Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 57
stundaðar flestar íþróttagrein-
ar aðrar en knattspyrna, skíða-
iðkun og siglingar. Mikill áhugi
er á líkamsrækt og er þrek-
þjálfunardeildin mjög vinsæl. í
Eyjum starfar lyftingaklúbbur
undir stjórn Óskars Sigurpáls-
sonar, sem þjálfar þar af mikl-
um áhuga og atorku. Óskar,
sem starfar sem lögreglumaður
í Eyjum er mikil driffjöður á
þessu sviði og ihefur hann einn-
ig gengist fyrir líkamsræktai-
námskeiði fyrir almenning í
vetur, og hefur aðsókn að því
verið mikil.
Þrekþjálfunardeildin er vel
búin tækjum og nýtur vaxandi
vinsælda. íþróttafélögin hafa
afnot af deildinni endurgjalds-
laust og það færist nú óðum i
vöxt að æfingar á vegum þeirra
hefjist með klukkutíma þrek-
þjálfun.
Frúarleikfimi hefur einnig
verið á boðstólum og aðsókn
verið góð.
ALMENN SÖFNUN TIL
TÆKJAKAUPA — 14
MILLJÓNIR
Vignir fræddi o'kkur á því,
þegar við dáðumst að því hve
vel íþróttamiðstöðin væri búin
tækjum og húsbúnaði, að al-
menn söfnun hefði farið fram
meðal bæjarbúa á sínum tíma
til kaupa á tækjum og áhöld-
um. Ýmis félög gengust fyriv
söfnuninni og söfnuðust hvorki
meira né minna en 14 milljónir
meðal bæjarbúa, sem er ekkert
lítið í 4.500 manna bæ. Fyrir
þetta fé voru keypt öll íþrótta-
tæki, áhöld, húsgögn og 'hljóm-
burðartæki og var það allt til-
búið og uppsett þegar húsið
var opnað 1976.
í þakklætisskyni fyrir mikið
starf þeirra 19 líknarfélaga í
Eyjum sem hjálpuðu til við
söfnunina hafa þau afnot af
fundarsölum Íþróttamiðstöðvar-
innar endurgjaldslaust. íþrótta-
félögin nota einnig þessa fund-
arsali endurgjaldslaust.
Vignir benti okkur á stórar
auglýsingar sem eru á veggjum
íþróttasalarins, en þær eru frá
ýmsum fyrirtækjum. Sagði
hann að þeir hefðu í fyrstu átt
í brösum við yfirvöld íþrótta-
mála rikisins út af þeim, en það
hefði siðan verið leyst úr þvi
máli. Þessar auglýsingar sjá
iþróttafélögin um og nota það
sem inn kemur til þess að
greiða fyrir sín afnot af saln-
um og væri þeim mikill akkur í.
GÓLFÞVOTTAVÉLAR OG
SÓTTHREINSUNARTÆKI
Starfsfólk íþróttamiðstöðvar-
innar vinnur á tveimur vökt-
um, en þótt húsið sé stórt starfa
þar einungis 9 manns í fullu
starfi og einn í hálfu. Húsið er
hannað með það fyrir augum
að fáir geti annast rekstur þess
og eru ýmis nýtísku tæki til
mikillar hjálpar. Með sérstök-
um gólfþvottavélum er unnt að
skúra 3000 fermetra daglega.
Bnnfremur eru öll böð og bún-
ingsklefar úðaðir daglega með
sóttvarnarefni og skolað af
með vatni. Er þetta gert með
nýjum úðunartækjum sem
reynst hafa mjög vel að sögn
Vignis.
FRÁBÆR HLJÓMBURÐUR
Eitt mun alveg sérstakt við
íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
en það er hve góður hljómburð-
ur er í húsinu. Ekkert bergmál
er í húsinu og við vígslu þess
höfðu lúðrasveitarmenn orð á
því hve gott væri að spila í
þvi. Þannig er gengið frá lögn-
um í íþróttasalnum að hægt er
að koma fyrir því magnarakerfi
sem nauðsynlegt er fyrir
skemmtanir. í ráði er að halda
skemmtanir í húsinu til að afla
íþróttastarfseminni tekna. Ver-
ið er að vinna við uppsetningu
sjónvarpspalls þannig að full-
komin aðstaða sé til að lýsa
kappleikjum beint í fjölmiðl-
um.
Með byggingu hússins hafa
Vestmannaeyinar komið sér
upp iþróttaaðstöðu sem mun
fljótt skila miklum árangri.
Ekkert virðist nú vera því til
fyrirstöðu að meiriháttar tón-
leikar Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar geti farið fram í Eyjum svo
aftur færðist líf í „list um
landið“.
Steypustöð
Vestmannaeyja:
IVIarkaður-
inn mætti
vera stærri
— segir Jóhannes
Kristinsson
Steypustöðin í Vestmanna-
eyjum hefur verið starfrækt í
10 ár af núverandi eigendum.
Auk þess að sclja steinsteypu
fæst fyrirtækið við ýmsa aðra
framleiðslu. Við hittum að máli
stjórnarformann Steypustöðvar-
innar Jóhannes Kristinsson og
spurðum hvernig reksturinn
gengi.
— Ekki nógu vel því miður.
Markaðurinn hérna í Eyjum er
of lítill til þess að rekstur svona
steypustöðvar geti verið nægi-
lega hagkvæmur. Árin 1974 og
75 gekk þetta sæmilega en á
árinu 1976 fór salan niður úr
Steypustöð Vestniannaeyja.
FV 11 1977
57