Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 7
í stuttu máli # Framrúöutryggingar bifreiöa Það kom fram í ræðu stjórnarfor- manns Samvinnutrygginga, að hæpinn rekstrargrundvöllur virðist vera l'yrir rekstri l'ramrúðutrygginga hér á landi. Hjá Samvinnutryggingum kom þessi tryggingagrein út með 18,7 milj. kr. tapi árið 1976, og er það lítið eitt hærri upphæð en tapið á henni var árið 1975. Það licfur einnig komið í ljós, að lang- flest tjón í þessari tryggingagrein virð- ast verða á vissum stöðum á landinu. Slæmir staðir í þessu sambandi eru t.d. vegurinn um Melasveit, vegurinn undir Hafnarfjalli, svo og vegurinn frá Þjórsá og austur fyrir Hvolsvöll. Var bent á það á fundinum að sennilega stæði þetta í sambandi við gerð ofaní- burðar á þessum vegarköflum, og kæmi ])að því væntanlega til kasta Vcgagerð- arinnar að reyna að bæta hér úr. # Sambandsfiskurinn Framleiðsla allra frystra afurða hjá frystihúsunum innan Félags Sambands- fiskframleiðenda varð 20.622 lestir árið 1976, sem er 2,0% minna en árið á und- an. Bolfiskfrysting hjá þessum liúsum varð 18.513 lestir, og er það 7,1% minna en 1975. Þessi samdrátturí fryst- ingu virðist einkum eiga sér þrenns konar orsakir, í fyrsta lagi tímabundna truflun á hráefnisöflun til einstakra liúsa, í öðru lagi að meira hráefni en áður hafi farið til skreiðarframleiðslu, og í þriðja lagi verkloll á vetrarvertíð 1976. Árið 1976 varð hlutdeild Sjávaraf- urðadeildar í heildarvöruútflutningi landsmanna 10,5%, og í heildarútflutn- ingi sjávarafurða 14,5%. Hlutur deild- arinnar í heildarútflutningi á freðfiski varð 24,4%. í loðnumjöli 15,6% og í fiskimiöli 12,9%. Bandaríkin voru sem fyrr þýðingar- mesti markaðurinn fyrir frystan fisk, og fór 86,6% af freðfiskútflutningi deildarinnar þangað. Til Sovétríkjanna fór 12,2%, og til annarra landa 1,2%. 0 Tízkusýningarnar Tískusýningarnar í Blómasal Hótel Lol'tleiða eru hafnar að nýju og verða í hádegisverðartíma á hverjum föstu- degi til 2. september n.k. Ekki verður unnt að telja upp allt það sem sýnt verður, en hér eru flíkur allt frá íslenskum ullarnærfötum til dýrindis samkvæmisklæðnaðar, en alll unnið úr íslenskri ull. Margar flíkur eru handprjónaðar eða unnar í heimahús- um og litlum verksmiðjum víðs vegar um land. Þá mun Guðrún Vigfúsdóttir frá Isafirði sýna handofinn klæðnað og Jens Guðjónsson gullsmiður sýnir silf- urskraut. Það nýmæli verður á tískusýningun- um að nú verður sýnd tóvinna og sér frú Sigrún Stefánsdóttir um þann þátt sýningarinnar. I hlómasal stendur gestum til boða mikill fjöldi rétta og þar er í hverju hádegi kalt horð með um 60 réttum. 0 Trúfélögín Mannfjöldinn 1. desemher 1976 skipí- ist á trúfélög sem hér segir: AIls ' 220545 Þjóðkirkjan 204915 Frikirkjan í Reykjavik 6437 Óháði söfnuðurinn í Reykjavík 1439 Fríkirkjan í Hafnarfirði .... 1723 Kaþólskir 1433 Aðventistar 646 Hvítasunnusöfnuður 638 Sjónarhæðarsöfnuður 60 Vottar Jehóva 301 Baháisöfnuður 112 Ásatrúarsöfnuður 77 önnur trúlelög og ótilgreint . . 227 Utan trúfélaga 2537 FV 5 1977 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.