Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 67
ísland er eitt auðugasta land heims af náttúruauðæfum, fallegu Iandslagi og óspilltu
umhverfi. Búast má við að fjöldi manna noti því sumarleyfi sitt til þess að skoða land-
ið og aka hringveginn. Þess vegna fer Frjáls verzlun í hringferð um landið með
lesendur sína og fjallar uai aðstæður á hótelum utan Reykjavíkur, samkvæmt upp-
lýsingum forstöðnmanna þeirra. Upplýsingar hafa þó ekki borizt frá ölliun hótelum,
sem samhand var haft við.
HÓTEL AKRANES,
Bárugötu, sími 93-2020.
Gisting: Á Hótel Akranesi eru 12, eins, tveggja
og þriggja manna herbergi. Verð á eins manns
herbergi á sólarhring er kr. 2.520, tveggja manna
herbergi kr. 3.600 og verð á þriggja manna her-
bergi er kr. 4.550. Allar máltíðir eru á boðstól-
um.
Hótelstjóri: Jón Ingi Baldursson.
HÓTEL BORGARNES,
Borgarnesi, símar 93-7119 og 7219.
Gistinig: Hótel Borgarnes hefur yfir að ráða 10
herbergjum á hótelinu og 3 herbergjum í bæn-
um. Bað er á hverjum gangi. Verð á eins manns
herbergi yfir sólarhringinn er kr. 2.895, en verð
á tveggja manna herbergi er kr. 3.860. Hjóna-
herbergi kostar kr. 4.250 og með baði kr. 5.985.
Aukarúm í herbergi kostar kr. 1.160. Morgun-
verður er seldur frá kr. 700—810. Aðrar máltíðir
eru samkvæmt matseðli. Cafetería er á hótelinu
og þar eru á boðstólum grillréttir, ýmsir smá-
réttir, smurt brauð, kökur, kókó, öl og gos-
drykkir o.fl. Hótelið býður upp á góða aðstöðu
til ráðstefnu- og fundarhalda. Rétt við hótelið er
golfvöllur og mikil veiði í ám og vötnum í ná-
grenninu.
Hótelstjóri: Ólafur Reynisson.
HÓTEL EDDA,
Reykholti, Borgarfirði.
Gisting: Á hótelinu eru 64 herbergi, en verð
á eins manns herbergi með 'handlaug er kr. 2.850.
Verð á tveggja manna herbergi með handlaug er
kr.3.800. Svefnpokapláss kostar kr. 950. Morgun-
verðarhlaðborð er á kr. 700, en verð á öðrum
máltíðum er samkvæmt matseðli. Á hótelinu er
setustofa og sundlaug. Opið er frá miðjum júní
til ágústloka.
Hótelstjóri: Vilhjálmur Einarsson.
•
HÓTEL VARMALAND,
Varmalandi, Borgarfirði.
Gisting: Hótel Varmaland mun í sumar verða
rekið af Sumarheimilinu Bifröst. 11 tveggja
manna herbergi með handlaug eru á hótelinu og
3 eins manns herbergi.
Morgunverður samkvæmt verðskrá Eddu-
hótelanna, en engar veitingar eru framleiddar
yfir daginn.
Hótelstjóri: Freysteinn Sigurðsson.
•
SUMARHEIMILIÐ BIFRÖST,
Bifröst, Borgarfirði.
Gisting, orlofsdvöl: 18 tveggja manna herbergi
með handlaug og 8 þriggja manna herbergi með
sér snyrtingu og sturtu. Sumartíminn júní, júlí
og ágúst er skipulagður fyrir viku orlofsdvalir,
ráðstefnur og fundi.
2ja manna herbergi í viku með öllum búnaði
kostar kr. 19.800. 3ja manna herbergi í viku
með öllum búnaði kr. 29.700. ’Frítt er fyrir börn
á herbergjum foreldra.
7 morgunverðir og 7 heitar máltíðir kr. 9.000.
7 morgunverðir og 14 heitar máltíðir kr. 14.000.
Frítt er fyrir börn yngri en 8 ára, en hálft gjald
fyrir börn 8—12 ára.
Hótelstjóri: Guðmundur Arnaldsson.
FV 5 1977
67