Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Side 59

Frjáls verslun - 01.04.1979, Side 59
þess fær hann mánaðarlega 20.000 dollara greiðslu frá fyrir- tækinu. Atvinnuástand bæjarbúa taldi Ásbjörn vera með bezta móti mið- að við árstíma en það væri helzt í byggingariðnaðinum sem ástand- ið væri slæmt. Þar væri helzt lé- legu tíðarfari um að kenna. Félagslíf hefur alltaf verið blóm- legt í Hafnarfirði og mörg félög eru þar með öfluga starfsemi. Hæst ber íþróttafélögin F.H. og Hauka sem hafa margar deildir innan sinna vébanda en þau eru samt langt í frá að vera einu íþróttafé- lögin. Því til stuðnings nægir að nefna golfklúbbinn Keili, fim- leikafélagið Björk og Sundfélag Hafnarfjarðar. Þar að auki eru starfandi björgunarsveit, karlakór, lúðrasveitir, skátafélag, tónlistar- félag, góðtemplarafélag og fleiri og fleiri félög og klúbbar. Afkoma almennings góð Við höfðum samband við einn af framámönnum peningamála bæjarins og hann tjáði okkur að afkoma fyrirtækja og almennings væri mjög góð í Hafnarfirði. Samt hefðu komið upp vandamál og al- varlegasta ástandið skapaðist er frystihúsin stöðvuðust, á síðari hluta síðasta árs. Þeir atburðir leiddu af sér að afkoma allra fyrir- tækja og bæjarbúa versnaði enda er fiskiðnaðurinn undirstaða at- vinnulífsins. En nú væru fiskiðju- verin að rétta úr kútnum og þá fylgdu önnur fyrirtæki með. Eitt er það atriði sem er dálítið sláandi í sambandi við bankamál bæjarins en það er að mjög stór hluti fjármuna Hafnfirðinga og hafnfirzkra fyrirtækja virðist vera geymt í bönkum höfuðborgarinnar og hefur verið gizkað á að um 5 milljarðar væru í bönkum bæjarins en aftur á móti lægju um 12 mill- jarðar króna í bönkum í Reykjavík. Þetta virðist samt vera að breytast því að mikil innlánsaukning hefur verið hjá bönkunum undanfarið. Stærsti banki Hafnarfjarðar er Sparisjóður Hafnarfjarðar og er hann einn stærsti og elzti spari- sjóður landsins. Það má segja að sérstaða Hafn- arfjarðar sé mikil. Hann stendur í mjög fögru bæjarstæði og eins og áður hefur komið fram er mjög góð hafnaraðstaða frá náttúrunnar hendi. Segja má að bærinn sam- eini kosti höfuðborgarinnar svo og kosti landsbyggðarinnar. Opið til 9 alla daga Úrval af kjötvörum HVAMMSKJOR Smárahvammi 2 — Sími: 54120

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.