Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 40
lýðháskólarektor í Svanvik rétt við sovézku landa- mærin, þegar við spurðum hvaða sálræn áhrif nábýlið við Sovétríkin hefði á Norðmenn búsetta í þessum nyrztu og austustu héruðum landsins. ,,Við höfum algjörlega lært að búa við þetta ástand og látum það ekki hafa áhrif á daglegt líf okkar. Þó hefur maður undir niðri áhyggjur af krökkunum, að þeir fari yfir á bátum eða á ís um vetur. Það skal líka játað að ónotalegar hugsanir sækja á mann, þegar maður er setztur í rólegheitum inn í stofu á vetrarkvöldum og maður sér út um gluggann, að Rússarnir byrja að beina leitarljósum sínum út á ísinn hér í nokkur hundruð metra fjarlægð." Varnarmálastefna Norðmanna Norðmenn eiga sovézka risaveldið að næsta ná- granna. Þeir hafa hagað gerðum sínum í samræmi við þaö. Norðmenn hafa um 40 þúsund manns undir vopnum og 160 þúsund manna varalið, sem kallað er til æfinga í þrjár vikur á þriggja eða fjögurra ára fresti. Herskylda í Noregi er 12—15 mánuöir, sem menn verða undantekningalaust að gegna. Hægt mun vera að fá lítilsháttar tilhliðrun varðandi herþjónustutím- ann ef illa stendur á t.d. í námi. Útgjöld Norðmanna til varnarmála eru um 8 milljarðar norskra króna eða um 10% af fjárlögum ríkisins. Víðtæk pólitísk samstaða hefur tekizt um stefnuna í varnar- og utanríkismálum, sem tekur mið af því að Norðmenn hafa ekki átt möguleika á því eftir síðari heimsstyrjöldina að skapa á eigin spýtur nægilegt hernaðarlegt mótvægi gegn hernaðarlegu risaveldi sem næsta nágranna. í álits- gerð varnarmálanefndar, sem skipuö var fulltrúum norsku stjórnmálaflokkanna og skilaði af sér í marz í fyrra, segir meðal annars: „Okkur hefur fyrst tekizt að tryggja raunhæfar og trúverðugar varnir með því að leggja saman okkar eigin varnarmátt og aðild að varnarbandalagi. Það ber að leggja áherzlu á nauðsyn þess að framkvæma stefnu okkar gagnvart bandalaginu þannig að séð sé fyrir varnarþörf okkar sjálfra en að hún skapi á sama tíma sem minnsta spennu í okkar heimshluta." Að mati varnarmálanefndarinnar verður ekki horft fram hjá þeim möguleika að hernaðarmáttur verði látinn skera úr í viðskiptum þjóða í okkar heimshluta, einnig í samskiptum við Noreg. Það er höfuðatriði norskrar varnarmálastefnu að fyrirbyggja að hervaldi verði beitt gegn Noregi. Við ríkjandi aðstæður muni þetta stefnumið krefjast varnargetu, sem Norðmenn einir sér geti ekki staðið undir hvorki af fjárhags- ástæðum né með tilliti til mannafla. Einvöröungu með skuldbindandi varnarbandalagi við önnur ríki í Vestur-Evrópu og Bandaríkin og Kanada telja þeir sig geta bægt frá hættunni á hugsanlegum hernaðarað- gerðum. Úrsögn úr NATO og afturhvarf til hefðbund- inna varna utan bandalags yrði ekki af árásaraðila skilin öðru vísi en að dregið væri úr varnarstyrknum og að jafnframt væri minni hætta á að beiting her- valds gegn Noregi leiddi til víðtækari átaka. r-1 Kokkurmn / kokkhúsinu sér um veislumatinn Á aö halda party, bjóöa nokkrum kunningjum og hafa huggulegt eina kvöldstund? Þá skaltu láta kokkinn í Kokkhúsinu sjá um matinn, kalt borö eða heitt. Pantið í síma 10340, meö fyrirvara. KOKK fy HUSIÐ Lækjargötu 8. Reykjavik simi 10 3 40 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.