Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 82

Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 82
ti! umrædu Frjáls verzlun hefur lagt sig fram um að kynna lesendum sínum ólíka þætti í samskiptum íslands og annarra landa. Hefur þetta verið gert reglulega að und- anförnu, ýmist með svokölluðum sér- blöðum um málefni tiltekinna landa eða þá í greinaflokkum eins og þeim, sem birzt hafa í síðustu tölublöðum. Eins og gefur að skilja eru það verzlunarvið- skipti við viðkomandi lönd, sem setið hafa í fyrirrúmi við umfjöllun um utan- ríkissamskipti okkar. Hefur hlutur helztu viðskiptalanda okkar í útflutningi eða innflutningi orðið mestur í þessu sambandi. Það er ekki fyrr en nú, að blaðið gerir Sovétríkjunum nokkur skil að þessu leyti. Þykir okkur tími til kom- inn þar eð þau hafa lengi skipað efstu sætin í flokki helztu viðskiptalanda ís- lands. Á þessum síðustu tímum blandast sennilega fáum hugur um mikilvægi þeirra viðskiptasambanda, sem fyrir hendi eru í samskiptum íslendinga og Sovétmanna, þó að eðlileg sé sú ósk ís- lendinga að aukin áherzla verði lögð á að draga úr viðskiptahallanum á þann veg að Sovétmenn kaupi meira magn og verðmætara af íslenzkum afurðum á móti síhækkandi olíuvörum, sem þeir selja hingað til lands. Vonandi verða grundvallarhugmyndir um jafnrétti og gagnkvæman skilning og hag, sem opinberir talsmenn sovézkra yfirvalda viðra svo oft í umræðum um samskipti sín við önnur lönd, látnar gilda í raun í viðskiptum við ísland. Spennuslökun í sambúð ríkja vesturs og austurs á undanförnum árum hefur að sönnu einkennt samband Sovétríkj- anna við ísland eins og önnur Vestur- lönd. Það er sjálfsagt að við, eins og aðrir íbúar Vesturlanda, leggjum okkur fram um að kynnast málefnum þessa risa- veldis til að öðlast aukinn skilning á þeim aðstæðum, sem svo mjög hljóta að setja mark sitt á þróun alþjóðamála. I þessu blaði birtast nokkrar greinar, sem ætlað er að veita lesendum smávegis innsýn í nokkra þætti sovézks efnahags- og atvinnulífs. Þessar greinar eru ritaðar af fréttamönnum opinberrar fréttastofu sovézka ríkisins. í ljósi þess ber að taka þeim með nokkrum fyrirvara. En meðan Sovétríkin eru enn að mestu lokað land hvað upplýsingaöflun varðar eru vest- rænir fjölmiðlar tilneyddir að byggja fréttir sínar og frásagnir í verulegum mæli á opinberum tilkynningum, svo trúverðugar sem þær kunna að reynast. Ólíkt því sem gerist í hinum frjálsa heimi er viðleitni erlendra fréttamanna í Sovétríkjunum til sjálfstæðrar upplys- ingaöflunar settar þröngar skorður. Þrátt fyrir þessar augljósu hömlur og eðlilega tortryggni í garð áróðursmeist- ara þeirra Kremlverja verða málefni Sovétríkjanna ekki látin liggja í þagnar- gildi á íslandi fremur en í öðrum vest- rænum ríkjum. Vilji ráðamenn í Sovét- ríkjunum hins vegar í hjarta sínu stuðla að eðlilegum samskiptum við Vesturlönd í anda friðar og vináttu hlýtur það að teljast frumskilyrði, að frjáls og gagn- kvæm miðlun upplýsinga verði upp tek- in og íbúum Sovétríkjanna og Vestur- landa veitt tækifæri á jafnréttisgrund- velli til gagnkvæmra heimsókna milli landa til að sjá með eigin augum og meta hver fyrir sig þá reynslu, sem þeir verða fyrir. Annað fyrirkomulag er til bráða- birgða og mun ekki til lengri frambúðar samrýmast þeim fögru fyrirheitum, sem fyrir hafa legið í orði. 82

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.