Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 23
hafa togararnir komið meö ansi
litla ýsu inn síðustu mánuðina."
— Hvernig fariö þið annars að?
,,Við leggjum leið okkar yfirleitt
um Suðurnesin og reynum aö
snapa okkur þann fisk sem við
getum, en það hefur í för með sér
mikinn kostnaðarauka fyrir fisk-
búðirnar, bensínkostnaður o.fl.
Það er auðvitað línufiskur sem fólk
vill, enda fær hann besta meðferð.
Hann er oftast sóttur til Keflavíkur,
Grindavíkur eða Sandgerðis."
Auðveldari hráefnisöflun
yffir sumartímann
— Er ekki hráefnisöflunin mis-
munandi eftir árstíðum?
,,Jú. Það er miklu auðveldara aö
fá góðan fisk yfir sumartímann
heldur en vetrartímann. Hér í
Reykjavík eru gerðar út nokkrar
trillur yfir sumartímann og bjarga
þær málunum að mestu leyti.
Einnig var 200 tonna bátur geröur
héðan út og aflaði hann fyrir fisk-
sala. En yfir vetrartímann er engin
smábátaútgerö og verðum við því
að reiða okkur á togarafiskinn eða
Suðurnesjabátana."
Hefur samninga við tvo
báta
— Hefur.þú einhverja samninga
við Suðurnesjabáta?
,,Já. Ég samdi viö tvo báta um að
kaupa allan afla annars þeirra og
af hinum bátnum kaupi ég allan
aflann úr öðrum hverjum róðri á
móti öðrum fisksala. Bátarnir
koma að landi kl. 10—11 á kvöldin
og þegar heim er komið með afl-
ann er vinnudagurinn orðinn ansi
langur hjá manni."
Erfitt að reka fiskbúð
— Hvernig er að reka fiskbúð á
þessum verðbólgutímum?
,,Það er síður en svo hagstætt.
Rekstrarkostnaöur hefur hækkað
ofboöslega síðustu mánuði. Ég
hafði starfsmann fyrri part ársins,
en ég verð að segja honum upp.
Fiskbúðin hafði hreinlega ekki efni
á að halda starfsmanni."
— Hvað hefurðu starfað lengi
sem fisksali?
„Ætli það séu ekki orðin sex ár.
Á þessum tíma hefur fisksalan
minnkað um 50% gæti ég best
trúað. Aö auki hafa kjörbúöirnar
tekið nokkurn hluta fiSksölunn-
ar. Mér finnst þetta miður vegna
þess að ég veit að fiskurinn verður
með þessu móti dýrari, en ég er
ekki trúaður á það, að fólk geri sér
grein fyrir því."
— Hefur þá fisksölum fækkað?
„Eflaust hefur þeim eitthvað
fækkað en þaö sem máli skiptir
fyrir fisksalastéttina er að í hana
hafa á undanförnum árum komið
ungir menn og áhugasamir. Þessir
menn eru harðduglegir og leggja
mikið kapp á aö útvega góðan fisk,
enda hefur það sýnt sig að það er
betra og meira úrval í fiskbúðun-
um nú en áður. En þessi ósérhlífni
sem þessir menn sýna, hlýtur að
skilja eftir sig spor. Menn endast
ekki lengi með því að vinna 16—18
tíma á sólarhring."
Fisksalafélag Reykja-
víkur og nágrennis
Eins og áður sagði er Báröur
varaformaður Fisksalafélags
Reykjavíkur og nágrennis. Til-
gangur þessara samtaka fisksala
segir Bárður vera að gæta hags-
muna félagsmanna. Félagsstjórn
kemur fram fyrir hönd félagsins
fyrir verðlagsstjóra. Þess má einn-
ig geta að Fisksalafélagiö er aðili
að Vinnuveitendasambandi (s-
lands.
„Fiskverð verður að
vera sem frjálsast“
Við sþurðum Bárö um verðlagn-
ingu á neyslufiski. Hann sagði að
verðlagningin þyrfti að vera sem
frjálsust. „Stundum kemur góður
fiskur og stundum ekki eins góður
og það er út í hött að verðleggja
hann eins. Þess vegna verður
fisksalinn aö hafa leyfi til að verð-
leggja fiskinn sjálfur og auðvitað
aö greiða það verð fyrir hann sem
honum finnst og seljandinn sam-
þykkir."
„Unga fólkið vill jafnvel
trosið“
Við báðum Bárð að lokum að
segja okkur frá því sem hann hefur
á boðstólum dags daglega.
„Þar kennir margra grasa,"
sagði Bárður. „Það er auðvitað
ýsan, flökuð, nætursöltuð, reykt,
og svo auðvitað heil. Ann-
ars er þetta skata, saltfiskur, kinn-
ar og gellur. Rauðspretta, smá-
lúóa og stórlúða. Siginn fiskur og
sigin grásleppa. Saltsíld, ný síld og
fiskfars. Hákarl og rækja. Ufsi og
langa eftir pöntunum, og alltaf
skötuselur og tindabykkja. Síðan
er ég með hrogn og lifur eftir ára-
mótin."
— Fyrir utan ýsuna kaupir ekki
aðeins eldra fólk hinar tegundirn-
ar?
„Nei, blessaður vertu. Unga
fólkið kaupir alveg eins trosið,
saltfiskinn, gellurnar og kinnarnar,
en því miður ekki eins mikið lúð-
una, hún er kannski of dýr."
Úrvallð af flskmetl hjá flsksölum í höfuðborglnni er oft á tfðum fremur
fábrotið vegna margvfslegra örðuglelka við öflun þess.
23