Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 29
Önundur Ásgeirsson, forstjóri, sem stjórnaði umræðum ásamt
Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra. Til hliðar við hann sitja Benedikt
Gröndal og Magnús Torfi Ólafsson.
er nú víst svarti sauðurinn í
þessu öllu saman. Ég get tek-
ið undir með Jóni Skaftasyni,
um það sem hann sagði, að
þarna er ekki óvenjulegt að
stjórnmálamenn ráði einhverju.
En fyrst ég minnist á Fram-
kvæmdastofnunina þá þekki ég
svolítið til á þeim bæ, því ég hef
setið þar sem varamaður núna
undanfarin ár, en mér finnst
einhvern veginn í umræðum
manna og það hefur jafnvel
komið fram hér á þessu þingi,
að þarna sé eitthvað voðalegt
á ferðinni. Ég held að það hafi
komið fram í gær að Byggða-
sjóður hafi ráðstafað 47% af
sínu lánsfé til tveggja kjör-
dæma í landinu, Austfjarða-
kjördæmis og Norðurlandskjör-
dæmis eystra og einhvern veg-
inn hafði ég það á tilfinning-
unni að menn teldu að þarna
hefði verið um vitlausa úthlut-
un að ræða. í hlutfalli við út-
lán lánastofnana var hlutfall
Byggðasjóðs á árinu 1976 nú
ekki meira en 3,9%. En ekki vil
ég nú halda, að menn trúi því
að öllu hafi þessu verið ráð-
stafað með vitlausum hætti. Eig-
um við að segja helmingnum?
Þá er þetta hlutfall komið niður
fyrir 2% af heildarúthlutunum,
sem ráðstafað er ranglega. Nú
er þetta ekki svo. Seðlabanka-
stjóri kom aðeins inn á þetta
varðandi Framkvæmdasjóð í
sinni ræðu, að það hefði ekki
verið óeðlilegt, að ríkið kæmi
inn með lán til ýmissa félags-
legra þátta og ég er alveg sam-
mála þvi. Þarna held ég, að
það gerist einmitt í gegnum
Byggðasjóð. Hins vegar, fyrst
ég er nú farinn að tala um
Byggðasjóð, á hann ekki að
fara inn á útlán, sem banka-
kerfið á að anna eins og t.d. að
lána mönnum til þess að koma
upp rakarastofum og bókhalds-
skrifstofum og svoleiðis út um
land. Það hefur hann gert.
MA>GNÚS TORFI
ÓLAFSSON:
Ég held að það hafi verið of
mikið talað hér um frjálst
markaðshagkerfi. Ég held að
nafnið á því kerfi, sem við er-
um nú að fjalla um, sé réttara
félagslegt markaðskerfi. Það er
það nafn, sem að Erhard gaf
sínum ráðstöfunum á sínum
tíma í Vestur-Þýzkalandi og
sem braut nú í rauninni ísinn
fyrir þá þróun, sem síðan hef-
ur orðið í flestum vestrænum
löndum. Það er því rangt að
tala um frjálst markaðskerfi
að mínum dómi, af því að það
yrði skilið og er eðlilegast að
skilja það, sem afturhvarf til
laissez-faire og ég býst ekki við
að neinn sé þeirrar skoðunar
að það sé unnt eða æskilegt. En
spurningunni ætla ég að svara
þannig, að ég tel, að fjármagn
sem á að skila fullum fjár-
magnskostnaði, skuli bera fulla
markaðsvexti, að því eigi að
ráðstafa eftir arðsemissjónar-
miðum gegnum það kerfi, sem
bankar og aðrar lánastofnanir
hafa komið sér upp til að meta
arðsemi lánsbeiðanda og fylgj-
ast með rekstri þeirra og af-
komu.
Hins vegar tel ég, að það sé
annar geiri ráðstöfunar á fjár-
magni, þar sem ekki er til þess
ætlast, að fullur fjármagnskostn-
aður skili sér, heldur er gert ráð
fyrir að sameiginlegur sjóður
landsmanna beri hluta fjár-
magnskostnaðarins, mismun-
andi mikinn eftir atvikum.
Ákvörðun um slíkt og ráðstöf-
un á fé hljóta að fara fram eft-
ir pólitískum leiðum og þar
verði stjórnmálamenn að koma
við sögu.
BENEDIKT GRÖNDAL;
Maður sleppur ekki með
svona einfalt svar. Ég vildi til
frekari skýringar segja það, að
eins og ykkur er vafalaust ljóst,
þá er ég þeirrar pólitísku skoð-
unar, að ríkisvaldið eigi að hafa
margvisleg og öflug hagstjórn-
artæki og ríkisvaldið eigi að
beita þeim þegar ástæða er til.
Aðgerðir ríkisstjórnar og Al-
þingis hafa því auðvitað stór-
kostleg áhrif á lánsfé, hvert
það fer í stórum straumum, en
spurningin var lögð þannig
fram, að ég býst við, að flestir
muni nú hafa talið, að hún ætti
við nánari atvik, sem við þekkj-
um í okkar þjóðfélagi, þar sem
ýmsir sjóðir og stofnanir eru
til, sem úthluta einstökum lán-
um, þar sem stjórnmálamenn
og t.d. alþingismenn sérstak-
lega sitja. Þrátt fyrir allmargra
ára reynslu, t.d. að stjórn
Byggðasjóðs, sem Ólafur
nefndi, þá tel ég það mjög ó-
heppilegt, að stjórnmáiamenn
og alþingismenn sitji við slíka
úthlutun. Fyrst þegar ég kom
inn í pólitík og fór að skipta
mér af henni þá kom fólkið til
FV 11 1977
29