Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 24
Greinar og viðlSI Stóriðja og móðursýkismengun Gtrein eftir Leó III. Jónsson, rekstrartæknifræðing Þegar stóriðjumálið bar fyrst á góma upp úr 19 60 var eingöngu fjallað um hagkvæmni hennar sem lausnar á tímabundnum erfiðleikum 'þjóðarbúsins, en ókostirnir látnir lönd og leið. Einn áratugur hefur aflað okkur reynslu á þessu sviði sem ríður á að metin sé af skynsemi áður en Iengra er haldið. Það á sér sína skýringu hvers vegna ókostir stóriðjunnar voru svo léttvægir, þegar álverið i Straumsvík var í burðarliðnum. Fólk er ótrúlega fljótt að gleyma, sérstaklega þegar pólitískir fjöl- miðlar leggjast á eitt um að framleiða nýjar „staðreyndir“ í t'akt við tímann. í árslok 1968 hafði verðfall á útfluttum sjávarafurðum á- samt aflabresti náð hámarki. Þá hafði gengi krónunnar ver- ið lækkað tvisvar með tæplega árs millibili. Dollarinn fór úr 43.06 í 88.10 kr. Fólksflótti til útlanda var staðreynd, en atvinnuleysi hafði minnkað nokkuð vegna fram- kvæmda, sem þá voru hafnar ■'úð Búrfellsvirkjun og álverið. í árslok 1968 höfðu þjóðartekj- ur á hvert mannsbarn lækkað um 9%, en sjávarútveginn vantaði 1 milljarð til að geta skrimt. Það er upp úr þessari rúst sem stóriðjan byrjar að starfa og meginmarkmiðið með henni var að draga úr áhrifum sveiflna í útgerð á hagkerfið. Þegar litið er til baka, finnst manni næstum furðulegt að ekki skyldi farið út í mun meiri framkvæmdir og stóriðju en gert var fram til 1970. Á hessum árum, sérstaklega frá 1966 var atvinnuleysi á Is- landi, og þá lágu fyrir spár (sem reyndust réttar þegar til kom) um að á árunum 1963— 1967 mundu um 8400 manns bætast við á vinnumarkaði, þar af 6000 karlmenn. Þetta þýddi í raun að ofan á atvinnuleysið bættust rúmlega 23 þúsund árs- verk á árunum ’63—’67 sem þyrfti að nýta. Við bvggingu Búrfellsvirkjunar og álversins var hinsvegar áætlað að þyrfti tæp 3000 ársverk. Hvað þessar stóriðjufram- kvæmdir reyndust ófullnægj- andi sést á landflóttanum, þeg- ar hundruð fjölskyldna tóku sig upp og fluttu af landinu, stærsti hiutinn þjálfaðir iðnaðarmenn. § Hvers vegna álver? Álframleiðsla er ein orku- frekasta grein stóriðju. Raf- orkuverið skiptir því meira máli á því sviði en fiestum öðrum sviðum iðnaðar. Sem dæmi má nefna að álframleiðsla er tæp- lega tífalt orkufrekari en sem- entsframleiðsla. Það gefur auga leið að auð- veldast hefur verið að afla láns- fjár erlendis til byggingar Búr- fellsvirkjunar með því að samn- ingur lægi fyrir um langtíma orkusölu til álvinnslu. Fjár- festing í álveri er hlutfallslega minni, miðað við þá orkúþörf sem við það skapaðist, heldur en í nokkurri annarri grein stóriðju. 60 þús. tonna ál- verksmiðja reyndist vera svip- uð fjárfesting og bygging Búr- fellsvirkjunar, Búrfellslínu II og Þórisvatnsmiðlun. Álverk- smiðja af þessari stærð myndi ekki einungis nota rúman helm- ing af orku virkjunarinnar, heldur nýta hana jafnt allan sólarhringinn og taka við henni háspenntri. Sementsverk- smiðja sem kostað hefði álíka mikið að byggja, hefði hinsveg- ar ekki nýtt meira en ca 10% af orku virkjunarinnar, og velta á fjármagnseiningu hefði orð- ið margfalt minni. Vegna orku- 24 FV 5 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.