Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 57
Skymaster- flugvélin Hekla, sem Loftleiðir keyptu í Bandaríkjun- um kom til landsins 13. júní 1947 og fór sína fyrstu ferð með far- þega frá ís- landi 17. júní. Hekla var fyrsta fjög- urra hreyfla flugvél Islendinga. og hlutafé aukið verulega. Önn- ur sams konar flugvél var keypt og lögð drög að kaupurn að fyrstu tveggja hreyfla flug- vél landsmanna. Er hér var komið var styrjöldin í algleym- ingi og Bretar höfðu hernumið ísland. Þeir bönnuðu flugsam- göngur um sinn en síðan tókst að fá því banni aflétt. Árið 1942 tókst félaginu að kaupa Beechraft-flugvél í Bandaríkj- unum og flytja hana úr landi í þann mund er útflutningsbann á flugvélum gekk í gildi. Þetta var fyrsta tveggja hreyfla flug- vél íslendinga. Um þetta leyti hafði fyrsta áætlunarflugleiðin verið sett upp, það var Reykjavík/Akur- eyri/Reykjavík.en árið 1942 var einnig hafið reglulegt flug til Egilsstaða. Um sinn varð ekki frekari aukning á flugflota, þar sem flugvélar voru ófáanlegar vegna stríðsreksturs stórþjóð- anna. • BRETAR BEITA SÉR Árið 1944 kom hingað til lands bresk verslunarsendi- nefnd. Meðlimir úr stjóm Flug- félags fslands, þar á meðal Örn Ó. Johnson og Bergur G. Gísla- son, áttu tal við þessa menn og þar kom að þeir lofuðu að beita sér fyrir því að félagið fengi keyptar tvær flugvélar í Bret- landi. Hér var um að ræða vél- ar af gerðinni Dragon Rapides, tveggja hreyfla, sem hvor um sig tók átta farþega. Litlu síð- ar keypti félagið fyrsta Catal- ina-flugbát sinn í Bandaríkjun- um, hinn sögufræga TF-ISP, sem Örn Johnson og áhöfn flaug til íslands í september 1944. Flugbáturinn var innrétt- aður hér og tók 22 farþega. Við aukningu flugflotans tók farþegatala félagsins mikið stökk, hafði fyrsta árið verið á áttunda hundraðinu, komst nokkuð yfir þúsund 1940, en árið 1945 voru fluttir yfir 7000 farþegar. Starfsmönnum félags- ins sem fyrst voru 2, síðan 3, hafði nú fjölgað verulega með auknum umsvifum. Samt v^r það enn svo að hver maður vann þau störf sem nauðsynleg þóttu önnur en hrein fagstörf, svo sem flugvirkjun og flug- mennsku. Flugmenn störfuðu á skrifstofunni þegar ekki var flogið, hlóðu flugvélar og þvoðu þær og hreinsuðu. Sama var með alla aðra starfsmenn. Þeir tóku hendi til þeirra starfa sem þurfa þótti hverju sinni. • MILLILANDAFLUG HAFIÐ Nú þótti sjást fyrir endi heimsstyrjaldarinnar a. m.k. í Evrópu. Forráðamenn Flugfé- lagsins hófu snemma árs 1945 undirbúning að millilandaflugi, en hér var við ramman reip að draga, lögmál stríðsins ríktu enn og ótal leyfi þurfti frá innlendum og erlendum aðil- um. Samt tókst félaginu um síðir að fá tilskilin leyfi og hinn 11. júlí 1945 lagði flug- báturinn TF-ISP af stað frá Skerjafirði i Reykjavík áleiðis til Skotlands með fjóra farþega. Lent var í Largs í Skotlandi sex klukkustundum og fjórum mínútum síðar. Flugstjóri í þessari ferð var Jóhannes R. Snorrason, sem enn í dag er yf- irflugmaður Flugfélags íslands. Þrjár ferðir voru farnar um sumarið, þar af tvær til Skot- lands og Kaupmannahafnar. Það kom hinsvegar í ljós að Catalina-flugbátur hentaði illa til þessa flugs og því gerði Flugfélag fslands samning við Scottish Airlines um leigu á Liberator-flugvélum til flugs milli íslands og Skotlands og áfram til Kaupmannahafnar. FV 5 1977 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.