Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 54
byggd
Nú er það annaðhvort eða fyrir
Annaðhvort verði
farið út í stórvirkan
framleiðsluiðnað, eða
fólksfækkun er á
næsta leiti.
Suðurlandskjördæmi er líklega
sá landshluti sem hvað auóug-
astur er af landsgæðum og benda
síðustu rannsóknir til þess, að
þessi landshluti eigi verulega
framtíð fyrir sér í framleiðsluiðn-
aði, sem fyrir er mjög takmark-
aður. Landgæði Suðurlands eru
margvísleg. Landið er ákaflega vel
fallið til landbúnaðar, fyrir utan
ströndina eru auðug fiskimið og á
Suðurlandi er rúmlega helmingur
þess vatnsafls sem virkjanlegt er á
landinu til raforkuframleiðslu og
einnig meira en helmingur þess
jarðvarma sem fyrir finnst í land-
inu. Þetta ættu nú flestir að vita, en
hitt vita færri, að möguleikar til
jarðefnaiðnaðar eru mjög miklir,
enda finnast þarna mörg efni, sem
hagkvæm eru til framleiðslu á
byggingarefnum, tilbúnum efnum
eða óunnum til útflutnings.
Viðkvæmt atvinnuástand
Á Suðurlandi er nú frekar
ótryggt ástand í atvinnumálum,
þrátt fyrir þau náttúruauðæfi, sem
þessi landshluti býryfir. Fjórðung-
urinn byggir afkomu sína að mestu
leyti á landbúnaði, úrvinnslu hans
og byggingariðnaði, en hann er
einkum tilkominn, vegna hinna
miklu virkjunarframkvæmda, sem
staðið hafa yfir undanfarin ár.
Þorlákshöfn er sá staður, þar sem
fiskveiðar eru stundaðar að ein-
hverju marki, en einnig er nokkuð
um sjávarútveg frá Eyrarbakka og
Stokkseyri. Það er því ekki nema
eðlilegt að þéttbýliskjarnar lands-
hlutans byggi afkomu sína á versl-
un og þjónustu við landbúnaðar-
héruðin og svo úrvinnslu land-
búnaðarafurða.
Það er Ijóst að sú atvinnustarf-
semi, sem nú fer fram á Suðurlandi
tryggir framtíðina engan veginn
gegn fólksfækkun. Hvað gerist
þegar dregur úr virkjunarfram-
kvæmdum? Verður Hrauneyjar-
fossvirkjun síöasta virkjunin á
Suðurlandi í bili? Hvað verður um
byggingariðnaðarmennina og
54