Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 76

Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 76
... en katflð í bolla tæknimannsins var í veikara lagl þennan morgunlnn. röðum og kaffikrúsirnar ásamt með ýmsum skjölum og blöðum. Til gamans má geta, að útlagður kostnaður Ríkisútvarpsins í fjórum vikum marsmánaðar við morgun- kaffi í Morgunpóstinn var kr. 7.045. Undirbúningi lýkur rétt fyrir útsendingu. Þann dag er F.V. var í heimsókn í Morgunpóstinum var byrjað á því að panta símtal og taka upp efni frá Svíþjóð, en Morgunpósturinn hefur nokkurs konar fréttaritara í hinum ýmsu löndum, er flytja ým- islegt efni í þættina, oft fréttatengt efni. Auk Svíþjóðar eru slíkir fréttaritarar í Danmörku, Englandi, írlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Því næst þarf að skrifa upp dag- skrárkynninguna, hvað hvor á aö segja og, hve langan tíma einstakir liðir taka, en tímasetning þarf aö vera mjög nákvæm, þar sem fréttir eru kl. 8.00 í útvarpinu. Oftast eru sex til átta dagskrárliðir í Morgun- póstinum, og tvö viðtöl sem send eru út öeint. Annað efni, en það sem er beint, hefur verið tekið upp daginn áður eða fyrr. Síðan er gluggað í dagblöðin og ýmis tímarit, en jafnan er drepið á það helsta sem í fréttum er í blöð- unum. Nauðsynlegum undirbún- ingi undir þættina lýkur oft ekki fyrr en nokkrum mínútum fyrir út- sendingu. Hugmyndin að Morgunpóstin- um er sótt í erlendar fyrirmyndir, og er t.d. í breska útvarpinu BBC svipaöur þáttur sem heitir ,,To day". Svipaðir þættir eru einnig í sænska, norska og þýska útvarp- inu. Kostnaður útvarpsins 2,3 milljónir í mars. í fjórum vikum marsmánaðar var kostnaöur Ríkisútvarpsins við Morgunpóstinn rúmar2,3 milljónir króna. Inni í þeirri tölu eru dag- skrárgreiðslur, laun umsjónar- manna og tæknimanna, síma- kostnaður, erlendur kostnaður, morgunkaffi og dvalarkostnaður á Akureyri. Kostnaður pr. mínútu sem útvarpað var í mars var kr. 2.562. Á þessum tíma, sem þeir Páll Heiðar og Sigmar hafa veriö með Morgunpóstinn hafa þeir lent í ýmsum skemmtilegum atvikum. Sigmar segir frá: — Páll var veð- urtepptur einu sinni á Akureyri og Akureyringurinn, sem hann ætlaði að ræða við í þættinum var hins vegar veðurtepptur í Reykjavík, þannig að Páll tók viðtalið frá Akureyri við viðmælandann sem var í stúdíóinu í Reykjavík. Annaö skipti var viðmælandi okkar, sem koma átti í beina útsendingu ekki mættur. Við vissum ekki, hvað gera skyldi en fórum að lesa kynninguna, að til okkar væri kominn . . . og við ætluðum að ræða við hann um . . . , og viti menn gengur þá ekki viðmælandi okkar rétt í því inn i stúdíóið, þannig að þarna var málunum borgið á seinustu stundu. — Ég ætlaði eitt skiptið að taka viðtal um borö í skipi, sem lá fyrir utan Keflavík. Þetta var við erfiöar aðstæður, því að ég þurfti, þegar 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.