Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 40
Grímsbær
í u.þ.b. fimm ár hefur verið starfrækt verslanamiðstöð í Fossvoginum, eina verslunarhúsið
í bví hverfi, en bað er Grímsbær. Þar eru reknar fimm verslanir auk skóvinn,ustofu, hárgreiðslu-
stofu, fatahreinsunar, bakaris og fiskbúðar, en það er einmitt fisksalinn, Sit'eingrímur, sem er eig-
andi hússins.
Gnmsbær er eina verslunin enn sem komið er í Fossvoginum.
í Grímsbæ eru:
Ásgeir, matvöruverslun, Skó-
vinnustofa Halldórs, Bókabúð
Fossvogs, Hárgreiðslustofa
Siggu DóiU, Hannyrðaverslunin
Grímsbæ, með hannyrða- og
prjónavörur, Björnsbakarí, en
frá því berst alltaf ilmur af ný-
bökuðum brauðum og kökum,
ígulkerið, blómabúð, sem einn-
ig er með gjafavörur og er nýj-
asta verslunin í Grímsbæ, Fisk-
búð, Fatahreinsunin Grímsbæ
og loks verslunin Sporið, með
vefnaðarvöru, garn, barnaföt
og fleira.
„Svo lengi sem fólk
gengur I skóm verður
næg vinna hjá skó-
smiðum“
Skóvinnustofa Halldórs:
Skósmiðurinn í Grímsbæ,
Iialldór Örn Snorrason, hefur
rekið skóvinnustofu har í 4 ár.
Ilann kvaðst mjög ánægður
með að reka vinnustofu sína í
verslanamiðsíöð, sem Gríms-
bær er og sagði að sá háttur að
reka margar verslanir í sama
húsinu ætti mikla framtíð fyr-
ir sér.
Skósmíði er þriggja ára nám
í Iðnskólanum. Á þeim tíma
sem Halldór lærði voru nemar
látnir smíða skó, en síðustu
2—3 árum hafa nemendur ein-
göngu lært að gera við skó.
Milli 15—20 skósmíðavinnu-
stofur eru starfræktar í Reykja-
vík, og sagði Halldór að undan-
farin ár hefði alls staðar verið
nóg að gera. Nú kostar t.d.
2 389 krónur að sóla og hæla
kvenskc, en nýir kuldaskór
kosta tJ. allt upp í 20 þúsund
krónur, og því finnst fólki
margborga sig að gera upp
gömlu skóna.
Þótt ótrúlegt megi virðast, er
vinnan oft háð veðrinu, því
fólk veigrar sér frekar við að
fara út í slæmu veðri og leiðin-
legri færð með skóna sína til
skósmiðs, en hins vegar koma
alltaf tarnir á vorin og haustin.
Halldór í skóvinnustofu sinni.
„Svo lengi sem fólk gengur
í skóm, verður alitaf vinna hjá
skósmiðum“, sagði Halidór að
lokum og brosti í kampinn.
40
FV 11 1977