Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Side 45

Frjáls verslun - 01.04.1979, Side 45
Lakkframleiðsla fyrir Sovél er um helmingur af heildarframleiðslu Hörpu. 4000 tunnur af hvítu Ekki er óhugsandi að undirbúnlngur Ólympíuleikanna í Moskvu leiði til frekari málningarkaupa hér á landl. þessa árs eru 1220 $ (ob á tonn, og er það 25% hækkun frá því síðasta ár, að sögn Magnúsar Helgasonar framkvæmdastjóra Hörpu hf. er F.V. spjallaði við hann um útflutn- ingsframleiðslu málningarverk- smiöjunnar. Hefur málningin aðal- lega verið flutt til Ventspils. Gerður er fastur samningur, þannig að ekki er um að ræða verðbreytingar á samningstímanum. Málningarverksmiðjan Harpa hefur selt málningu á markað í Sovétríkjunum frá því árið 1965. Þá voru seldar 250 þúsund eins lítra dósir af hvítu lakki. Harpa hefur síðan afgreitt þangað máln- ingu á hverju ári og í mars s.l. var gerður samningur um sölu á 1000 tonnum af hvítu lakki til Sovétríkj- anna. Skiptist þetta magn á milli málningarverksmiðjunnar Hörpu sem framleiðir 650 tonn og máln- ingarverksmiðju Sambandsins Sjafnar, sem framleiðir 350 tonn. Samningsverð fyrir framleiðslu lakki til Sovétríkjanna Þau ár sem málningaverksmiðj- an Harpa hefur framleitt málningu á markað i Sovétríkjunum hefur nær eingöngu verið pantað hvitt lakk, utan tvisvar. 1967 voru keypt hundrað tonn af lakki í ýmsum lit- um. Var það vegna byltingaraf- mælisins það ár, og var lakkið notað til að mála plaköt í tilefni þess. Fyrir nokkrum árum síðan seldi Harpa hf, einnig svart bíla- lakk til Sovétríkjanna. Magnús Helgason sagði, að fyrir um það bil átta árum hefðu við- skiptin við Sovétríkin aukist nokk- uð, eða í 1000—1200 tunnur af málningu á ári. Stærsta pöntunin hefur verið 5000 tunnur af máln- ingu í einum lit, þ.e. hvítu. I’ ár verða fluttar út 4000 tunnur af hvítri málningu til Sovétríkjanna, en alltaf utan fyrsta árið hefur málningin verið flutt út í tunnum. Sovétmenn flytja inn u.þ.b. hundrað þúsund tonn af málningu á ári, og er því eitt prósent af inn- flutningi þeirra frá íslandi, að sögn Magnúsar. Magnús sagðist búast

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.