Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 25
Meðal þingfulltrúa: Jóliann Briem, blaðaútgefandi, Kristján Frið- riksson, iðnrekandi og Gunnar Ásgeirsson, forstjóri. dreyma um að kalla eðlilegt, þá mundi ég vera mjög hlyntur því að láta framboð og eftir- spurn hafa veruleg áhrif eða úrslitaáhrif á vexti, en við höf- um bara ekki það ástand í efna- hagslífi okkar, að það sé neitt nálægt því að ég sjái neinar forsendur fyrir slíku. Ég óttast það í fyrsta lagi, ef farið verð- ur langt út á þessa leið, sem mikil tilhneiging er til að fara núna að láta vextina fylgja verðbólgunni ,að við séum með því að viðurkenna verðbólguna cg drögum þar með úr vilja okkar til þess að berjast gegn henni. Þetta er uppgjafarmerki. I öðru lagi sýnist mér, að slík pólitík hljóti að magna verð- bólguna og auka erfiðleika þeirra fyrirtækja, sem þurfa að sjálfsögðu á rekstrarfé að halda. Ég tel því að við verðum að fara mjög varlega í þessum efn- um og við verðum að hafa miklu betri forsendur en við höfum í dag, áður en við getum farið að tala um algjörlega frjálsa vexti. MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON: — Ég vil svara spurningunni þannig að það skiptir ekki höf- uðmáli hvort vextirnir eru settir af einhverjum aðila eða ákvarðast á frjálsum markaði. Það sem máli skiptir til þess að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar er, að vextirn- ir séu réttir og að þeir séu já- kvæðir en ekki neikvæðir. Ef þeim skilyrðum er fullnægt þá kemur það jafnvægi, sem menn eru sammála um, að æskilegast sé. Ég fyrir mitt leyti er þeirr- ar skoðunar, að það sé nauðsyn á þessu sviði í leitinni að rétt- um vöxtum og í meðferð þeirra að hafa aðila í þjóðfélaginu, sem hefur ákveðið stýringar- vald á vöxtunum. Það er ekki líklegt, að frjáls fjármagns- markaður án opinberrar íhlut- unar geti þrifist hér. En vegna þess að aðrir hafa farið dálítið út fyrir efnið, þá vona ég að mér leyfist það líka í þessu máli. Það vantar að mínum dómi inn í þessar umræður um vexti og áhrif þeirra og teng- inguna milli verðbólgu og vaxta, töluvert þýðingarmikinn lið, sem komið var þó nokkuð inn á í máli seðlabankastjóra, þegar hann gerði greinarmun á kostnaðarverðbólgu og eftir- spurnarverðbólgu. Það er ekki nokkur vafi á því, að verðbólgu- áhrif falskra vaxta, neikvæðra vaxta af sparifé og áhættufjár- magni eru svo langtum marg- falt meiri en þau kostnaðar- áhrif, sem af því koma í bili að Magnús Torfi: „Þarf a'ðila í þjóðfélaginu sem hefur stýring- ar vald á vöxtunum“. færa vaxtastigið til samræmis við verðbólgustigið. Þetta kem- ur ekki til af því, að vaxta- kostnaður sé ekki stór liður í fjármögnun fyrirtækja og ein- staklinga og opinberra aðila. Þetta stafar af því að meðan vextir eru neikvæðir á veruleg- um hluta, jafnvel yfirgnæfandi meirihluta, af fjármagni, sem til ráðstöfunar er þá er því var- ið eftir skömmtunarleiðum með neikvæðum vöxtum, með falskri leigu, þá er eftirspurnin ómettandi. Fjármagnsþörfinni er mætt að vissu leyti með þessu skömmtunarfjármagni en eigið fjármagnið, sem ætti i rauninni að standa undir þess- um kostnaði að verulegu leyti hjá fyrirtækjum og hjá einstak- lingum, það fer aðrar leiðir. Það fer út í verðbólgubraskið. Það sem gerist um leið og vext- irnir eru leiðréttir er það, að þetta fiármagn það skilar sér aftur inn í reksturinn hjá fyr- irtækjum, inn í húshaldið hjá einstaklingum, svo að þá greiða þeir sjálfum sér að nokkrum hluta þessa háu vexti, fá þessa háu vexti, geta reikn- að þá af sínu eigin fé. Þetta er sá liður, sem mér hefur fund- ist vanta í þessar umræður og ég hef reynt að koma hér á framfæri í stuttu máli. LÚÐVÍK JÓSEPSSON: — Það var einhver af fyrirles- FV 11 1977 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.