Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 61
Búðardalur,
KOSTAR MILLJÓN Á ÍBÚA
AÐ TRYGGJA BÆNUM VATN
Ibúar Búðardals standa frammi fyrir miklu vandamáli. Vatns-
skortur hefur verið þar landlægur og oft horft til vandræða, ekki hvað
sízt um sláturtíðina. Þetta vandamál verður ekki leyst á annan hátt en
þann að bora eftir vatni í Svínadal, ekki langt frá Asgarði. Þetta er í 24
km fjarlægð frá Búðardal.
Að sögn Marteins Valdimars-
sonar, sveitarstjóra, er áætlað aö
verk þetta muni kosta á þriðja
hundrað milljónir króna. Ríkið tek-
ur þátt í kostnaðinum að hálfu, en
Marteinn kvað það skammgóðan
vermi í verðbólgunni. Framlögin
kæmu seint til skila, yfirleitt tæki
það mörg ár að ná inn framlögum
ríkisins. Augsýnilega mundi því
kostnaðurinn af þessu mikla verki
skella á íbúum Búðardals af fullu
afli. i Búðardal var í haust byggð
fjárrétt fyrir 7000 fjár. Er hún á milli
Sámsstaða og Gilsstaða. Réttin er
byggð úr timbri og kostaði
sveitarfélagið 14 milljónir króna.
Vinnukvöð var á bændum vegna
verksins.
,,. . . er ég kem heim í Búðardal
. . “ var sungið í eina tíð, og nafn
Búðardals á allra vörum. Næsta
sumar munu líklega einhverjir sem
koma heim í Búðardal reka upp
stór augu. Þar stendur nú fyrir
dyrum varanleg gatnagerð. Götur
hafa verið undirbyggðar og næsta
sumar á að leggja olíumölina.
Marteinn kvað holræsagerð
hafa verið í megnu ólagi fyrir
nokkrum árum. Mikið átak hefur
verið gert í þeim málum og skortir
nú aðeins endahnútinn á að Ijúka
þeim framkvæmdum.
I Búðardal er að finna flesta þá
þjónustu, sem sveitafólkið þarfn-
ast. Þar er stórt og fullkomið
sláturhús og mjólkurstöð, sem
tekur viö mjólk frá bændum á
norðanverðu Snæfellsnesi, allri
Dalasýslu og þrem hreppum í
Barðastrandasýslu.
FÉLAGSHEIMILIÐ RÖST
HELLISSANDI
Símar 93-6636 og 93-6648
Leigjum út sali fyrir alis konar veisiur, ráðstefnur, fundi o. fi.
Kvikmyndasýningar 3 — 4 sinnum í viku.
Dansskemmtanir um helgar.
HRINGIÐ OG LEITIÐ LPPLÝSINGA
61