Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Síða 57

Frjáls verslun - 01.04.1979, Síða 57
skipin af hólmi, og á árunum 1910—1929 ráku Englendingar mikla togaraútgerö frá Hafnarfiröi. Ekki þarf aö rekja sögu bæjarins öllu nær nútímanum því flestir kannast við uppgang bæjarins síðan. Nýtt íbúðarhúsa- hverfi — Hvammahverfi Til aö fræöast nánar um Hafn- arfjarðarbæ í dag bönkuðum viö upp á hjá Guðbirni Ólafssyni bæj- arritara og spuröum hann spjör- unum úr. Aðspurður um fram- kvæmdir á vegum bæjarins sagði hann aö þær væru hinar margvís- legustu og erfitt að taka sumt en sleppa öðru. Þó mætti nefna að til dæmis væri nýtt íbúðarhúsahverfi, sem kallað hefur verið Hvamma- hverfi, komið langt á veg. Lóðum hafi verið úthlutað og þar væ'ri ný- byrjað á gatnagerð. Einnig væri nýbyrjað að úthluta lóðum í nýju iðnaðarhverfi sem væri staðsett norðan við Keflavíkurveginn, við Kaþlakrika. Hann kvað vera þó nokkra eftirspurn eftir lóðum í þessu hverfi og til dæmis hefðu Síld og fiskur, Efnagerðin Valur og Hagkaup sýnt mikinn áhuga að fá lóðir í þessu nýja hverfi. Af öðr- um framkvæmdum má nefna við- byggingu við Lækjarskóla, loka- framkvæmdir við Engidalsskóla, lokið við tvö síðustu húsin fyrir aldraða við Álfaskeið og þegar því verki væri lokið yrðu fullgerð 5 hús fyrir aldraða en í hverju húsi munu vera 6 íbúðir og að lokum væri búið að kaupa húsnæði undir skóladagheimili. í sambandi við framkvæmdir í nánustu framtíð kvað Guðbjörn erfitt að segja um en Ijóst þætti aö bráðlega yrði að fara út í skipulag á frekari bygg- ingasvæðum. Iðnaðurinn í bænum hefur verið í örum vexti og bærinn hefur kappkostað að búa þannig að honum að hann búi allavega ekki við lakari skilyrði en í öörum bæj- arfélögum. Verslunin á stöðugt í samkeppni við höfuðborgina og Guðbirni fannst það sláandi hvað kaupmaðurinn á horninu ætti erfitt uppdráttar vegna þess að hinir stóru vörumarkaðir nytu sífellt meiri vinsælda neytenda. Tólf fiskiðnaðar- fyrirtæki Hafnarfjörður er sennilega best þekktur fyrir það að vera mikill út- gerðarbær og hefur uppgangur bæjarins allt fram á síðasta áratug fylgt stöðugt öflugri útgerð. Út- gerðin er jafngömul bænum enda eru mjög góð skilyrði frá náttúr- unnar hendi fyrir útræði. Hafnar- fjöröur hlaut kaupstaðarréttindi árið 1908 og upp úr því var farið að bæta hafnaraðstöðuna. Árið 1912 var reist þar hafskipabryggja og önnur árið 1930 en þær hafa nú báðar verið rifnar. Á árunum 1941—53 voru byggðir tveir hafn- argarðar, að norðan og sunnan- verðu. Síðastliðin tíu ár hefur verið gert mikið átak í hafnargerð og er nú mjög góð hafnaraðstaða í bænum. Nú eru gerðir út sex skuttogarar og tveir síðutogarar frá Hafnarfirði, auk minni fiski- skipa og trillubáta. Einnig eru mörg stór og öflug fiskiðnfyrirtæki staðsett í bænum en þau munu vera um 12 að tölu. Þá má nefna að skipafélagið Bifröst hefur aðal- stöðvar sínar í Hafnarfirði og þar hefur verið byggð flotbrú sem nauðsynleg er til að hægt sé að aka þeim ökutækjum í land sem skip fyrirtækisins flytja hingað til lands. Fyrir utan fiskiðnfyrirtækin eru mörg stór fyrirtæki í bænum en hæst ber þó Álverið í Straumsvík. Gjöld af því nema um 174 milljón- um í ár, en það er svonefnt fram- leióslugjald. Hafnarfjarðarbær fær 18% af þessari upphæð en auk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.