Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 79
Deildarstjóri Á.T.V.R: „Finnst ég vera sniðgengin” „Og ríkið sparar sér þó nokkra upphæð með því að nota konu í þetta starf” Rætt við Svövu Bernhöft deildarstjóra Afengis- og tóbaksverzlunar ríkisins — Þetta þjóðfélag sem við búum í er karlmannaþjóðfélag og mér finnst ég hafa orðið áþreifan- lega vör við það í mínu starfi. Þetta segir Svava Bernhöft, deildarstjóri hjá Afengis og tóbaksverslun ríkisins og bætir síðan við að eftir að hafa starfað hjá ríkisfyrirtæki í 19 ár finnist henni það blátt áfram hlægilegt að hugsa til þess að ríkið setji lög um jafnrétti á sama tíma og það gangi á undan í því að mismuna kven- fólki. En hvers vegna segir kona eins og Svava þetta? Hún hefur þó komist áfram og situr nú í stöðu sem fylgir mikil ábyrgð og yfirstjórn margra starfsmanna. — Skýringin er kannske sú, útskýrir hún, — að mér finnst ég hafa verið sniðgengin hér. Ég var sett í þessa stöðu árið 1969, en ekki skipuð í hana fyrr en 5 árum seinna, eða ár- ið 1974 og þá þurfti ég sjálf að gangast í það að fá þetta frá- gengið við litla ánaegju hérna á stofnuninni. í erindisbréfi mínu segir m.a. að mér sé falið að opna erlendan póst, skipting á honum og skráning erlends verðpósts og umsjón með leyf- isbeiðnum, öllum innkaupum, tollafgreiðslum, flutnings- gjaldagreiðslum, heimkeyrslu á vörum, öllum verðlagningum, verðlistum, erlendum banka- viðskiptum, rekstri iðnaðar- deildar og áfengisdeildar í samráði við tækniráðunaut og viðskiptum við Fríhöfnina og varnarliðið. En reyndin hefur orðið sú að það er gengið fram hjá mér í ýmsu af þessu og ég leyfi mér að fullyrða að ástæð- an fyrir því er ekki síst sú að ég er kona. RÍKIÐ ER AÐ SPARA — En það er ekki bara geng- ið framhjá mér í sambandi við reksturinn, heldur Svava á- fram, — heldur hefur ríkið sparað sér þó nokkra upphæð með því að nota konu í þetta starf. Maðurinn sem var á und- an mér í starfi deildarstjóra, að vísu hét starfið þá innkaupa- fulltrúi, fékk alls konar hlunn- indi sem uppbætur á laun sín. Hann hafði bílastyrk, frían síma, fékk jafnvel aukagreiðsl- ur fyrir að gæta bókanna, sem standa hérna í hillunum fyrir ofan mig og svo maður tali nú ekki um utanlandsferð- irnar sem hann fór á vegum ríkisins. Svona hlutir hafa aldrei verið til umræðu í sambandi við mig. Ég hef komist að því gegnum árin að járntjaldslöndin eru miklu lýð- ræðislegri heldur en þetta þjóð- félag okkar hér. í því sam- bandi tek ég það fram að ég segi þetta ekki af því að ég sé kommúnisti, því svo er ekki. EKKI EINSDÆMI En Svava segist ekki vera ein um það að gjalda fyrir það að'ý'era kona hjá ríkisfyrirtæki. Hjá Áfengis- og tóbaksverslun- inni vinna alls um 35 manns, þar af 24 konur. Topparnir eru auðvitað allir karlmenn. Nán- asti samstarfsmaður hennar í deildinni er kona og er hún einum launaflokki hærri en sendill fyrirtækisins, sem er karlkyns! — Við hér á skrifstofunni vorum einu sinni að velta því fyrir okkur hverá vegna hér. væru ráðnar svona margar konur, segir Svava. — Hjá starfsmanni ríkisendurskoðun- arinnar fengum við þau svör að fyrirtækið hefði ekki efni á að borga öðru vísi starfs- krafti en konum. — Og þetta er hægt að segja um fyrirtæki, sem er aðalmjólkurkýr lands- ins. Mér þykja það skrýtin svör! En þegar horft er framhjá öllu jafnréttistali og launamis- rétti segist Svava vera mjög ánaegð með starf sitt. Eftir að hafa verið starfandi hjá Áfeng- is og tóbaksversluninni í 19 ár hefir hún myndað sér ákveðnar skoðanir um áfengi og drykkju- venjur okkar íslendinga. STEFNULEYSI STJÓRN- VALDA — Ég er þeirrar skoðunar að það sé stefnuleysi stjórnvalda i áfengismálum sem gerir það að á Islandi er verið að eyði- leggja alla vínmenningu. Verð- lagi á áfengi er þannig háttað að hér selst mest af brennivím, FV 5 1977 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.