Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 13
nálægt 315 þús. tonnum í ár en þorskafli erlendra skipa a.m.k. 10 þús. tonn og yrði heildar- þorskaflinn á íslandsmiðum því um 325 þús. tonn eða um 20 þús. tonnum minni en á árinu 1967. Enn mun verða di'egið úr sókn erlendra skipa á miðin við ísland á næsta ári og sé gert ráð fyrir, að takmarkanir á sókn innlendra skipa verði fremur hertar en léttar, gæti þorskafli íslendinga orðið svip- aður og í ár eða um 315 þús. tonn. Afli bctnfisktegunda ann- arra en þorsks verður að lík- indum nálægt 165 þús. tonnum í ár og að öllu óbreyttu svipað- ur á næsta ári. Heildarþorskafl- inn yrði því nokkru meiri en Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til. Þessi afli virðist þó geta samræmst þeirri fiskveiði- stefnu að styrkja þorskstofninn smám saman með minnkandi sókn, þannig að þorskaflinn verði næstu 3—4 árin takmark- aður við 290—320 þús. tonn á ári. Þessi skoðun er reist á framreikningi þorskafla næstu fimmtán til tuttugu árin. Reikn- ingsaðferðin og öll gögn eru í fullu samræmi við aðferðir og tölur Hafrannsóknastofnunar, en hins vegar gert ráð fyrir, að endurreisn hrygningarstofns og hagkvæmari nýtingu þorsk- stofnsins verði náð með sóknar- minnkun í áföngum á næstu sjö árum, en ekki í einu vetfangi. MEIRI LOÐNUAFLI EN í ÁR? Lcðnuveiðar hafa gengið mjög vel á þessu ári. Á vetrar- vertíð veiddust um 550 þús. tonn af loðnu og ætla má, að aflinn á sumar- og haustvertíð- inni verði a.m.k. 250 þús tonn. Loðnustofninn er talinn mjög sterkur um þessar mundir og skilyrði til móttöku og vinnslu loðnunnar hafa verið bætt að undanförnu. Á þessum forsend- um sýnist mega vænta jafnmik- ils og ef til vill meiri loðnuafla 1978 en í ár. Veiðar á humri, rækju og hörpudiski verða sem fyrr háðar kvótum, en ástand þessara stofna virðist nú þann- ig að gera má ráð fyrir nokkurri rýmkun veiðikvóta. Þegar á heildina er litið verður niður- staðan sú, að ekki sé fjarri lagi að búast megi við 2—3% afla- aukingu og að sjávarafurða- framleiðslan aukist að sama skapi. Horfur um aðra útflutnings- framleiðslu benda einnig til um 2% aukningar 1978. Álfram- leiðslan verður jafnmikil og i ár, 72 þús. tn. Framleiðsla ann- arrar iðnaðarvöru til útflutn- ings hefur farið stöðugt vax- andi nokkur undangengin ár og horfur um áframhaldandi aukn- ingu sýnast bærilegar, þótt rekstrarstaða þessara greina sé erfið um þessar mundir. Kísil- gúrframleiðslan er þó næsta ó- trygg, eins og kunnugt er. MJÖLMARKAÐUR NOKKUÐ ÓTRYGGUR Nú í október er talið, að út- flutningsverð sjávarafurða sé 18—19% hærra í erlendri mynt en að meðaltali 1976. Verð frystiafurða hefur hækkað hægt og sígandi á þessu ári, en á hinn bóginn féll fiskimjöl og lýsi mikið í verði um mitt sum- ar, en verð bræðsluafurða var orðið afar hátt fyrri hluta árs- ins. Mjölverð hækkaði hins veg- ar á ný á haustmánuðunum en markaðurinn virðist nokkuð ó- tryggur. Markaðurinn fyrii frystan fisk virðist alltraustur um þessar mundir. Ekki er hægt að búast við, að útflutn- ingsverð sjávarafurða hækki mikið á næsta ári og vart meira en að meðaltali um 7% í er- lendri mynt. Verðlag annars út- flutnings er talið hækka um svipað hlutfall og er þá byggt á spám ýmissa aþjóðastofnana á sviði efnahagsmála um verð- lag í utanríkisviðskiptum árið 1978. Spáin um hækkun inn- flutningsverðlags er því hin sama og þannig gert ráð fyrir, að viðskiptakjörin í utanríkis- verzluninni haldist óbreytt frá 1977 til 1978. Kjarasamningarnir, sem gerð- ir hafa verið á þessu ári, á- kveða verulegar launahækkan- ir, bæði með áfangahækkun grunnkaups og verðbótum, sem mjög mun gæta á næsta ári. Torvelt er að áætla nákvæm- lega, að hvaða kaupmáttaraukn- ingu gerðir samningar stefna, en einkum á-grundvelli samn- inga Alþýðusambandsfélaga virðist aukning kaupmáttar stefna á 7—8% að meðaltali á næsta ári. í fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 1978 er hins vegar gert ráð fyrir breytingum á skattheimtu, bæði hvað varð- ar beina skatta og benzíngjald (og aðra skatta af bifreiðanotk- un), sem héldi nokkuð í við vöxt ráðstöfunartekna heimil- anna. Fari svo fram eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna um 5V2—6% og er reiknað með sömu aukningu einkaneyzlu. f heild er útflutningsframleiðslan talin geta aukizt um 2—3%. FV 11 1977 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.