Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 22
yfirleitt er veður þar frábsert allan ársins hring þótt á þeirri reglu séu örfáar undantekning- ar. Eitt mesta aðdráttarafl eyj- anna eru tvö risastór spilavíti, sem ríkið rekur, annað á Para- disareyju en hitt á Grand Bahama. Mikill fjöldi Banda- ríkjamanna leggur leið sína til Bahamas til að freista gæfunn- ar, en lætur sig veður og fag- urt umhverfi litlu skipta. í mörgum tilvikum er viðdvölin aðeins nokkrar klukkustundir. Þeir leggja af stað frá Miami um kl. 22.00 að kvöldi og eru komnir til Bahamas eftir 30 mínútna flug og byrjaðir að spila í spilavítunum eftir að- eins 15 mínútur. Þar dveljast þeir til 4 næsta morgun. Þá er flogið til baka, morgunverður snæddur í flugvélinni og kom- ið heim um fimmleytið. Slík ferð kostar um 13 þús. kr. og eina skilyrðið er að menn sýni fram á að þeir séu með að minnsta kosti 500 dollara í veskinu, sem Bahamabúar von- ast til að verði eftir í kössum spilavítanna er gestirnir snúa heim. Ferðamannaiðnaðurinn er á- líka mikilvægur fyrir Bahama- búa og sjávarútvegur er Islend- ingum og þeir þurfa að flytja nánast allar nauðsynjavörur inn. Tollar eru yfirleitt um 45%, en enginn söluskattur er á vörum. Einn af ráðherrum Bahamastjórnar skýrði blaða- manni FV, sem var á ferð á Bahamas í maí frá, að Bahama- menn treystu að mestu á sjálfa sig hvað vinnuafl snerti og vegna smæðar sinnar yrðu þeir að takmarka fjölda útlendinga, sem fá atvinnuleyfi. Gilda þær reglur að erlend fyrirtæki, sem reka starfsemi á Bahamas verða að auglýsa eftir starfskröftum í blöðum þar í landi og fá því aðeins heimild til að ráða er- lenda starfskrafta ef enginn Bahamamaður sækir um eða er hæfur í starfið. En Bahamaeyjar hafa upp á meira að bjóða en spilavíti. Veðursæld þar er eins og fyrr segir mjög mikil og þar er að finna frábærar baðstrendur og aðstöðu til að iðka flestar þær íþróttir sem hugurinn girnist, Margvísleg hátíðarhöld eru skipulögð til þess að draga að ferða- menn. Innfædd stúlka dansar á Coombay hátíðarhöldum. skemmtistaði og matsölustaði á heimsmælikvarða. Gífurleg á- herzla er lögð á að auglýsa eyj- arnar sem ferðamannaparadís og námu auglýsingaútgjöld á sl. ári um 2 milljörðum ísl. kr. Verðlag í landinu er hátt, allt að tvö-þrefallt miðað við Spán og Bahamamenn vilja ekki aðra ferðamenn en þá, sem hafa pen- inga. Ungum bakpokaferða- löngum er ekki hleypt inn i landið. Vegna verðlagsins hafa ferðamenn fremur stutta við- dvöl, Bandaríkjamenn 6 daga, Kanadamenn 9 daga og Evrópu- búar 10 daga. Bahamaeyjar komu fyrst fyr- ir sjónir Íslendinga svo ein- hverju nam, er Flugleiðir yfir- tóku rekstur flugfélagsins Air Bahama fyrir nokkrum árurn,, sem heldur uppi reglulegu áætl- unarflugi milli Nassau og Lux- emburgar. Þá heldur félagið einnig uppi leiguflugi til Sviss og hefur réttindi til leiguflugs til Aþenu, Frankfurt og Rott- erdam. Er hlutur Air Bahama fyrir ferðamannaiðnaðinn á Bahamas mjög verulegur og gert ráð fyrir að hann eigi eft- ir að aukast verulega með auknu leiguflugi að sögn Jere- mys S. Bonnets yfirmanns markaðsdeildar ferðamálaráðs Bahama. Fluttu þotur Air Ba- hama um 78 þús. farþega á sl. ári og velta fyrirtækisins varð um 14 milljónir dollarar. A1 Johnson aðstoðarhótel- stjóri Flagler Inn, sem er eitt af hótelunum á Bahama, sem erlendir aðilar byggðu, sagði í samtali við FV, að kjörorð hótelsins væri að tryggja gest- um sínum að þeir gætu notið hvíidar og næðis og fengið 1. flokks þjónustu. A'l, sem er inn- fæddur Bahamabúi er kvænt- ur íslenzkri konu, Margréti Snorradóttur og eiga þau tvö börn. Margrét starfar einnig við ferðamannaiðnaðinn á ferðaskrifstofu, sem skipulegg- ur ferðir fyrir erlenda ferða- menn um eyjarnar. Við báðum A1 Johnson að lokum að lýsa í stuttu máli, því sem ferðamenn eiga kost á ann- að en að freista gæfunnar í spilavítum og liggja á strönd. Hann sagði að vart væri hægt að biðja um stutta upptalningu því að möguleikarnir væru næstum óþrjótandi. Boðið væri upp á margvíslegar skemmti- ferðir, siglt um eyjarnar á segl- skipi eða hraðbátum, sjóstanga- veiði, köfun, sjóskíði, sjómótor- hjól, golf, tennis, gönguferðir og yfirleitt flest sem hugurinn girnist. 22 FV 5 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.