Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Side 54

Frjáls verslun - 01.11.1977, Side 54
íþrófttamiðstöð Vestmannaeyja Eitt glæsilegasta íþrótta- mannvirki landsins Almenn framlög til tækjakaupa nema 14 milljónum króna Hinn 11. september 1976 tók til starfa ný íþróttamiðstöð í Vestmannaeyjum. Rúmlega 13 mánuði tók að reisa þetta glæsilega mannvirki, sem stendur í svonefndri Brimhólalaut. Gólfflötur hússins er um 3.300 fermetrar. Þar er sundlaug 25x11 metrar, íþróttasalur 20x40 metrar, hvort tveggja af alþjóðlegri stærð kcppnisstaða, auk gufubaðs, kaffiteríu, fundarsala og þrekþjálfunardeildar. Framkvæmdastjóri íþrótta- miðstöðvarinnar er Vignir Guðnason. Hann sýndi okkur, blaðamanni og ljósmyndara húsið, fræddi okkur um skipu- lag þess og starfsemi auk þess sem hann svaraði nokkrum spurningum. íþróttamiðstöðin er hönnuð af danska arkitektinum Poul Kergárd og reist af dönsku byggingafyrirtæki sem bauð í verkið á sínum tíma. Eftirlit með byggingu þess önnuðust 4 danir sem voru í Eyjum allan byggingartímann, en iðnaðar- menn úr Eyjum unnu verkið og voru 50 manns við byggingu þess á tímabili. Vignir Guðnason sagði að allir væru mjög ánægðir með húsið og á einu máli um að það hefði tekist alveg sérstaklega vel. Húsið er afar skemmtilegt og fallegt þótt enginn sé þar óþarfa íburður. Burðavirki eru úr límtrésbitum, sem gefa hús- inu mjög sérkennilegan og skemmtilegan svip, auk þess sem allir innanstokksmunir eru smekklegir og aðlaðandi. Við báðum Vigni að lýsa hús- inu í grófum dráttum: LÝSING A HÚSINU Sundlaugin er af alþjóðlegri keppnisstærð en hún er 25x11 metrar. Búningsklefar eru rúm- góðir og tvöfalt sauna-gufubað, fyrir karla og konur. Auk þess eru í þeirri álmu hússins tvö kennaraherbergi, skrifstofa og kaffistofa starfsfólks. Þá er álma með miðasölu, geymslum, þvottahúsi, fundar- sölum og þrekþjálfunardeild. í austurenda er kaffitería fyrir gesti hússins. íþróttasalurinn er einnig af alþjóðlegri keppnisstærð, 20x40 metrar. í tengslum við hann eru sex aðskilin búningsher- bergi. Salnum er hægt að skipta niður í þrjá smærri sali sem hver um sig 'hefur tvö búningsherbergi. f norðurenda hússins mun verða sérstakt dómaraherbergi fyrir kappleiki á knattspyrnu- vellinum, sem er hér smáspöl frá húsinu. í vor mun verða foyrjað á að gera heita potta utanhúss fyrir sundgesti auk þess sem í ráði er að koma þar upp sólbaðs- aðstöðu. Við spyi’jum Vigni hvernig rekstri hússins sé hagað: A veturna nota skólarnir sundlaugina til kennslu frá 9—17, 6 daga vikunnar, en al- menningstími er á morgnanna frá 7—9, í hádegi-nu og frá kl. 17 til 21.30 á kvöldin alla daga vikunnar. Sunddeildin hefur æfingatíma á kvöldin frá 21.30 til 22.30, 54 FV 11 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.