Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 14
Atvinnumál: „Stór skipasmíðastöð gæti sparað 6 milljarða í gjaldeyri,, — segir Kristmundur Sörlason ■ Stjörnustáli hf. Fimm fyrirtæki, sem starfa í stáliðnaði, í Reykjavík oft Kópavogi, hafa Uundist samtökum um að bjóða sameiginlega í stór verkefni, sem boðin eru út hér á landi. Sameiginlega fyrir- tækið heitir Stjörnustál hf. og er sitjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Kristmundur Sörlason hjá Stálveri. SAMDRÁTTUR OPINBERRA FRAMKVÆMDA Samkvæmt fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1978 er sam- neyzla talin munu aukast um 1,5%, en opinberar fram- kvæmdir taldar munu dragast saman um 5% á næsta ári. Framkvæmdaáform hins opin- bera hafa raunar þegar verið kynnt í fjárlagafrumvarpinu, en meginstefna þess er í að- haldsátt í opinberum útgjöld- um, einkum þó á sviði orku- mála, en á því sviði hefur orð- ið einna mest útgjaldaaukning á síðustu þremur árum. Þó er ráðgerð veruleg aukning í vega- framkvæmdum á næsta ári. Fjárfesting atvinnuveganna er talin munu minnka um 3% en íbúðabyggingar hins vegar auk- ast um 5—6%. Heildarfjárfest- ingarútgjöld eru því talin minnka um 1—2% 1978. Þegar dregnir eru saman helztu þættir útgjaldanna, virð- ast þjóðarútgjöld munu aukast um tæp 4% á árinu 1978. Þess- ari aukningu fylgir væntanlega aukinn almennur innflutningur, eða um 6—7%. Innflutningur sérstakrai fjárfestingarvöru og rekstrarvöru til álversins er hins vegar talinn munu minnka um 15%, einkum vegna minni innflutnings skipa og tækja til virkjana. Þjónustuinnflutning- ur er talinn aukast um 6% og heiidarinnflutningur vöru og þjónustu er því talinn aukast um 3—4% á næsta ári. Ef gert er ráð fyrir jöfnuði í þjónustuviðskiptum er heild- arinnflutningur vöru og þjón- ustu talinn aukast um 3—4%. Að óbreyttum viðskiptakjörum eins og nú er spáð leiðir þetta til halla á viðskiptajöfnuðinum sem nemur tæplega 1 % af þjóð- arframleiðslu. Þjóðarframleiðslan á næsta ári er því talin munu vaxa um 3V2—4%, eða líkt og þjóðarút- gjöldin, sem virðist í samræmi við heildarframleiðslugetu þjóð- arbúsins. Framleiðslufjármagn er talið munu aukast um 4—5% frá upphafi til loka ársins 1977, og aukning vinnuafls 1978 gæti orðið um 2%. Samstarf fyrirtækjanna er þegar hafið og hefur Stjörnu- stál með höndum gufuvirkjun- ina við Kröfu. Þá er verið að bjóða í verkefni við Grundar- tanga og fyrirhugað að bjóða í að breyta togaranum Júpíter i loðnuskip. „EKKI NÓGU STÓRIR“ Kristmundur segir að upp- hafið að þessu samstarfi hafi verið það, að þegar útiendingar hafi komið til landsins, með ýmis verkefni, aðallega í virkj- unum, hafi þeir gjarnan gengið á sinn fund, til að leita sam- starfs. Niðurstaða hafi alltaf orðið sú sama. Þeir hafi sagt að Stálver væri ágætt fyrirtæki, en ekki nógu stórt til að takast á við stór verkefni. Kristmundur kallaði þá sam- an forystumenn fjögurra ann- arra fyrirtækja, sem hann þekkti alla fyrir. Þeir voru frá Blikk og Stál hf., Vélsmiðjunni Þrym, Blikksmiðjunni Vogi og Málmtækni. Samkomulag tókst um samvinnu og voru alls gefn- dr út 17 hlutar, sem skiptast á einstaklinga í þessum fimm fyr- irtækjum, en þau starfa öll á- fram sjálfstætt. Heildarvelta fyrirtækjanna á þessu ári er á- ætluð tólf hundruð milljónir og tala starfsmanna 270 til 400, eftir árstíma. ÁFORM UM STÓRA SKIPASMÍÐASTÓÐ Stjörnustál hefur nú uppi á- ætlanir um að reisa stóra skipa- Svæði Esso í Elliðavogi. Þar fyrir norðan verður aðstaða til skipasmíði. smíðastöð á Gelgjutanga i Reykjavík. í skipulagi borgar- innar er gert ráð fyrir því, að þar rísi skipasmíðastöð, á svæði milli athafnasvæðis Olíufélags- ins og hins nýja húss Sam- bands Islenskra samvinnufé- laga. Stjörnustál hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld, að fá leyfi til að reisa þar skipa- smíðastöð, en það mál er enn í athugun hjá borgaryfirvöld- um. Kristmundur segir að þeir fé- lagar vilji byggja stórt, fyrir skip allt að tíu þúsund tonn að stærð. Hann bendir á að nýi 14 FV 11 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.