Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Side 61

Frjáls verslun - 01.04.1979, Side 61
Nanna dóttlr Lisu og Björns við brennsluofninn fyrir keramlkið. framleiöir steypumót og allt efni og skyldar vörur til keramiskrar fönduriðju. Duncan Ceramics er almennt talið hafa gert keramiska listiðju að almenningseign en það hefur sérhæft sig á þessu sviði allt frá 1923. Námskeiðin — vaxandi vinsældir Þau hjónin, Lísa og Björn, sögðu það vera útþreiddan mis- skilning hjá mörgum, sem við listir fást, að það væri lítið hægt að læra sér til gagns á þessu sviði þar sem fólk fengi uppsteypta hluti í hend- urnar í stað þess að móta hlutina sjálft. Þeir sem hafa kynnzt þessu af eigin raun eru þó á allt annarri skoðun. Uppsteyptir eru þessir hlutir skemmtilegt hráefni sem fólk getur beitt sköpunarmætti sínum og hugarflugi til þess að gera að persónubundnum listmunum. Hlutina þarf að vinna undir skreyt- ingu eða málun, síðan þarf að beita ýmsum efnum og aðferöum til þess að laða fram hin ýmsu blæbrigði. Eftir að munirnir eru fullunnir frá hendi þess sem tekur þátt í nám- skeiöinu, eru þeir glerjaðir og inn- þrenndir. Hjá Keramikhúsinu eru haldin regluleg námskeið á hverjum vetri. Hvert námskeið stendur yfir í 5 vikur, eitt kvöld í viku. Námskeiðin hafa átt sívaxandi vinsældum að fagna og koma margir þátttakend- ur langt að, en þaó eru mest kon- ur. Auk skrautmuna búa þátttak- endur gjarnan til ýmsa persónu- einkennda nytjahluti, svo sem matarföt, kaffibolla, glös, salat- diska, sultuglös og jafnvel heilu matarstellin. Margir hafa fundið í þessu skemmtilegt tómstunda- starf, meira að segja eru dæmi um það að fjölskylda hafi sjálf gert all- ar jólagjafir á þennan hátt og auk ánægjunnar og óvenjulegra gjafa sparað sér mikil útgjöld. Hjá Keramikhúsinu fá þeir sem þetta föndur iðka allt sitt efni og áhöld auk þess sem fyrirtækið innþrennir muni fyrir þá. STOFNANIR, FÉLÖG VERZLUNARRÁÐ ISLANDS er allsherjarfélagsskapur kaup- sýslumanna og fyrirtækja. Til- gangur þess er að vinna að sam- eiginlegum hagsmunum þeirra, að styðja að jafnvægi og vexti efna- hagslifsins og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak. Verzlunarráð íslands, Laufásvegi 36, Reykjavík. Sími 11555. Skrifstofan er að Hagamel 4, sfmi 26850. V erzlunarmannaf élag Reykjavíkur. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Marargötu 2. Símar 19390-15841. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA er hagsmunafélag stórkaupmanna innflytjenda og umbo&ssala. FÉLAC ISLENZKRA STÓRKAUPMANNA TJARNARCÖTU 1« — REYKJAVlK — SlMl 10S50. óvenjulegt fyrirtæki i Hafnarfiröi 61

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.