Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 59
öllu valdi. 1975 seldi stöðm á ellefta þúsund rúmmetra af steypu, en við fórum niður í fimm þúsund rúmmetra 1976. Nú hefur þetta aðeins Iþokast uppá við aftur og verður senni- lega 6.500 rúmmetrar í ár. — Hvað eruð þið með marga bíla í steypuflutningunum? — Það má segja að það séu að jafnaði tveir þriggja rúm- metra bílar og einn sex rúm- metra sem bættist við flota okk- ar í vor. — Hvað er framundan hjá ykkur? Er hægt að auka nýt- ingu stöðvarinnar á einhvern hátt? — Það er nú ekkert afráðið með það enn, hinsvegar erum við með ýmsa aðra framleiðslu í tengslum við Steypustöðina svo sem pípugerð og plastfram- leiðslu, þ.e. einangrunarplast og þar að auki erum við talsvert í húsbyggingum. Við steypum öll rör í fyrirtækinu Rörsteyp- an hf. og framleiðum auk þess talsvert af milliveggjasteini. Alla efnismölun erum við sjálf- ir með. Þetta er nú það helzta sem hér er fengist við. — Hvað með steypuefni, nú skilst manni að ekki skorti það síðan gosinu lauk? — Já, fyrir gosið vorum við næstum því komnir út í „Grjót- jötunsævintýri“. Við höfðum samið við færeyinga um að þeir lánuðu okkur bátinn sem iþeii' nota til að sækja steypuefni til Grænlands, en þeir hafa hann þar á sumrin. Meiningin var að hann kæmi 'hér við hjá okkur um leið og hann færi heim um haustið. En báturinn strandaði og þar með var það úr sögunni. Annars átti hann að koma hér við á leið frá Færeyjum í apríi 1973 og prófa hvort hann næði upp einhverju efni hér um slóðir. Á þeim tíma vorum við orðnir anzi tæpir með efni, en eins og þið vitið þá sá „hann þarna niðri“ fyrir því að þetta breyttist. — Hvernig reynist nýja steypuefnið? Nú er þetta ekki gjall er það? — Það hefur nú gengið á ýmsu með það. Þetta er að uppistöðu til basalt — ekki gjall. í fyrstu vorum við að þreifa okkur áfram með að taka efnið hér í fjörunum, en þá var saman við það talsverð aska, eða um 15%, og 'hún var skrambi erfið viðureignar. Nú er hins vegar einungis 1—2% aska í efninu og það er bara til bóta í steypunni. — Úr hverju steypið þið milli- veggj asteininn? — Úr rauðamöl. Við höfum prófað vikurinn en gáfumst upp á honum vegna þess hve hann er sár. Hann eyðileggur öll tæki á örskammri stund, hann er svo 'harður að vélarnar næstum því hverfa á skammri stund. Við höfum undanfarið verið að mala vikur fyrir bæ- inn vegna malbikunarfram- kvæmda, en mölunartækin okkar biluðu nú fyrir nokkrum dögum. Þá tók Þórisós hf. í Reykjavík að sér að hlaupa í skarðið, en þeir urðu dálítið hissa þegar tækin voru uppurin strax á fjórða eða fimmta degi. Síðan hefur þetta verið að fara hjá þeim með skömmu millibili. Við höfum reynt að nota þetta efni í milliveggjastein, en það hefur ekki tekist nógu vel i þeim vélum sem við erum með, enda eru þær gerðar fyrir ann- að efni. — Hvað er verið að vinna að í fyrirtækinu þessa stundina? — Við erum að byggja rað- hús auk þess sem nokkuð stórt steypuverk er framundan á næstu dögum, en það er verið að keppast við að steypa upp nýtt fiskvinnsluhús hérna aust- ur frá. Þá er lokið við að steypa upp flugturninn en verið að byrja á flugstöðinni. >á er tals- vert að gera hjá okkur í röra- steypunni vegna hitaveitufram- kvæmdanna og nýlagna í íbúð- arhverfi og fiskvinnsluhús. Annars var mun meira um að vera í fyrra, nú er þetta aðeins til að halda þessu gangandi. SJÁVARFRÉTTIR koma nú út í hverjum mánuði. Upplag SJÁVARFRÉTTA er nú á sjöunda þúsund eintök. Fjórfalt stærra blað en nokkuð annað á sviði sjávarútvegsins. SJÁVARFRÉTTIR er lesið af þeim, sem starfa við sjávarútveginn og taka ákvarðanir um innkaup vöru og þjónustu fyrir útgerð, fiskiðnað, skipa- smíðastöðvar, vél- smiðjur og aðra aðila á sviði sjávarútvegs og þjónustu- greina hans. Eflið viðskiptin við sjávarútveginn og kynnið vörur og þjónustu í SJÁVARFRÉTTUM. SJÁVARFRÉTTIR Ármúla 18. SÍMAR 82300 OG 82302. FV 11 1977 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.