Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 14
Byggðamál
IVIeðaltekjur lækkuðu í
Reykjavík og Reykjanesi
miðað við landsmeðaltal 1975
Lægstar meðaltekjur á IMorðurlandi vestra
„Nokkrar breytingar urðu á þróiun mannfjölda árið 1976 frá fyrra ári. Þjóðinni í heild fjölgaði
nú hægar en undanfarin ár. Orsakir þessa eru aðallega tvennar. Annars vegar hefur flutningur
fólks itil útlanda aukist mjög. Hins vegar hefur fjöldi fæðinga staðið nokkurn veginn í stað.
Þessar breytingar eiga væntanlega að nokkru leyti rætur sínar að rekja til ástandsins í atvinnu-
og efnahagsmálum“.
Þetta segir í greinargerð frá
byggðadeild Framkvæmda-
stofnunar ríkisins um fram-
vindu byggðamála 1976. Þess
má geta varðandi flutning fólks
til útlanda að brottfluttir voru
árið 1976 326 fleiri en aðfluttir.
1975 höfðu aðfluttir hins vegar
verið 328 fleiri en brottfluttir.
Á höfuðborgarsvæðinu fjölg-
aði íbúum um 0,6%, en þjóðinni
allri um 0,85% á árinu 1976.
Flutningur fólks í úthverfi
borgarinnar heldur áfram, en
í eldri bæjarhlutum fækkar.
Fjölgun á Reykjanesi var
1,3%. í Grindavík fjölgaði um
3,9% og í Keflavík um 1,9%.
fjölgaði um 6,3% og á ísafirði
um 1,3%. Á Patreksfirði fjölg-
aði lítið, og fækkun varð víð-
ast hvar annars staðar, bæði í
þéttbýli og sveitum. Á Hólma-
vík fjölgaði þó fólki um 3,2%
og á Flateyri um 2,2%. Á báð-
um þessum stöðum hefur verið
stöðnun eða fækkun undanfar-
in ár.
Á Norðurlandi óx mann-
fjöldi um 1,6%. Á Akureyri
fjölgaði um 2,8%. Bein íbúa-
fjölgun þar varð þannig nær
helmingur fjölgunar á öllu höf-
uðborgarsvæðinu. Á Húsavík
fjölgaði fólki um 5% og á Sauð-
árkróki um 4,3%. Mest varð
hlutfallsleg íbúafjölgun á
Hvammstanga, 10,3%. Á Rauf-
arhöfn varð 5,7% vöxtur á
mannfjölda. í nær öllum þétt-
býlisstöðum norðanlands fjölg-
aði nokkuð. Verður árið 1976
að teljast tímabil öflugrar þétt-
býlisþróunar á þessu svæði.
MEST HLUTFALLSLEG
FJÖLGUN Á
AUSTURLANDI
Af einstökum landshlutum
fjölgaði hlutfallslega mest á
Austurlandi, 2%. Mest fjölgaði
fólki á Egilsstöðum, 6%, en
vöxturinn varð mjög miknl
AFTURKIPPUR Á
VESTURLANDI
Á Vesturlandi varð mikill aft-
urkippur í vexti, miðað við árið
á undan, og varð því sem næst
engin mannfjöldabreyting á
svæðinu árið 1976. Þó fjölgaði
um 4,5% í Borgarnesi, um 0,6%
á Akranesi, 2,2% í Ólafsvík og
6,4% í Laxárdalshreppi (þ.m.
t. Búðardalur). Fækkun varð í
þéttbýlisstöðum á norðanverðu
Snæfellsnesi öðrum en Ólafs-
vík.
Á Vestfjörðum varð sams
konar breyting og á Vestur-
landi, ef á heildina er litið. Þar
var aukning árið 1975, en síð-
astliðið ár jókst mannfjöldi ein-
ungis um 0,1%. í Bolungarvík
í heildina litið var atvinnuleysi ekki mikið á landinu 1976 Þessi
mynd er frá Skagaströnd.
14
FV 5 1977