Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 19
skip í eigu annarra félaga
en Eimskips og
Sambandsins
tíma. Auðvitað er ekki hægt að
kvarta undan því að verkefni hafi
skort fyrir skipið."
Svo mæltist Finnboga Gíslasyni,
framkvæmdastjóra Bifrastar h.f. er
Frjáls verzlun leit við hjá honum á
skrifstofu fyrirtækisins að
Klapparstíg 29. Þeir Bifrastarmenn
þurfa ekki að kvarta undan
áhugaleysi á fyrirtæki þeirra, enda
komu þeir inn í sjóflutningana eins
og hvirfilbylur. Fyrirtækið var
stofnað í byrjun árs 1977 og á eitt
skip, m.s. Bifröst, 975 br.rúml. og
heldur félagið nú uppi áætlunar-
ferðum milli íslands og Ameríku.
Farið er á um 25 daga fresti frá
Hafnarfirði. Þar hefur félagið sér-
staka hafnaraðstööu fyrir skipið.
Notuð er flutningaaðferð er nefnist
Roll on Roll off (RoRo) og er Bif-
röst eina íslenzka skipið í milli-
landasiglingunum, sem getur not-
að hana. Bifröst annast alla al-
menna vöruflutninga, allt sem flutt
verður á hjólum eða í gámum. Fé-
lagið á gáma sem bæði geta haldiö
fraktinni heitri og kaldri eftir þörf.
,,Við flytjum allt frá jarðýtum í títu-
prjóna," eins og framkvæmda-
stjórinn orðaði það. Þá hefur Bif-
röst h.f. 1200 m2 vöruskemmu sína
í Hafnarfirði. Hjá Bifröst h.f. eru nú
24 fastráðnir starfsmenn og auk
þess starfar hjá fyrirtækinu laus-
ráðið verkafólk. Bifröst h.f. er al-
mennt hlutafélag og á fjöldi ein-
staklinga og fyrirtækja hluti í því.
li
19