Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 98
Frá ritsijárn íslenzk iðnkynning íslenzk iSnkynning hefur nú farið viða um land og myndarlegt átak hefur verið gert í ýmsum efnum til að vekja athygli á stöðu iönaðarins í þjóðarbúinu og mikil- vægi hans fyrir afkomu einstakra byggðar- laga. Almenningi hefur verið gefinn kostur á að heimsækja iðnfyrirtæki, skoða og jafn- vel njóta framleiðsluvara fyrirtækjanna eins og margvíslegrar matvöru. Hefur þetta vakið menn til umhugsunar um gildi inn- lends iðnaðar sem atvinnuskapandi greinar og framleiðanda nauðsynja fyrir heimilin. í ljós hefur komið, að margir Alþingis- menn hafa t.d. alls ekki gert sér grein fyrir þeirri þýðingu, sem margs konar iðnrekstur hefur haft fyrir kjósendur í kjördæmum þeirra, jafnvel ekki vitað af rekstri sumra fyrirtækjanna. Segja má, að iðnkynningin hafi þegar sannað gildi sitt, ef hún hefur leitt til hugarfarsbreytingar hjá hinum kjörnu fulltrúum og betri þekkingar þeirra á málefnum íslenzks iðnáðar. Ákveðiö er að íslenzkri iönkynningu Ijúki að þessu sinni með degi iðnaðarins í Reykjavík þann 30. september næstkomandi og iönsýningu í Laugardalshöllinni í sambandi við hann. Formaður framkvæmdanefndar vegna iðn- sýningar í Reykjavík, Albert Guðmundsson, alþingismaður, hefur látið svo um mælt, áö þetta eigi að verða mesta sýning sinnar teg- undar, sem haldin hefur verið hér á landi. Hann hefur jafnframt skoraö á framleið- endur og kaupmenn, sem selja íslenzkar iðnvörur, að taka höndum saman um að gera kynningu á íslenzkum iðnaði hina glæsilegustu á þessum haustdögum í Reykjavík. Ekki er að efa, að vel verður undir áskorun hans tekið af hálfu viðkom- andi með virkri þátttöku framleiðenda í iðnsýningunni og öflugri kynningu verzlana á þeim íslenzkum framleiðsluvörum, sem þær hafa á boðstólum. Avísanaviðskipti í erlendri tímaritsgrein var fyrir nokkru fjallað run ferðatakmarkanir í Austur-Evr- ópuríkjum, sem einn lið í frelsisskerðing- unni þar um slóðir. Bent var á, að ýmsum ráðum væri beitt til að halda fólki heima, m.a. að veita aðeins takmarkaða gjaldeyris- yfirfærslu þeim er hygðust fara til útlanda. Þetta átti við um Pólland, þar sem ferðamál eru þó með frjálslegasta móti af austan- tjaldslandi að vera. Það er ekki nema von að Íslendingum bregði þegar þeir sjá sig komna á bekk meö íbúum Austur-Evrópu- landanna eins og málin horfa við frá sjónar- hóli Vestur-Evrópubúa eða Bandaríkja- manna, sem geta skipt eigin gjaldmiðli aö vild í erlenda mynt bæði heima fyrir og í út- löndum. Þegar vilja og áræði ráðamanna 98 skortir er þess tæplega aö vænta að við fá- um að njóta sams konar frelsis og banda- menn okkar og nágrannar að þessu leyti. Hitt er þó öllu alvarlegra að 1 tíð ríkis- stjórnar, sem kennir sig við frjálslega við- skiptahætti skuli birtar nýjar tilskipanir í austantjaldsstíl eins og bann við notkun ávísana á íslenzka banka í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Það gegnir furðu, aö ís- lenzka ríkið skuli með þessu hafa frum- kvæði að því að grafa undan tiltrú fólks á svo algengu og sjálfsögðu fyrirbæri í við- skiptum og notkun ávísana. Tæpast verður ööru trúað en að hér sé um að ræða algjört frumhlaup embættismanna Seðlabankans og aö ríkisstjórnin muni fella þessa nýjustu tilskipun þeirra úr gildi. FV 5 1977 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.