Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 59
• GULLFAXI HINN
FYRSTI
Þetta flug hófst hinn 27. maí
1946 og stóð með litlum breyt-
ingum fram í júlí 1948 er Flug-
félag íslands eignaðist sína
fyrstu millilandaflugvél, Sky-
master-flugvélina GULLFAXA.
Við íslendingar segjum jafnan
frá því að við höfum hlaupið
yfir járnbrautaöldina, við höt'-
um farið beint úr hnakknum
upp í flugvélina. Því þótti það
vel við hæfi að þau nútímafar
artæki sem mesta fólksflutn-
inga annast hlytu nöfn hins
fótvissa faxa sem áður og fyrr
var eina samgöngutækið á Is-
landi.
Á innanlandsvettvangi hafði
einnig mikið gerst. Árið 1946
eignaðist félagið sína fyrstu
DC-3 flugvél, síðar tvær Catal-
ina-flugvélar til viðbótar, þá
enn fleiri DC-3 flugvélar. Enn-
fremur Grumman Goose og
Nordin Norseman flugvélar.
Árið 1950 er markvert í ís-
lensku flugsögunni. Það ár
hófst Grænlandsflug Flujjfélags
íslands og Flugfélag íslands
gerðist aðili að IATA, alþjóða-
sambandi flugfélaga. Árið 1954
keypti félagið aðra Skymaster-
flugvél sem hlaut nafnið SÓL-
FAXI.
Á þessum árum fjölgaði far-
þegum hægt en þó nokkuð
jafnt. Ráðamenn félagsins
höfðu fullan hug á endurnýjun
flugflotans, einkanlega til milli-
landaflugs og vorið 1957 voru
keyptar tvær nýjar Vickers
Viscount 759 skrúfuþotur. Þar
með tóku íslendingar í þjón-
ustu sína flugvélar knúnar
þrýstiloftshreyflum og ennfrem-
ur búnar jafnþrýstiútbúnaði í
farþegarými. Þessar flugvélar
voru hraðfleygari en þær sem
áður voru á millilandaleiðum
og styttist flugtíminn því veru-
lega.
© 46% AUKNING FYRSTU
FJÓRA MÁNUÐI
Hleðslunýting í millilanda-
flugi hækkaði úr 58,4% í
75,5% og farþegaflutningar
fyrstu fjóra mánuðina sem þess-
ar flugvélar voru í notkun jókst
um 46% miðað við sama tíma
árið áður. Segja má að Viscount
Vickers-Viscount skrúfuþoturnar
flugvélar landsmanna.
flugvélarnar væru þá fyrsta
kynslóð þrýstiloftsknúinna far-
þegaflugvéla. Þær báru aðeins
53 farþega en höfðu fjóra
hreyfla. Nú í dag eru samskon-
ar hreyflar, þó aðeins tveir,
notaðir á hverja hinna fimm
Fokker Friendship flugvéla
félagsins en bera þær þó næst-
um jafn marga eða 48 far-
þega.
Árið 1965 var yfirlýst af
hálfu forstjóra og stjórnar að
stefnt yrði að kaupum á full-
kominni millilandaþotu. Innan-
landsflugflotinn var endurnýj-
aður og hófst sú endurnýjun
1965 með komu fyrstu Fokker
Friendship flugvélarinnar til
landsins. Nú eru þær alls fimm.
Fyrsta þota Flugfélags fslands
og þar með íslendinga kom t.il
landsins 24. júní 1967 og hóf
flug á áætlunarleiðum nokkr-
um dögum síðar.
• AFMÆLI
AMERÍKUFLUGS
Um það leyti er fyrstu full-
hugarnir flugu yfir Atlantshaf,
og reyndar allt fram. að upp-
hafi heimsstyrjaldarinnar síð-
ari, stóðu miklar umræður um
hvaða flugleið yfir Atlantshaf-
ið væri best og hagkvæmust.
Fjölmargir flugmenn og flug-
leiðangrar komu við á íslandi
voru fyrstu þrýstiloftsknúðu
um og eftir 1930 vegna þessara
athugana og rannsókna. Niður-
staða margra var sú að flugleið-
in yfir ísland og Grænland til
Bandaríkjanna væri sú besta
og hagkvæmasta fyrir margra
hluta sakir. Flugþol flugvéla
var þá annað og minna en síð-
ar.
Því er á þetta minnst að hinn
12. júní næstkomandi eru 25
ár frá því Loftleiðir hófu reglu-
bundið áætlunarflug milli fs-
lands og Bandaríkjanna, en áð-
ur hafði félagið um fimm ára
skeið stundað millilandaflug
milli íslands og Evrópulanda
og Bandaríkjanna. Loftleiðir
höfðu ennfremur farið í mörg
leiguflug allt frá Róm yfir ís-
land til Caracas í Venezuela.
Þetta var hörð barátta, þar
sem flugstjórinn jafnt sem aðr-
ir áhafnarmenn gengu á ferða-
skrifstofur og seldu framleiðslu
sína og varð vel ágengt. Það
er hinsvegar erfiðara en margur
hyggur að koma upp föstu á-
ætlunarflugi, sérlega í sam-
keppni við mörg stór og öflug
flugfélög. Enda þótt leiguflug-
in yrðu mörg og sum all arð-
vænleg tókst ekki að koma á
áætlunarflugi milli íslands og
Bandaríkjanna fyrr en þennan
dag, en leyfi til áætlunarflugs
FV 5 1977
59