Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 8
áfangar
Þóröur Magnússon hefur veriö ráðinn sem
framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs
Eimskipafélags íslands frá og með 15. janúar
nk.
Þórður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1970 og viðskiptafræðiprófi frá
Háskóla íslands 1974. Að því loknu hélt Þórður
til framhaldsnáms í University of Minnesota og
lauk þar MBA prófi með fjármálastjórn og milli-
ríkjaverslun að sérgreinum. Að því loknu gerð-
ist Þórður starfsmaður Útflutningsmiðstöðvar
iðnaðarins, þar til er hann varð framkvæmda-
stjóri fjármála Fríhafnarinnar á Keflavíkurflug-
velli árið 1978. Frá haustinu 1978 hefur Þórður
annast kennslu í markaðsrannsóknum og
utanríkisverslun í viðskiptadeild Háskóla ís-
lands.
Með ráðningu Þórðar er búið aö ákvarða
fyrstu breytinguna af þeim sem forstjóri félags-
ins hefur boðað að væru væntanlegar á innra
skipulagi Eimskipafélagsins. Er þar með
ákveðið að allar deildir félagsins sem lúta að
fjármálum og almennri stjórnsýslu verði sam-
einaðar undir framkvæmdastjórn Þórðar
Magnússonar.
Steinar J. Lúðvíksson hefur verið ráðinn til
útgáfustjórnar við bókaútgáfuna Örn og Örlyg.
Steinar er fæddur 1941 og útskrifaðist úr
Kennaraskólanum 1965 og réðst þá þegar sem
blaðamaður að Morgunblaðinu. Þar starfaði
hann fram til ársins 1977 er hann réðst til út-
gáfufyrirtækisins Frjálst framtak sem ritstjóri
Sjávarfrétta. Auk þess að ritstýra Sjávarfréttum
hefur Steinar ritstýrt tveimur öðrum sérritum
Frjáls framtaks, íþróttablaðinu og bílablaðinu
Ökuþór, sem hann mun ritstýra áfram um sinn.
Fyrir utan blaðamennskuna hefur Steinar
safnað saman miklum fróðleik um sjóslysasögu
íslands sem birst hefur í bókaflokknum Þraut-
góóir á raunastund. Alls eru nú komnar út 10
bækur í þessum bókaflokki, þar af ein núna fyrir
þessi jól. Einnig skrifaði Steinar bók um
Ólympíuleikana 1972, en þeir voru sem kunnugt
er haldnir í Sapporo í Japan og Munchen í
Vestur-Þýskalandi.
Steinar var spurður að því hvernig hið nýja
starf hans legðist í hann: ,,Það leggst afskaplega
vel í mig," sagði hann. „Vinna við bókaútgáfu er
ákaflega spennandi verkefni og á nokkuð skylt
við blaðamennskuna. En það er annað mál, að
bókaútgáfa er erfiður „bissniss" og mikið til
bundin við sölu fyrir jólin."
Hvernig stendur íslensk bókaútgáfa í dag?
„Bókaútgafan er í aftúrför á einu sviði, og það er
barnabókaútgáfan. Hún virðist vera að leggjast
niður nema í formi samprentana á teiknimynda-
sögum sem flæða nú yfir markaðinn. Þetta er
öfugþróun og til þess eins að gera fólk ólæst á
almennilegar bækur."
8