Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 69
SJÓBÚÐIR HF.,
Ólafsvík, sími 93-6300.
Gisting: Sumarihótel starfar nú í fyrsta sinn í
Ólafsvík í sumar. Á hótelinu eru 38 tveggja
manna herbergi. Heimilislegur matur, kaffi,
kaffibrauð og grillréttir eru á boðstólum allan
daginn í vistlegum matsal. Á þessu sumarhóteli
er einnig setustofa með sjónvarpi.
HÓTEL STYKKISHÓLMUR,
StykkiShólmi, sími 93-8330.
Gisting: Hótel Stykkishólmur hefur yfir að
ráða 26 tveggja manna iherbergjum, sem öll eru
með baði. Á hótelinu verður starfrækt cafetería,
sem tekur um 100 manns. Þar verða veitingar
seldar á vægu verði. í hótelinu er einn glæsileg-
asti danssalur landsins, sem te'kur 300-—400
manns í sæti. Salurinn er tilvalinn til árshátíðar-
og ráðstefnuhalda. Einnig hefur Hótel Stykkis-
hólmur upp á að bjóða minni fundarsali. Hótelið
tékur að sér stórar og smáar ráðstefnur og út-
vegar svefnpokapláss.
Hótel Stykkishólmur útvegar báta til skoðun-
arferða um Breiðarfjarðareyjar. Sundlaug er í
næsta nágrenni við hótelið.
Hótelstjóri: Hörður Sigurjónsson.
HÓTEL MÁNAKAFFI,
Mánagötu 1, ísafirði, sími 94-3777.
Gisting: Á Hótel Mánakaffi eru tvö eins manns
herbergi, fjögur tveggja manna og tvö hjóna-
herbergi. Hægt er að koma við svefnpokaplássi
sé þess óskað. Verð á svefnpokaplássi er kr. 850.
Hótelið hefur til umráða tvær íbúðir í bænum
fyrir fjölskyldur eða hópa. Verð á eins manns
herbergi er kr. 2.900 og tveggja manna herbergi
og hjónaherbergi kosta kr. 5.800 á sólarhring.
Opið er allt árið. Verð á máltíðum er samkvæmt
matseðli. f veitingasalnum eru einnig fáanlegir
grillréttir. Þar er opið frá kl. 8001—23.30.
Hótelstjóri: Bernharð Hjaltalín.
•
HÓTEL-, GESTA- OG SJÓMANNAHEIMILI
HJÁLPRÆÐISHERSINS,
Mánagötu 4, ísafirði, sími 94-3043.
Gisting: Hjálpræðisherinn hefur 17 herbergi
eins og tveggja manna. Svefnpokapláss er einnig
fyrir hendi. Bað er á gangi. Verð á eins manns
herbergi er kr. 2000 á sólarhring, en tveggja
manna herbergi kostar kr. 3000. Matsala er opin
á venjulegum matartímum. Morgunverður er á
kr. 650, hádegisverður á kr. 850, síðdegiskaffi
á kr. 350 og kvöldmatur á kr. 950.
Forstöðumaður: Óskar Jónsson.
HÓTEL BJARKARLUNDUR,
Reykhólasveit, sími um Króksfjarðarnes.
Gisting: Hótel Bjarkarlundur býður ferða-
mönnum m.a. gistingu í eins, tveggja og þriggja
manna herbergjum, heitan mat allan daginn,
kaffi, smurt brauð og kökur. í versluninni fást
smávörur fyrir ferðamenn. Benzín og smurolíur
eru afgreiddar til kl. 23.30. Bjarkarlundur er
góður áningarstaður fyrir þá, sem leggja leið
sína um Vestfirði.
Hótelstjóri: Svavar Ármannsson.
HÓTEL FLÓKALUNDUR,
Vatnsfirði, sími um Patreksfjörð.
Gisting: Ferðamönnum er boðið upp á gist-
ingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergj-
um. Snyrtiherbergi ásamt baði fylgir hverju her-
bergi. Heitur matur, kaffi, smurt brauð og kök-
ur á boðstólum. Verslunin selur m.a. öl og gos-
drykki, tóbak, sælgæti og ýmsar smávörur fyrir
ferðamenn. Benzin og smurolíur eru afgreiddar
til kl. 23.30.
Hótelstjóri: Heba A. Ólafsson.
HÓTEL EDDA,
Menntaökólanum, ísafirði.
Gisting: Á Eddu hótelinu í menntaskólanum
eru 36 tveggja manna herbergi, en 7 eins manns.
Verð á eins manns herbergi með handlaug er kr.
2.850, en verð á tveggja manna herbergi með
handlaug er kr. 3.800. Morgunverðurinn er á kr.
700 en verð á öðrum máltíðum er samkvæmt
matseðli. Opið er frá miðjum júní til ágústloka.
Á hótelinu er setustofa.
Hótelstjóri: Sigurbjörg Eiríksdóttir.
•
GISTIHEIMILIÐ HÓLMAVÍK,
Höfðagötu 1, sími 95-3185.
Gisting: Gistiheimilið hefur 5 gistiherbergi, 12
rúm, tveggja og þriggja manna. Morgunverður-
inn kostar kr. 800, en aðrar máltíðir eru einnig á
boðstólum. Gistiheimilið Hólmavík 'hefur opið
allt árið.
HÓTEL EDDA,
Reykjum, (Hrútarfirði, sími um Brú.
Gisting: 26 tveggja manna herbergi með hand-
FV 5 1977
69