Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 85
AUGLÝSING
FERDASKRIFSTOFA ÚLFARS JACOBSEM:
Vinsælar ferðir í óbyggðir
Ferðaskrifstofa Úlfars Jac-
obsen hefur um margra ára
skcið boðið upp á hópferðir
með íslendinga og útlendinga
í óbyggðir, ferðir sem notið
hafa mikilla vinsælda. í sumar
býður ferðaskrifstofa Úlfars
Jacobsen upp á ferns kon-
ar ferðir bæði um hálendið og
undirlendið.
í 13 daga ferð um hálendið
er farið í Þórsmörk í fyrsta á-
fanga síðan í Landmannalaug-
ar, Eldgjá, Veiðivötn, Jökuldal
við Tungnafellsjökul, norður
Sprengisand og allt til Húsa-
víkur, fyrir Tjörnes, í Hljóða-
kletta, inn í Herðubreiðarlind-
ir og Öskju, gegn um Mývatns-
sveit um norðurland til Akur-
eyrar og svo suður Kjöl með
viðkomu á Hveravöllum.
Gist er í tjöldum eða sælu-
húsum ef veður er slæmt eða
þess er sérstaklega óskað. í
ferðinni eru sérstakir eldhús-
bílar, sem sjá farþegum fyrir
öllum mat sem þarf í ferðina.
Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen
útvegar tjöld, vindsængur og
svefnpoka í ferðina.
7 slíkar hálendisferðir verða
farnar í sumar í júlí og ágúst.
Ferðin er seld á 395 dollara til
útlendinga, en seld Islending-
um á kr. 56.800.
í sumar verður farin önnur
13 daga hálendisferð. Farið er
fyrst inn í Þórsmörk, í Skafta-
fell, Jökullón, Hornafjörð um
Austfirði til Egilsstaða, í Mý-
vatnssveit, inn í Herðubreiðar-
lindir og Öskju og suður
Sprengisand til Reykjavíkur.
Þessar ferðir verða farnar 7
sinnum í sumar í júlí og ágúst.
Farið verður í 12 daga hring-
ferðir um landið, og 6 daga ferð-
ir, en ferðatilhögun í 6 daga
ferðirnar er þannig, að farið er
að Húsafelli í Borgaríirði, um
Kaldadal til Þingvalla, að Gull-
fossi og Geysi og inn í Þjórsár-
dal, í Eldgjá og Landmanna-
laugar, til Kirkjubæjarklaust-
urs inn í Skaftafell og síðustu
nóttina er gist í Þórsmörk. Þessi
ferð kostar kr. 26.300. Farar-
stjórar eru með hverjum bíl í
öllum ferðunum.
Fyrir utan þessar ferðir eru
farnar margar aukaferðir með
ýmsa erlenda hópa, aðallega há-
skólafólk. Töluvert eru einn-
ig skipulagðar ferðir með fram-
haldsskólanemendur.
Ferðaskrifstofa Úlfars Jacob-
sen sér í sumar einnig um mót-
töku tveggja skemmtiferða-
skipa, sem koma hingað til
lands. Annars annast ferðaskrif-
stofan alla almenna farmiða-
sölu í utanlandsferðir, pantar
hótel og sér um aðra fyrir-
greiðslu.
FV 5 1977
85