Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 61
Búðardalur, KOSTAR MILLJÓN Á ÍBÚA AÐ TRYGGJA BÆNUM VATN Ibúar Búðardals standa frammi fyrir miklu vandamáli. Vatns- skortur hefur verið þar landlægur og oft horft til vandræða, ekki hvað sízt um sláturtíðina. Þetta vandamál verður ekki leyst á annan hátt en þann að bora eftir vatni í Svínadal, ekki langt frá Asgarði. Þetta er í 24 km fjarlægð frá Búðardal. Að sögn Marteins Valdimars- sonar, sveitarstjóra, er áætlað aö verk þetta muni kosta á þriðja hundrað milljónir króna. Ríkið tek- ur þátt í kostnaðinum að hálfu, en Marteinn kvað það skammgóðan vermi í verðbólgunni. Framlögin kæmu seint til skila, yfirleitt tæki það mörg ár að ná inn framlögum ríkisins. Augsýnilega mundi því kostnaðurinn af þessu mikla verki skella á íbúum Búðardals af fullu afli. i Búðardal var í haust byggð fjárrétt fyrir 7000 fjár. Er hún á milli Sámsstaða og Gilsstaða. Réttin er byggð úr timbri og kostaði sveitarfélagið 14 milljónir króna. Vinnukvöð var á bændum vegna verksins. ,,. . . er ég kem heim í Búðardal . . “ var sungið í eina tíð, og nafn Búðardals á allra vörum. Næsta sumar munu líklega einhverjir sem koma heim í Búðardal reka upp stór augu. Þar stendur nú fyrir dyrum varanleg gatnagerð. Götur hafa verið undirbyggðar og næsta sumar á að leggja olíumölina. Marteinn kvað holræsagerð hafa verið í megnu ólagi fyrir nokkrum árum. Mikið átak hefur verið gert í þeim málum og skortir nú aðeins endahnútinn á að Ijúka þeim framkvæmdum. I Búðardal er að finna flesta þá þjónustu, sem sveitafólkið þarfn- ast. Þar er stórt og fullkomið sláturhús og mjólkurstöð, sem tekur viö mjólk frá bændum á norðanverðu Snæfellsnesi, allri Dalasýslu og þrem hreppum í Barðastrandasýslu. FÉLAGSHEIMILIÐ RÖST HELLISSANDI Símar 93-6636 og 93-6648 Leigjum út sali fyrir alis konar veisiur, ráðstefnur, fundi o. fi. Kvikmyndasýningar 3 — 4 sinnum í viku. Dansskemmtanir um helgar. HRINGIÐ OG LEITIÐ LPPLÝSINGA 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.