Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 24
Greinar og viðlSI
Stóriðja og
móðursýkismengun
Gtrein eftir Leó III. Jónsson, rekstrartæknifræðing
Þegar stóriðjumálið bar fyrst á góma upp úr 19 60 var eingöngu fjallað um hagkvæmni hennar sem
lausnar á tímabundnum erfiðleikum 'þjóðarbúsins, en ókostirnir látnir lönd og leið.
Einn áratugur hefur aflað okkur reynslu á þessu sviði sem ríður á að metin sé af skynsemi áður
en Iengra er haldið.
Það á sér sína skýringu hvers vegna ókostir stóriðjunnar voru svo léttvægir, þegar álverið i
Straumsvík var í burðarliðnum. Fólk er ótrúlega fljótt að gleyma, sérstaklega þegar pólitískir fjöl-
miðlar leggjast á eitt um að framleiða nýjar „staðreyndir“ í t'akt við tímann.
í árslok 1968 hafði verðfall
á útfluttum sjávarafurðum á-
samt aflabresti náð hámarki.
Þá hafði gengi krónunnar ver-
ið lækkað tvisvar með tæplega
árs millibili. Dollarinn fór úr
43.06 í 88.10 kr.
Fólksflótti til útlanda var
staðreynd, en atvinnuleysi hafði
minnkað nokkuð vegna fram-
kvæmda, sem þá voru hafnar
■'úð Búrfellsvirkjun og álverið.
í árslok 1968 höfðu þjóðartekj-
ur á hvert mannsbarn lækkað
um 9%, en sjávarútveginn
vantaði 1 milljarð til að geta
skrimt.
Það er upp úr þessari rúst
sem stóriðjan byrjar að starfa
og meginmarkmiðið með henni
var að draga úr áhrifum
sveiflna í útgerð á hagkerfið.
Þegar litið er til baka, finnst
manni næstum furðulegt að
ekki skyldi farið út í mun
meiri framkvæmdir og stóriðju
en gert var fram til 1970. Á
hessum árum, sérstaklega frá
1966 var atvinnuleysi á Is-
landi, og þá lágu fyrir spár
(sem reyndust réttar þegar til
kom) um að á árunum 1963—
1967 mundu um 8400 manns
bætast við á vinnumarkaði, þar
af 6000 karlmenn. Þetta þýddi
í raun að ofan á atvinnuleysið
bættust rúmlega 23 þúsund árs-
verk á árunum ’63—’67 sem
þyrfti að nýta. Við bvggingu
Búrfellsvirkjunar og álversins
var hinsvegar áætlað að
þyrfti tæp 3000 ársverk.
Hvað þessar stóriðjufram-
kvæmdir reyndust ófullnægj-
andi sést á landflóttanum, þeg-
ar hundruð fjölskyldna tóku sig
upp og fluttu af landinu, stærsti
hiutinn þjálfaðir iðnaðarmenn.
§ Hvers vegna álver?
Álframleiðsla er ein orku-
frekasta grein stóriðju. Raf-
orkuverið skiptir því meira máli
á því sviði en fiestum öðrum
sviðum iðnaðar. Sem dæmi má
nefna að álframleiðsla er tæp-
lega tífalt orkufrekari en sem-
entsframleiðsla.
Það gefur auga leið að auð-
veldast hefur verið að afla láns-
fjár erlendis til byggingar Búr-
fellsvirkjunar með því að samn-
ingur lægi fyrir um langtíma
orkusölu til álvinnslu. Fjár-
festing í álveri er hlutfallslega
minni, miðað við þá orkúþörf
sem við það skapaðist, heldur
en í nokkurri annarri grein
stóriðju. 60 þús. tonna ál-
verksmiðja reyndist vera svip-
uð fjárfesting og bygging Búr-
fellsvirkjunar, Búrfellslínu II
og Þórisvatnsmiðlun. Álverk-
smiðja af þessari stærð myndi
ekki einungis nota rúman helm-
ing af orku virkjunarinnar,
heldur nýta hana jafnt allan
sólarhringinn og taka við
henni háspenntri. Sementsverk-
smiðja sem kostað hefði álíka
mikið að byggja, hefði hinsveg-
ar ekki nýtt meira en ca 10%
af orku virkjunarinnar, og velta
á fjármagnseiningu hefði orð-
ið margfalt minni. Vegna orku-
24
FV 5 1977