Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Page 53

Frjáls verslun - 01.11.1977, Page 53
Fiskimjölsverksmiðjan í Eyjum Elsta fyrirtæki sirtnar tegundar á Islandi Aftstaða starfsfölks til fyrirmyndar Milli stormsveipa mátti finna ramman og kunnuglegan þef í Vestmannaeyjabæ, svonefnda pen- ingalykt. Hvítan reyk lagði úr strompi myndarlegs húss við Strandveginn en það er Fiskimjöls- verksmiðjan hf., FIVE eða Fífa eins og hún er oftast nefnd. I útgerða.rbæ á borð við Vestmanna- eyjar amast enginn við lyktinni, peningalyktin er einungis góðs viti, eins konar almenn tilkynning um að öll hjól útgerðarinnar snúist. Unnið við pökkun í verksmiðjunni. Um veturnætur er sjaldan lognmolla í bænum, heldur hressilegur gustur af ‘hafi sem hrfur með sér peningalyktina nær jafnóðum og feykir henni út á sjóinn, sem kveðið hefur guðsgjafarþulu Eyjanna síðustu aldirnar. Það leynir sér ekki að fiski- mjölsverksmiðjan er nýtísku fyrirtæki þótt langt sé síðan starfsemin hófst. Þegar okkur bar að garði voru starfsmenn í óða önn að gera klárt fyrir vetrarloðnuna. Viktor Helga- son, verkstjóri, fræddi okkur á því að Fiskimjölsverksmiðjan væri elsta verksmiðjan sinnar tegundar á landinu, en stöðugt væri unnið að endurbótum og ■hvert tækifæri nýtt til að bæta og lagfæra. Sérstaka athygli vakti glæsi- leg aðstaða starfsfólksins, en auk vistlegrar kaffistofu eru snyrtilegir búningsklefar, sturtu'böð og sauna-gufubað. Þá er einnig aðstaða til að njóta ljósbaðs frá háf jallasóllampa og íþróttaaðstöðu svo nokkuð sé nefnt. Verksmiðjan hefur sitt eigið véla- og renniverkstæði og var þar unnið að smíði og viðgerð- um í hverjum krók. VINNUR ÚRGANG ÚR ÞREMUR FRYSTIHÚSUM Viktor Helgason sagði að verksmiðjan væri sameign nokkurra fiskvinnslufyrirtækja í Eyjum og ynnu 50—60 manns í verksmiðjunni að jafnaði. Undanfarið hefði talsvert magn af spærlingi verið brætt í verksmiðjunni eða sem næst 2 þúsund tonn af þeim 12 þús- und tonnum mjöls sem áaetlað er að verði ársframleiðslan ár- ið 1977. í verksmiðjunni er unnið úr beinum og úrgangi frá þremur frystihúsum á staðnum auk þess sem talsvert er framleitt af lýsi. Undanfarið hefur stöðug vinna verið hjá Fiskimjölsverk- smiðjunni frá kl. 8.00 til 19.00 sex daga vikunnar og einstöku sinnum byrjað kl. 4.00 á morgn- ana. Enn vantar þó nokkuð á að afköst verksmiðjunnar séu fullnýtt, þótt reksturinn hafi gengið þolanlega. Þrær verk- smiðjunnar geta geymt allt að 16 þúsund tonn i einu. SALA MJÖLS TIL KÚBU AÐ HEFJAST AFTUR Mjölafurðirnar fara að mestu leyti á Evrópumarkað. Fram- leitt er fiskimjöl, loðnumjöl, karfamjöl og síldarmjöl. Af lýsi er framleitt loðnulýsi, karfalýsi og síldarlýsi. Mest af mjölinu fer til Pól- lands, Finnlands og annarra Evrópulanda. Viktor Helgason gat þess ennfremur að nú í ár seldi verksmiðjan um 2000 tonn af mjöli til Kúbu, en útflutn- ingur þangað hefði legið niðri i fjölda ára. Nu hefði sá mark- aður opnast og hefði verið sam- ið um að íslendingar seldu þangað 10 þús. tonn í fyrsta áfanga. Framkvæmdastjóri Fiski- mjölsverksmiðjuninar hf. er Þorsteinn Sigurðsson. FV 11 1977 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.