Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 49
in verkaskipting í störfum inn- an ráðsins og skrifstofu þess. Starfandi hafa verið landkynn- ingarnefnd, ráðstefnunefnd, umhverfisnefnd, stjórnarnefnd Ferðamálasjóðs og nefnd varð- andi námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn. Störf þessara nefnda lýsa þeim helstu mála- flokkum er á dagskrá hafa ver- ið — að vísu hefur þokast mis- munandi langt í hinum ýmsu málaflokkum, en alls staðar hefur verið lögð fram mikil undirbúningsvinna og væntan- lega von á meiru eftir því sem timar liða. Úttekt á stöðu Ferðamála- sjóðs og viðskiptamanna hans hefur verið sérstaklega tíma- frekt verkefni. Við viljum vinna að því að lánakjör í þess- ari atvinnugrein verði gerð bærilegri heldur en þau hafa verið til þessa og er þess nú vænst, að einhver breyting til batnaðar komi senn í ljós. Þó verða menn að hafa í huga, að útilokað er að sjóðurinn geti lánað út með betri kjörum en hann sjálfur býr við, en öll þessi mál eru viðameiri en svo, að þeim verði gerð skil í stuttu viðtali. Við höfum ennfremur áhuga fyrir því að taka umhverfis- og náttúruverndarmál nýjum og ferskum tökum og er þar átt við umhverfismál í víðtækasta skilningi, jafnt í byggð sem ó- byggð. Höfum við lítillega kynnt þau mál upp á síðkastið og er það væntanlega eingöngu byrjunin. — Hvað hefur ráðið mikið fjánnagn til ráðstöfunar, hvcrj- ar em tckjulindirnar og hvern- ig skiptast útgjöldin á einstök verkefni? — Megin tekjustofn Ferða- málaráðs er ákveðin hundraðs- hluti af sölu Fríhafnarinnar í Keflavik og þar að auki fram- lag af fjárlögum í sambandi við rekstur ráðsins. Fjármál Ferða- málasjóðs eru að mestu leyti þar fyrir utan. Tekjustofninn frá Frihöfninni á siðasta ári, sem var hluti ársins nam um 63 millj. kr. Erfitt er að segja til um hver upphæðin verður á þessu ári, en væntanlega ICEIAND Practical Information forTourists 1977 lceland Tourist Board Mikilvægt takmark er að laða fleiri ferðamenn hingað til Iands. verður hún ekki mikið undir 100 millj. kr. — vonandi eitt- hvað fram yfir það. Ekki hafa enn verið gerðar væntanlegar tillögur í sam- bandi við fjárlög 1978 varðandi reksturskostnað, en við gerum að sjálfsögðu okkar tillögur og leggjum á það ríka áherslu, að Fríhafnarframlagið verði ekki skert þannig að það nýtist til fulls í sambandi við þá mála- flokka, sem því er ætlað að renna til, sbr. 8. gr. laga um skipulag ferðamála. — Ferðamálaráð hefur ný- Iega fjallað um náttúruvernd- armál og ástandið á fjölsóttum ferðamannastöðum hérlendis. Opinberlega liefur komið fram gagnrýni á ótakmarkaðan ferðamannastraum á fegurstu staði á hálendi Islands. Hvern- ig hyggst Ferðamálaráð stuðla að hóflegum iúrisma á þess,um slóðum? Verða settar takmark- anir á ferðaframboð til öræfa landsins? — f skýrslu sem Ferðamála- ráð gaf út fyrir skömmu, fyrir tilhlutan Umhverfisnefndar þess, þar sem vandamál í ó- byggðum voru sérstaklega rak- in, er gerð ítarleg grein fyrir ýmsum vandamálum, sem tengj- ast ferðalögum okkar sjálfra og gesta okkar í óbyggðum og á hálendinu — ekki hvað síst í ýmsum náttúruvinjum, sem við viljum bæði varðveita og njóta i senn. Megin inntak þess- arar skýrslu er það, að þó að cf víða hafi varðveislan ekki verið sem skyldi, geti bæði varðveisla og not farið saman, en þó því aðeins að stóraukið verði eftirlit, skipulag bætt og ekki síst fræðsla og leiðbein- ingar um æskilega framkvæmd ferðamála á þessum stöðum, þar sem t.d. gróður er víða við- kvæmur. Ég er eindregið þeirrar skoð- unar, að með nýju skipulagi og því góða samstarfi sem t.d. hef- ur skapast milli Ferðamálaráðs, Náttúruverndarráðs og ýmissa áhugamannasamtaka, þá verði hægt að komast hjá því að setja sérstakar takmarkanir á um- ræddar ferðir. Þetta kostar hins vegar mikla vinnu, eftir- lit og að sjálfsögðu fjármagn. Hér er á ferðinni mjög viða- mikið og mikilvægt mál, sem Ferðamálaráð vill taka föstum tökum. Ferðamálaráð hvetur ennfremur mjög til nýs frum- kvæðis í sambandi við fegrun umhverfis, jafnt í byggð sem óbyggð. Því miður er þar mörgu umbótavant, sem mætti bæta með lítilli fyrirhöfn og sáralitlum kostnaði og er þess að vænta, að þetta sumar líði ekki án þess að verulegar end- urbætur sjái dagsins ljós. Á ýmsum stöðum býst ég við að ekki veiti af nokkurri hugar- farsbreytingu til viðbótar! — Hvernig hyggst Ferða- málaráð koma í veg fyrir að er- lendir ferðaliópar komi liingað með eigin fararstjórum og fari um landið eftirlitslaust og án nokkurs sambands við íslenzka ferðamálaaðila? — Þetta mál er ekki auð- velt viðureignar. Þess ber strax að geta, að þetta yrði væntan- lega mál Samgönguráðuneytis- ins, nema það fæli Ferðamála- ráði sérstaklega, að annast þetta eftirlit fyrir hönd þess. f FV 5 1977 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.