Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 57
Skymaster-
flugvélin
Hekla, sem
Loftleiðir
keyptu í
Bandaríkjun-
um kom til
landsins 13.
júní 1947 og
fór sína fyrstu
ferð með far-
þega frá ís-
landi 17. júní.
Hekla var
fyrsta fjög-
urra hreyfla
flugvél
Islendinga.
og hlutafé aukið verulega. Önn-
ur sams konar flugvél var
keypt og lögð drög að kaupurn
að fyrstu tveggja hreyfla flug-
vél landsmanna. Er hér var
komið var styrjöldin í algleym-
ingi og Bretar höfðu hernumið
ísland. Þeir bönnuðu flugsam-
göngur um sinn en síðan tókst
að fá því banni aflétt. Árið
1942 tókst félaginu að kaupa
Beechraft-flugvél í Bandaríkj-
unum og flytja hana úr landi
í þann mund er útflutningsbann
á flugvélum gekk í gildi. Þetta
var fyrsta tveggja hreyfla flug-
vél íslendinga.
Um þetta leyti hafði fyrsta
áætlunarflugleiðin verið sett
upp, það var Reykjavík/Akur-
eyri/Reykjavík.en árið 1942 var
einnig hafið reglulegt flug til
Egilsstaða. Um sinn varð ekki
frekari aukning á flugflota, þar
sem flugvélar voru ófáanlegar
vegna stríðsreksturs stórþjóð-
anna.
• BRETAR BEITA SÉR
Árið 1944 kom hingað til
lands bresk verslunarsendi-
nefnd. Meðlimir úr stjóm Flug-
félags fslands, þar á meðal Örn
Ó. Johnson og Bergur G. Gísla-
son, áttu tal við þessa menn og
þar kom að þeir lofuðu að beita
sér fyrir því að félagið fengi
keyptar tvær flugvélar í Bret-
landi. Hér var um að ræða vél-
ar af gerðinni Dragon Rapides,
tveggja hreyfla, sem hvor um
sig tók átta farþega. Litlu síð-
ar keypti félagið fyrsta Catal-
ina-flugbát sinn í Bandaríkjun-
um, hinn sögufræga TF-ISP,
sem Örn Johnson og áhöfn
flaug til íslands í september
1944. Flugbáturinn var innrétt-
aður hér og tók 22 farþega.
Við aukningu flugflotans tók
farþegatala félagsins mikið
stökk, hafði fyrsta árið verið
á áttunda hundraðinu, komst
nokkuð yfir þúsund 1940, en
árið 1945 voru fluttir yfir 7000
farþegar. Starfsmönnum félags-
ins sem fyrst voru 2, síðan 3,
hafði nú fjölgað verulega með
auknum umsvifum. Samt v^r
það enn svo að hver maður
vann þau störf sem nauðsynleg
þóttu önnur en hrein fagstörf,
svo sem flugvirkjun og flug-
mennsku. Flugmenn störfuðu
á skrifstofunni þegar ekki var
flogið, hlóðu flugvélar og þvoðu
þær og hreinsuðu. Sama var
með alla aðra starfsmenn. Þeir
tóku hendi til þeirra starfa
sem þurfa þótti hverju sinni.
• MILLILANDAFLUG
HAFIÐ
Nú þótti sjást fyrir endi
heimsstyrjaldarinnar a. m.k. í
Evrópu. Forráðamenn Flugfé-
lagsins hófu snemma árs 1945
undirbúning að millilandaflugi,
en hér var við ramman reip
að draga, lögmál stríðsins ríktu
enn og ótal leyfi þurfti frá
innlendum og erlendum aðil-
um. Samt tókst félaginu um
síðir að fá tilskilin leyfi og
hinn 11. júlí 1945 lagði flug-
báturinn TF-ISP af stað frá
Skerjafirði i Reykjavík áleiðis
til Skotlands með fjóra farþega.
Lent var í Largs í Skotlandi
sex klukkustundum og fjórum
mínútum síðar. Flugstjóri í
þessari ferð var Jóhannes R.
Snorrason, sem enn í dag er yf-
irflugmaður Flugfélags íslands.
Þrjár ferðir voru farnar um
sumarið, þar af tvær til Skot-
lands og Kaupmannahafnar.
Það kom hinsvegar í ljós að
Catalina-flugbátur hentaði illa
til þessa flugs og því gerði
Flugfélag fslands samning við
Scottish Airlines um leigu á
Liberator-flugvélum til flugs
milli íslands og Skotlands og
áfram til Kaupmannahafnar.
FV 5 1977
57