Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 53
Fiskimjölsverksmiðjan í Eyjum Elsta fyrirtæki sirtnar tegundar á Islandi Aftstaða starfsfölks til fyrirmyndar Milli stormsveipa mátti finna ramman og kunnuglegan þef í Vestmannaeyjabæ, svonefnda pen- ingalykt. Hvítan reyk lagði úr strompi myndarlegs húss við Strandveginn en það er Fiskimjöls- verksmiðjan hf., FIVE eða Fífa eins og hún er oftast nefnd. I útgerða.rbæ á borð við Vestmanna- eyjar amast enginn við lyktinni, peningalyktin er einungis góðs viti, eins konar almenn tilkynning um að öll hjól útgerðarinnar snúist. Unnið við pökkun í verksmiðjunni. Um veturnætur er sjaldan lognmolla í bænum, heldur hressilegur gustur af ‘hafi sem hrfur með sér peningalyktina nær jafnóðum og feykir henni út á sjóinn, sem kveðið hefur guðsgjafarþulu Eyjanna síðustu aldirnar. Það leynir sér ekki að fiski- mjölsverksmiðjan er nýtísku fyrirtæki þótt langt sé síðan starfsemin hófst. Þegar okkur bar að garði voru starfsmenn í óða önn að gera klárt fyrir vetrarloðnuna. Viktor Helga- son, verkstjóri, fræddi okkur á því að Fiskimjölsverksmiðjan væri elsta verksmiðjan sinnar tegundar á landinu, en stöðugt væri unnið að endurbótum og ■hvert tækifæri nýtt til að bæta og lagfæra. Sérstaka athygli vakti glæsi- leg aðstaða starfsfólksins, en auk vistlegrar kaffistofu eru snyrtilegir búningsklefar, sturtu'böð og sauna-gufubað. Þá er einnig aðstaða til að njóta ljósbaðs frá háf jallasóllampa og íþróttaaðstöðu svo nokkuð sé nefnt. Verksmiðjan hefur sitt eigið véla- og renniverkstæði og var þar unnið að smíði og viðgerð- um í hverjum krók. VINNUR ÚRGANG ÚR ÞREMUR FRYSTIHÚSUM Viktor Helgason sagði að verksmiðjan væri sameign nokkurra fiskvinnslufyrirtækja í Eyjum og ynnu 50—60 manns í verksmiðjunni að jafnaði. Undanfarið hefði talsvert magn af spærlingi verið brætt í verksmiðjunni eða sem næst 2 þúsund tonn af þeim 12 þús- und tonnum mjöls sem áaetlað er að verði ársframleiðslan ár- ið 1977. í verksmiðjunni er unnið úr beinum og úrgangi frá þremur frystihúsum á staðnum auk þess sem talsvert er framleitt af lýsi. Undanfarið hefur stöðug vinna verið hjá Fiskimjölsverk- smiðjunni frá kl. 8.00 til 19.00 sex daga vikunnar og einstöku sinnum byrjað kl. 4.00 á morgn- ana. Enn vantar þó nokkuð á að afköst verksmiðjunnar séu fullnýtt, þótt reksturinn hafi gengið þolanlega. Þrær verk- smiðjunnar geta geymt allt að 16 þúsund tonn i einu. SALA MJÖLS TIL KÚBU AÐ HEFJAST AFTUR Mjölafurðirnar fara að mestu leyti á Evrópumarkað. Fram- leitt er fiskimjöl, loðnumjöl, karfamjöl og síldarmjöl. Af lýsi er framleitt loðnulýsi, karfalýsi og síldarlýsi. Mest af mjölinu fer til Pól- lands, Finnlands og annarra Evrópulanda. Viktor Helgason gat þess ennfremur að nú í ár seldi verksmiðjan um 2000 tonn af mjöli til Kúbu, en útflutn- ingur þangað hefði legið niðri i fjölda ára. Nu hefði sá mark- aður opnast og hefði verið sam- ið um að íslendingar seldu þangað 10 þús. tonn í fyrsta áfanga. Framkvæmdastjóri Fiski- mjölsverksmiðjuninar hf. er Þorsteinn Sigurðsson. FV 11 1977 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.