Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 54
íþrófttamiðstöð Vestmannaeyja Eitt glæsilegasta íþrótta- mannvirki landsins Almenn framlög til tækjakaupa nema 14 milljónum króna Hinn 11. september 1976 tók til starfa ný íþróttamiðstöð í Vestmannaeyjum. Rúmlega 13 mánuði tók að reisa þetta glæsilega mannvirki, sem stendur í svonefndri Brimhólalaut. Gólfflötur hússins er um 3.300 fermetrar. Þar er sundlaug 25x11 metrar, íþróttasalur 20x40 metrar, hvort tveggja af alþjóðlegri stærð kcppnisstaða, auk gufubaðs, kaffiteríu, fundarsala og þrekþjálfunardeildar. Framkvæmdastjóri íþrótta- miðstöðvarinnar er Vignir Guðnason. Hann sýndi okkur, blaðamanni og ljósmyndara húsið, fræddi okkur um skipu- lag þess og starfsemi auk þess sem hann svaraði nokkrum spurningum. íþróttamiðstöðin er hönnuð af danska arkitektinum Poul Kergárd og reist af dönsku byggingafyrirtæki sem bauð í verkið á sínum tíma. Eftirlit með byggingu þess önnuðust 4 danir sem voru í Eyjum allan byggingartímann, en iðnaðar- menn úr Eyjum unnu verkið og voru 50 manns við byggingu þess á tímabili. Vignir Guðnason sagði að allir væru mjög ánægðir með húsið og á einu máli um að það hefði tekist alveg sérstaklega vel. Húsið er afar skemmtilegt og fallegt þótt enginn sé þar óþarfa íburður. Burðavirki eru úr límtrésbitum, sem gefa hús- inu mjög sérkennilegan og skemmtilegan svip, auk þess sem allir innanstokksmunir eru smekklegir og aðlaðandi. Við báðum Vigni að lýsa hús- inu í grófum dráttum: LÝSING A HÚSINU Sundlaugin er af alþjóðlegri keppnisstærð en hún er 25x11 metrar. Búningsklefar eru rúm- góðir og tvöfalt sauna-gufubað, fyrir karla og konur. Auk þess eru í þeirri álmu hússins tvö kennaraherbergi, skrifstofa og kaffistofa starfsfólks. Þá er álma með miðasölu, geymslum, þvottahúsi, fundar- sölum og þrekþjálfunardeild. í austurenda er kaffitería fyrir gesti hússins. íþróttasalurinn er einnig af alþjóðlegri keppnisstærð, 20x40 metrar. í tengslum við hann eru sex aðskilin búningsher- bergi. Salnum er hægt að skipta niður í þrjá smærri sali sem hver um sig 'hefur tvö búningsherbergi. f norðurenda hússins mun verða sérstakt dómaraherbergi fyrir kappleiki á knattspyrnu- vellinum, sem er hér smáspöl frá húsinu. í vor mun verða foyrjað á að gera heita potta utanhúss fyrir sundgesti auk þess sem í ráði er að koma þar upp sólbaðs- aðstöðu. Við spyi’jum Vigni hvernig rekstri hússins sé hagað: A veturna nota skólarnir sundlaugina til kennslu frá 9—17, 6 daga vikunnar, en al- menningstími er á morgnanna frá 7—9, í hádegi-nu og frá kl. 17 til 21.30 á kvöldin alla daga vikunnar. Sunddeildin hefur æfingatíma á kvöldin frá 21.30 til 22.30, 54 FV 11 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.