Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 60
TölvumiðstöA-Rafreiknideild
Annast rekstur tölvuþjónustu
í Vestmannaeyjum
Tölvan hefur verið í nctkun í Eyjum í tvö ár
Húsið að Strandvegi 50 er stórt og reisulegt. Það kallast oft
„Hvíta húsið“ í Eyjum. Framan á því stendur stórum stöfum
Vinnslustöðin hf. í þessu húsi fer fram margvísleg starfsemi,
næstum því eitthvað fyrir alla. Á fyrstu hæðinni er útsala
Á.T.V.R., en á efri hæðum þess má finna skrifstofur útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækja, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, tollbúð-
ina og síðast en ekki sízt Tölvumiðstöð, þá fyrstu og einu í Vest-
mannaeyjum.
Uppi á einni hæðinni fundum
við dyr sem á stóð „Rafeinda-
reiknideild“. Innan dyra hitt-
um við Gísla Friðgeirsson kerf-
isfræðing, en hann hefur um-
sjón með tölvu- eða rafeinda-
reiknideildinni og IBM System
32, en það er talvan sem unnið
er með. Auk Gísla starfa einnig
við tölvuþjónustuna þær Ester
Birgisdóttir, Kristín Garðars-
dóttir og Auðbjörg Björgvins-
dóttir.
Okkur tókst að tefja Gísla
dálítið og fá hann til að segja
okkur vítt og breytt frá starf-
semi fyrirtækisins.
Talvan er búin að vera tvö
ár í notkun í Eyjum. Með henni
er unnið úr hinum ýmsu upp-
lýsingum fyrir frystihúsin á
staðnum, sem þau síðan nota
sem stýritæki í rekstrinum. Má
þar nefna að fylgst er með hrá-
efniskaupum eftir upplýsingum
frá viktunum. Framleiddar af-
urðir eru skráðar jafnóðum auk
þess sem með aðstoð tölvunnar
er fylgst með þeim verðmætum
sem frystihúsin taka við og
þeim sem streyma frá þeim.
Reiknuð er út framlegð hinna
ýmsu afurða, en það eru mikil-
vægar kennitölur fyrir hvers
konar rekstrarstjórn, en úr
þeim má lesa tekjuafköst hverr-
ar afurðar og hlutfall hennar í
heildar tekjuöflun frystihús-
anna.
Þá er talvan ennfremur not-
uð til að reikna út laun starfs-
fólks frystihúsanna, en eins og
allir vita er sá útreikningur
bæði flókinn og tímafrekur
vegna hinna ýmsu kaupauka-
kerfa eða bónuss og verulegt
hagræði í að nota tölvu við
slíkt nú á dögum.
Gísli Friðgeirsson sagði okk-
ur ennfremur að hjá þeim væri
unnið bókhald Fiskiðjunnar og
nokkurra smærri fyrirtækja,
auk þess sem 'þeir seldu út sína
þjónustu til Bæjarsjóðs og
Sjúkrahússins, en einmitt nú
væri til umræðu hvort auka
ætti útselda þjónustu rafeinda-
reiknideildarinnar.
Gísli taldi að miðað við dag-
vinnu væri tölvan fullnýtt í
vissum skilningi, en stefnt væri
að því að skipuleggja starfsem-
ina þannig að notagildi þeirra
upplýsinga sem tölvan getur
unnið yrði betur kynnt Iþeim
sem á þyrftu að halda, og ekki
væri því fyrirhugað að bæta
við annarri tölvu í bráð.
Þegar við spurðum Gísla
hverjar viðtökur svona tæki
fengi í atvinnulífi landsbyggð-
arinnar, sagði hann að það væri
svo sem ekki yfir neinu að
kvarta, þeir hefðu nóg að gera,
sem væri aðalatriðið því svona
tæki væru dýr þótt þau stæðu
ekki ónotuð í þokkabót. Tölv-
una mætti án efa nýta enn
betur sem stjórnunartæki i
rekstri fyrirtækja, en hinsvegar
væri reynslan sú að eftir þv:
sem skriffinnskan jykist í
þjóðfélaginu því meiri kröfur
væru gerðar til hennar. Þegar
vitað er af tölvu ætlast fólk til
að fá frá henni meiri og betri
upplýsingar en áður og auðvit-
að á mun skemmri tíma.
í bækistöð tölvumiðstöðvarinnar.
60
FV 11 1977