Frjáls verslun - 01.05.1977, Blaðsíða 41
a.m.k. ekki í bili. Við höfum
talið heppilegra að nýta þá við-
skiptavild „goodwill“, sem fé-
lögin, hvort fyrir sig, hafa
byggt upp á liðnum árum.
Nöfnin eru félögunum mikils
virði og það þarf að huga vel
að endanlegri sameiningu undir
einu nafni áður en slíkt kæmi
til framkvæmda. Einnig er þess
að geta að Flugfélagið er í IATA
en Lcftleiðir ekki. Við teljum
þetta vera heppilegt nú — hvað
sem síðar kann að verða.
F.V.: — Svo virðist sem við
nokkur vandamál hafi verið að
stríða eftir að sameiningin hófst
varðandi skipan í stjórn Flug-
leiða hf. og eins er ljóst, að ó-
samkomulag er með flugmönn-
um félaganna tveggja. Geta
þessir „mannlegu þættir“ haft
úrslitaáhrif á starfsemi Flug-
leiða?
Örn: — Skipan í stjórn Flug-
leiða hefir ekki verið stórt
vandamál. Hinsvegar gerðu
samþykktir félagsins ráð fyrir
fækkun stjórnarmanna í 7 að-
almenn og 5 varamenn þegar
á aðalfundi 1976, en þriggja ára
„aðlögunartímabilið" 1973—’76
hafði stjórnin verið skipuð 12
aðalmönnum og 10 varamönn-
um. Mönnum fannst réttara, fé-
lagsins vegna, að stíga þetta
skref í áföngum þannig að 1976
til 1979 verði í stjórninni 11 að-
almenn og 4 til vara og frá
1979 9 aðalmenn og 3 til vara.
Hvað flugmennina varðar þá
þykir öllum miður, að samtök
þeirra hafa riðlast. Að hve
miklu leyti það stafar af sam-
einingu félaganna get ég ekki
dæmt, en þar hefur sjálfsagt
fleira komið til. Vonandi leys-
ast þau mál farsællega.
Engum gat komið til hugar,
að þessi félög yrðu sameinuð
án þess að einhvers staðar kæmi
til ágreinings. Því miður hefir
hans líka orðið vart, þó ekki
í ríkum mæli, og þeir eru ef-
laust til, sem vildu stíga skrefið
til baka. Eg vona bara að þeir
átti sig á staðreyndum, því
annars þvælast þeir fyrir.
F.V.: — Er það ekki rétt á-
lyktað, að Flugleiðir gætu kom-
izt af með færra starfslið en nú
vinnur í ýmsum deildum félags-
ins? Er stefnt að aukinni hag-
Notkun tölvu
færist mik-
ið í vöxt og
hefur Flug-
leiðir n ú tek-
ið í notkun
tölvu við
bókanir sem
nefnist
Gabríel.
kvæmni í rekstri, sem þýddi í
raun fækkun starfsmanna?
Örn: — Ef verið væri að
stofna nýtt félag frá grunni og
ráða nýja menn til starfa væru
þeir vafalaust eittfhvað færri. í
öllum meginatriðum hefur okk-
ur tekizt að halda starfsmanna-
fjöldanum innan eðlilegra
marka. Við höfum gert saman-
burð á starfsmannafjöldanum
hér og hjá öðrum félögum, þar
á meðal afköstum á hvern ein-
stakling. Sá samanburður er
okkur hagstæður. En við mun-
um auðvitað halda áfram að
reyna að hagræða í rekstrinum,
auka afköstin án þess að fjölga
starfsfólki eða hafa fjölgun þess
alla vega í lágmarki.
F.V.: — Hve margir starfa
hjá Flugleiðum og dótturfyrir-
tækjum þeirra hér heima og er-
lendis og hvað greiddi félagið í
laun hér innanlands í fyrra?
Sigurður: — Þeir eru 1140.
Heildarlaun greidd á íslandi
eru 2,4 milljarðar en starfs-
menn Air Bahama eru 67.
F.V.: — Manna á meðal ber
hlunnindi starfsmanna flugfé-
laganna oft á góma og þá í sam-
bandi við ódýr ferðalög vítt og
breitt um veröldina. Hver cru
þessi fríðindi í raun og veru?
Alfreð: — Ég held að það sé
langt frá því, að Flugleiðir veiti
meiri hlunnindi en önnur félög
almennt og við erum með gagn-
kvæma samninga milli flugfé-
laga. Með öðrum orðum að
starfsmenn erlendra flugfélaga
geta flogið með okkur á 50%
afslætti og við sömuleiðis með
þeim. Þetta er hin almenna
regla og á líka við um hótel ef
hótelherbergi eru á annað borð
laus fær flugstarfsmaður 50%
afslátt af hótelverðum. Þannig
er um gagnkvæmt samkomulag
að ræða milli flugfélaga, hótela
og einnig ferðaskrifstofa.
Þessi kjör eru þó mjög háð
starfsaldri þannig fær starfs-
maður sem unnið hefur í þrjá
mánuði frífarseðil ef sæti er
laust en hlunnindi aukast með
hækkandi starfsaldri.
F.V.: — Þeirra tilhneigingar
virðist gæta, að einstakir starfs-
hópar í flugstarfseminni vilji
FV 5 1977
41