Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 14
Atvinnumál:
„Stór skipasmíðastöð
gæti sparað
6 milljarða í gjaldeyri,,
— segir Kristmundur Sörlason ■ Stjörnustáli hf.
Fimm fyrirtæki, sem starfa í stáliðnaði, í Reykjavík oft
Kópavogi, hafa Uundist samtökum um að bjóða sameiginlega í
stór verkefni, sem boðin eru út hér á landi. Sameiginlega fyrir-
tækið heitir Stjörnustál hf. og er sitjórnarformaður og fram-
kvæmdastjóri Kristmundur Sörlason hjá Stálveri.
SAMDRÁTTUR OPINBERRA
FRAMKVÆMDA
Samkvæmt fjárlagafrum-
varpi fyrir árið 1978 er sam-
neyzla talin munu aukast um
1,5%, en opinberar fram-
kvæmdir taldar munu dragast
saman um 5% á næsta ári.
Framkvæmdaáform hins opin-
bera hafa raunar þegar verið
kynnt í fjárlagafrumvarpinu,
en meginstefna þess er í að-
haldsátt í opinberum útgjöld-
um, einkum þó á sviði orku-
mála, en á því sviði hefur orð-
ið einna mest útgjaldaaukning
á síðustu þremur árum. Þó er
ráðgerð veruleg aukning í vega-
framkvæmdum á næsta ári.
Fjárfesting atvinnuveganna er
talin munu minnka um 3% en
íbúðabyggingar hins vegar auk-
ast um 5—6%. Heildarfjárfest-
ingarútgjöld eru því talin
minnka um 1—2% 1978.
Þegar dregnir eru saman
helztu þættir útgjaldanna, virð-
ast þjóðarútgjöld munu aukast
um tæp 4% á árinu 1978. Þess-
ari aukningu fylgir væntanlega
aukinn almennur innflutningur,
eða um 6—7%. Innflutningur
sérstakrai fjárfestingarvöru og
rekstrarvöru til álversins er
hins vegar talinn munu minnka
um 15%, einkum vegna minni
innflutnings skipa og tækja til
virkjana. Þjónustuinnflutning-
ur er talinn aukast um 6% og
heiidarinnflutningur vöru og
þjónustu er því talinn aukast
um 3—4% á næsta ári.
Ef gert er ráð fyrir jöfnuði
í þjónustuviðskiptum er heild-
arinnflutningur vöru og þjón-
ustu talinn aukast um 3—4%.
Að óbreyttum viðskiptakjörum
eins og nú er spáð leiðir þetta
til halla á viðskiptajöfnuðinum
sem nemur tæplega 1 % af þjóð-
arframleiðslu.
Þjóðarframleiðslan á næsta
ári er því talin munu vaxa um
3V2—4%, eða líkt og þjóðarút-
gjöldin, sem virðist í samræmi
við heildarframleiðslugetu þjóð-
arbúsins. Framleiðslufjármagn
er talið munu aukast um 4—5%
frá upphafi til loka ársins 1977,
og aukning vinnuafls 1978 gæti
orðið um 2%.
Samstarf fyrirtækjanna er
þegar hafið og hefur Stjörnu-
stál með höndum gufuvirkjun-
ina við Kröfu. Þá er verið að
bjóða í verkefni við Grundar-
tanga og fyrirhugað að bjóða í
að breyta togaranum Júpíter i
loðnuskip.
„EKKI NÓGU STÓRIR“
Kristmundur segir að upp-
hafið að þessu samstarfi hafi
verið það, að þegar útiendingar
hafi komið til landsins, með
ýmis verkefni, aðallega í virkj-
unum, hafi þeir gjarnan gengið
á sinn fund, til að leita sam-
starfs. Niðurstaða hafi alltaf
orðið sú sama. Þeir hafi sagt
að Stálver væri ágætt fyrirtæki,
en ekki nógu stórt til að takast
á við stór verkefni.
Kristmundur kallaði þá sam-
an forystumenn fjögurra ann-
arra fyrirtækja, sem hann
þekkti alla fyrir. Þeir voru frá
Blikk og Stál hf., Vélsmiðjunni
Þrym, Blikksmiðjunni Vogi og
Málmtækni. Samkomulag tókst
um samvinnu og voru alls gefn-
dr út 17 hlutar, sem skiptast á
einstaklinga í þessum fimm fyr-
irtækjum, en þau starfa öll á-
fram sjálfstætt. Heildarvelta
fyrirtækjanna á þessu ári er á-
ætluð tólf hundruð milljónir og
tala starfsmanna 270 til 400,
eftir árstíma.
ÁFORM UM STÓRA
SKIPASMÍÐASTÓÐ
Stjörnustál hefur nú uppi á-
ætlanir um að reisa stóra skipa-
Svæði Esso í Elliðavogi. Þar
fyrir norðan verður aðstaða til
skipasmíði.
smíðastöð á Gelgjutanga i
Reykjavík. í skipulagi borgar-
innar er gert ráð fyrir því, að
þar rísi skipasmíðastöð, á svæði
milli athafnasvæðis Olíufélags-
ins og hins nýja húss Sam-
bands Islenskra samvinnufé-
laga. Stjörnustál hefur óskað
eftir því við borgaryfirvöld, að
fá leyfi til að reisa þar skipa-
smíðastöð, en það mál er enn
í athugun hjá borgaryfirvöld-
um.
Kristmundur segir að þeir fé-
lagar vilji byggja stórt, fyrir
skip allt að tíu þúsund tonn að
stærð. Hann bendir á að nýi
14
FV 11 1977