aug- ljósum reikningsdæmum stað- festingu á þeim sparnaði, sem felst í því fyrir fyrirtækin að notfæra sér þá sameiginlegu þjónustu, sem við bjóðum upp á. Gróft reiknað hefur komið í Ijós að meðalstórt fyrirtæki hér sparar 3-4 milljónir á ári með því. Mestur sparnaður felst í því fyrir fyrirtækin að noi- færa sér telexþjónustu okkar, aksturinn, póstþjónustuna og tollskýrslugerðina. Ef hvert fyrirtæki fyrir sig þyrfti að hafa sinn eigin telex þyrftu þau að greiða 59 þúsund krónur á mánuði í fastagjald til Pósts og síma. Hér þurfa þau að greiða 8 þúsund krónur á mán- uði fyrir sömu þjónustu. Gera má ráð fyrir að fyrirtæki, sem annast sjátft tollskýrslugerð, eyði í það um 2.6 milljónum á ári. Hér borga þau 1 milljón króna. Ég læt þessi tvö dæmi duga, en þannig væri hægt að bera saman alla þjónustuliðina og útkoman yrði alltaf okkur í hag miðað við þann heildsala, sem þarf að annast allt sjálfur. Næsta skref í samstarfsátt hér í Sundaborg, sem Frum h.f. vinnur nú að, er kaup á tölvu- samstæðu, sem fyrirtækið mun reka, og annast allt bókhald, þ. e. fjárhags-, viðskipta- og birgðabókhald, fyrir fyrirtækin hér. Stefnum við að því að þróa hér sérhæfða tölvuvinnslu fyr- ir heildverslanir og bjóða þá jafnframt þjónustuna út fyrir veggi hússins, en brýn þörf er nú í atvinnugreininni fyrir slíka vinnslu. Hjá Frum vinna í dag 8 manns. Þrír eru í tollasamstarfi, 1 í bæjarferðum, 2 í tollskýrslu- gerð, 1 vélabókari, 1 gjaldkeri, 2 í mötuneyti og síðan fram- kvæmdastjórinn. Jarðvinnuverktakar og leiga á vinnuvélum ÝTUTÆKNI HF. Sími 52222 Trönuhrauni 2 Hafnarfirði FV 4 1977 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.