Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 35
Markús Orn Antonsson, ritstjóri,
segir frá ferð til Norður-Noregs og
ástandinu við sovézku landa-
mærin
þá hlið á norsku samfélagi, sem lýtur að starfsemi
hersins. Að þessu sinni áttum við ekki leið um af-
greiðslusalina, sem ferðalangar til íslands og aðrir
farþegar í almennu áætlunarflugi hinna ýmsu flugfé-
laga fara í gegnum. Þennan milda nóvembermorgun
var haldið rakleiðis í flugstöð hersins í elzta hluta
flugvallarbygginganna.
Fólk er að tínast þarna inn, ungir menn í grænum
einkennisbúningum óbreyttra hermanna með samlitar
alpahúfur og riffil yfir öxlina, uppábúnar konur með
smábörn og aðrir eins og þú og ég. Snaggaralegur
miðaldra náungi í einkennisbúningi afhendir farþegum
kort, sem þeir eiga að útfylla sjálfir, og segir þeim að
setja rétta merkimiöa á töskurnar, eftir því hvert förinni
er heitið. Á kortinu er reitur fyrir nafn og heimilisfang
farbeaans oa ennfremur fyrir nafn maka eða nákomins
Vegalengdin milli nyrzta og syðsta odda Nor-
egs er jafnlöng og leiðin frá S-Noregi til Kefla-
víkur eða Rómar.
A „Hæð 69“ vlð landamæri Noregs og Sovétríkjanna, 69 metra yfir
sjávarmáli. Berstad, yfirmaður í norsku landamærasveitunum og
rússneskutúlkur þeirra, skýrir aðstæður fyrir íslenzkum gestum,
Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, lögfræðingi og ritstjóra Frjálsrar verzlun-
35