Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 16
Verklegar framkvæmdir:
Næg verkefni framundan
hjá verktökum i vetur
Frjáls verzlun leitar upplýsinga hjá verktökum um verkefni þeirra
Verktakar á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa næg verkefni framundan í vetur bæði fyrir opin-
bera aðila og jeinkaaðila. Helstu verk sem beir hafa með höndum fyrir opinbera aðila eru gatna-
gerðaframkvæmdir, auk lagningu liitaveitu og byggingar Ieiguíbúða fyrir sveitarfélög, sem onú rísa
víða um landið. Virðist síst gæta atvinnuleysis í byggingariðnaði, og er bað ef til ekki síst að
bakka hinni góðu tíð, sem hefur verið í vetur. Frjáls verslun leitaði til nokkura. verktaka í Verk-
takasambandinu og fara upplýsingar um einstök verk beirra hér á eftir. Ekki náðist þó í alla, sem
eru í Verktakasambandinu.
AÐALBRAUT HF.
Aðalbraut hf. er nú að ljúka
tveimur verkum fyrir opinbera
aðila. Annars vegar Hvalfjarð-
arlinu, verkhluta 1 sem er und-
irstaða undir 62 háspennumöst-
ur og gatnagerðarframkvæmd-
um fyrir Reykjavíkurborg í
Seljahverfi 9. áfanga.
Nýhafnar eru framkvæmdir
á vegum fyrirtækisins við að-
veitustöð nr. 1 við Barónsstíg
fyrir Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. Þessa dagana standa yfir
framkvæmdir við aðalæð Heið-
mörk—Reykjavík, sem er end-
anleg tenging við Reykjavík.
ÁRMANNSFELL HF.
Undanfarið hefur fyrirtækið
verið að reisa hús að Hæðar-
garði 1—27, en það er sam-
byggð 23 ja húsa, 3—6 her-
bergja. Búist er við að fyrstu
íbúarnir geti flutt um áramót-
in. Arkitekt sambyggðarinnar
er Vífill Magnússon, en verk-
fræðistörf hefur Verkfræðistof-
an Vægi annast.
Ármannsfell er einnig að
reisa sjúkrahús á ísafirði o^ sér
um múrverk innanhúss og íagn-
ir í hús geðdeildar Landspítal-
ans í Reykjavík.
BRÚN HF.
Brún hf. er nú að reisa leigu-
íbúðir fyrir sveitarfélagið á
Suðureyri. Áætlað er að íbúð-
irnar verði fokheldar í desem-
ber. Þá hefur Brún lokið við
að steypa götur á Suðureyri, og
framkvæmdir standa nú yfir
við byggingu íþróttahúss fyrir
Digranesskóla í Kópavogi.
HLAÐBÆR
Gatnagerðarframkvæmdir á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og
gerð grunna fyrir opinbera að-
ila og einkaaðila eru meðal
helstu verkefna Hlaðbæs um
þessar mundir, en auk þess hef-
ur fyrirtækið ýmis smærri verk
með höndum.
LOFTORKA HF.
Helstu verkefni fyrirtækis-
ins eru lagning hitaveitu í
Garðabæ, en þeim framkvæmd-
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sími: 13652
GÍSLIJÓNSSON: POULVAD:
KONUR OG KOSNINGAR HIN LÍTILÞÆGU
Sagan um baráttu íslenskra Úlfur Hjörvar þýddi.
kvenna fyrir kosningarétti. Skáldsaga eftir einn af snjöllustu
nútímahöfundum Dana. Hún lýsir
ungu en rótslitnu fólki Í.Kaup-
mannahöfn, sálarlífi þess, ein-
semd og örlögum.
16
FV 11 1977