Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 20
- „í ávaxtaflutningum á Miöjaröarhafi fyrir ungverska og alsírska aöi!a„ Næg verkefni fyrir öll skip Nesskip Nesskip h.f. var stofnað í byrjun árs 1974. Fyrirtækið á nú í dag 3 skip: Suðurland, Vesturland og ísnes, samtals 4753 br. rúmlestir. Að sögn Guðmundar Asgeirsson- ar framkvæmdastjóra Nesskips h.f. eru næg og góð verkefni fyrir öll skipin og hafa þau verið í flutningum milli Islands og meginlandsins, milii hafna þar og einnig talsvert milli hafna hér heima. Suðurland hefur verið í saltfisk- flutningi héðan til Miðjarðarhafs- landanna enda er það skip sér- staklega útbúið sem kæliskip. Vesturlandið hefur aðallega verið í mjölflutningi héðan og á heimleið hefur skipið ýmist verið leigt stóru skipafélögunum eða flutt heila farma. ísnes vareingöngu erlendis á síðasta ári og flutti skipið um 154.000 tonn í 40 ferðum. ísnes mun verða í hráefnisflutningum fyrir Járnblendifélagið Grundar- tanga en einnig mun pað verða eitthvað í flutningum milli hafna erlendis. ,,Við erum að hugsa um að reyna að fá okkur annað skip ámóta og Isnesið til þess að við getum tryggt Grundartangaverk- smiðjunni sem mest öryggi í hrá- efnisöflun. Mestur hluti hráefnis- ins kemur frá Norður-Noregi en einnig frá nokkrum öðrum stöðum í Evrópu," sagði Guðmundur. Samtals munu skip félagsins hafa flutt yfir 200.000 tonn á síðasta ári. Hjá Nesskip h.f. starfa nú um 50 fastráðnir starfsmenn. Hvalvík lestar salt á Spáni - „Getur borgaö sig aö leigja skip fyrir 500 tonna frakt„ „Viö byrjuðum meö bjartsýnina eina sem veganesti. Ég var búinn aö vera skipstjóri og stýrimaður bæöi heima og erlendis nokkuð lengi og langaði til að reyna að gera út sjálfur," sagði Finnbogi Kjeld, forstjóri skipafélagsins Víkur h.f. „Nú eigum við tvö skip Hvalvík og Eldvík, sem samtals hafa 7200 tonna burðargetu. Við erum með þau í svo nefndum leigusiglingum, sem Bretinn kall- ar „tramping“. Við siglum talsvert fyrir erlenda aðila, þegar ekki eru næg verkefni fyrir skipin í ís- landssiglingunum. Við stofnuðum fyrirtækið '69 og það voru bara góð ár fram að árinu 1975. Útkoman 1978 varð svo aftur þokkaleg. Þetta stefnir allt f rétta átt," sagði Finnbogi. Hann kvað Eldvíkina vera út- búna sem kæliskip og því mikið notaða við saltfiskflutningana. ,,Við erum mest í þungavöruflutn- ingum. Flytjum mikinn saltfisk fyrir SÍF til Spánar, Portúgals, Ítalíu og Grikklands og tökum þá gjarnan með okkur heim salt frá Suð- ur-Spáni en við störfum í nánum tengslum við Saltsöluna h.f. Við höfum líka talsvert verið í flutning- um milli Grænlands og Danmerk- ur. Við fluttum rörin fyrir hitaveitu- framkvæmdirnar í Keflavík og Akureyri, gjall fyrir Sementsverk- smiðjuna, loðnumjöl flytjum við og svo sáum viö um skreiðarflutning- ana til Nígeríu í fyrra svo eitthvað 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.