Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 50
Leó M. Jónsson, tæknifræftingur: Vestmannaeyfar — bær breytinganna Flestir sammála um að Viðlagasjóði hafi farist óhöndulega Á seinni hluta gostímabilsins kom ég til Vestmannaeyja. Það var nokkrum dögum áður en sér- stök vegabréfsskylda var felld úr gildi. Við fórum tveir tæknifræðingar saman til þess að vinna ákveðið verkefni sem okkur bafði verið falið. Farkosturinn var lítil eins hreyfils flugvél, sem reyndur flugmaður stjórnaði. Veður var sæmilegt en lendingarskilyrði svona í meðallagi, sagði flugmaðurinn. Okkur fannst hinsvegar aðfLugið og völlurinn allt annað en aðlaðandi. A leiðinni niður í bæinn og á ferð eftir götum rann manni til rifja sú hrottalega eyðilegging sem átt bafði sér stað í gosinu. Allt var á kafi í ösku, hraunið hafði fært nýlegasta einbýlishúsahverfið í kaf. alls staðar blasti við manni eyðilegging, landspjöll og að því virtist vonlaus auðn. Það var ekki laust við að manni létti síðar þennan sama dag, þegar við höfðum sleppt brautinni og hækkuðum flug- ið yfir Eiðinu til þess að taka síðan stefnu á Reykjavík. Eftir að vera tryggilega lentur og kominn heim, undraðist maður þann kjark og það áræði, sem Vestmannaeyingar sýndu, en þeir voru þá í alvöru farnir að búa sig undir að snúa heim aft- ur til þess að ráðast í endur- byggingu. # Einu ári síðar Svo fór að enn áttti ég er- indi til Vestmannaeyja og þá í byrjun ársins 1976. Þá dvaldist ég þar i viku í góðu yfirlæti á hóteli þeirra bræðra, Birgis og Konráðs Halldórssonar, Hótel Vestmannaeyjar. Nú blasti við manni á leiðinni í gegnum bæ- inn hraðfara uppbygging hvert sem litið var. Hús voru lag- færð, lóðir höfðu verið þrifnar, stórbyggingar voru óðum að komast í gagnið. Vestmannaey- ingar voru sem óðast að flytj- ast heim á ný og hvarvetna var verk að vinna. Maður varð ó- neitanlega var við þá spennu sem fylgdi í kjölfar svo hraðr- ar og stórvirkrar uppbygging- ar, enda var breytingin á bæn- um, á þessu rúma ári, svo yf- irgengileg, að það hefði verið meira en lítið óeðlilegt ef þess hefði ekki orðið vart á sjálfum bæjarbragnum. Miklar sviptingar höfðu átt sér stað á flestum sviðum og hinn einarði bæjarstjóri þeirra Eyverja hafði orðið að hlýta sömu örlögum og Churchill eft- ir að friður komst á. Nýr bæj- arstjóri hafði tekið við, sem þó var eins konar „outsider" að því leyti að hann hafði ekki þurft að standa í eldlínunni á með- an gosið stóð sem hæst, og blésu nú um hann ýmsir vindar. Þegar halda skyldi til Reykjavíkur kom í Ijós að á flugvellinum blésu einnig marg- ir og miklir vindar, ýmist út og suður eða upp og niður. Mátti teljast gott að sjá ekki á eftir relluskarinu fram af hömrun- um, en veðurtepptur var maður í tvo daga. Þá var nýi HERJ- ÓLFUR enn ókominn. # Og enn tæpu ári síðar Enn átti það fyrir mér að liggja að dveljast nokkra daga í Vestmannaeyjum og nú í des- ember 1977. Á þessum árstíma ,,stóla“ innfæddir ekki á flug, en merkilegt nokk lenti Flug- félagsfokkerinn án tafa í fyrstu tilraun og við farþegarnir trítl- uðum út sæl og ánægð. Og nú blasti við manni nýr bær þar sem takturinn var 50 FV 11 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.